Rannveig

KKW3

faerslan_er_ekki_kostudÉg verð nú að segja að mig hefur ekkert sérstaklega mikið langað til að prófa neitt frá Kylie Cosmetics fyrr en nú! Ég held að það hafi að gera með það að ég er kannski ekki beint sammála viðskiptamódelinu þeirra og ég hef bara aldrei heillast af neinum vörum sem hafa komið frá merkinu áður. Þar hefur samt heldur betur orðin breyting á þar sem ég heillaðist líka svona svakalega af nýja KKW settinu sem er væntanlegt í sölu hjá þeim 25. apríl næstkomandi.

KKW

Ég veit ekki hvort það er að kenna partinum af mér sem er svona svakalega veikur fyrir nude litum eða þá því að ég var að byrja að horfa á fyrstu Keeping Up With The Kardashians seríurnar aftur en ég verð hreinlega bara að eignast þetta sett! Settið inniheldur fjóra nude varaliti sem eru með krem áferð en það er áferð sem hefur ekki sést áður hjá Kylie Cosmetics. Litirnir fjórir eiga að fanga hinar klassísku Kim K nude varir en ef það er eitthvað sem hún Kim hefur fullkomnað þegar kemur að förðun þá eru það einmitt nude varirnar!

KKW2

Við fyrstu litaprufurnar fannst mér allir litirnir virka frekar svipaðir en eftir að hafa skoðað þá betur á fleiri myndum finnst mér þeir allir vera mismunandi á sinn hátt. Þetta eru í rauninni nude litir þar sem hægt er að para saman hvern og einn lit við mismunandi farðanir. Ég er sem sagt mjög veik fyrir þessu og trúi nánast ekki að ég mun vera ein af þeim sem á eftir að bíða í röð á vefsíðunni þeirra 25. apríl til að næla mér í eitt sett en settið mun kosta 45 dollara.

Hvernig lýst ykkur annars á þetta sett hjá þeim systrum?

Rannveig H.

Fylgdu mér á Facebook og Instagram (rannveigbelle)

 

0 athugasemdir

Skildu eftir athugasemd

Netfangið þitt mun ekki vera birt

 

Fylgdu okkur á


Follow