Rannveig

img_2562

faerslan_er_ekki_kostudÉg skrapp í Nettó áðan og keypti mér garn í nýja kápu sem ég ætla að prjóna á mig og ég get ekki beðið eftir að hefjast handa! Það er svo svakalega langt síðan að ég settist niður og prjónaði að það er eiginlega ekki fyndið. Eitt af áramótaheitunum mínum fyrir 2017 var að hver einasti hlutur sem ég geri þarf ekki að þjóna einhverjum tilgangi, ég get alveg gert hluti sem að ég hef einungis gaman af og veita mér gleði. Ég er því bara að prjóna þessa kápu því mig langar að prjóna hana. Vonandi mun hún heppnast jafn vel hjá mér í raunveruleikanum og hún er í hausnum á mér. Ég er allavega búin að setjast niður og teikna mynstur svo þá er ekkert eftir nema hefjast handa í kvöld! 😀

Rannveig H.

Fylgdu mér á Facebook og Instagram (rannveigbelle) til að fá nýjustu færslurnar beint í æð!

 

0 athugasemdir

Skildu eftir athugasemd

Netfangið þitt mun ekki vera birt

 

Fylgdu okkur á


Follow