Rannveig

Ég horfði á söngvakeppnina í gær á RÚV og mér hefur bara sjaldan verið komið jafn mikið á óvart með einu lagi! Lagið hans Daða kom mér algjörlega í opna skjöldu enda hef ég aldrei heyrt það áður og ég skil hreinlega ekki afhverju í ósköpunum það er ekki búið að vera spilað meira í útvarpinu… 

Ég er allvega búin að vera með lagið hans Daða Is this love eða Hvað með það á „repeat“ í spilaranum frá því ég heyrði það í gær og þá skiptir mig engu máli hvort það er á íslensku eða ensku, mér finnst það bæði jafn gott og það gerist aldrei hjá mér. Daði fær allavega mitt atkvæði!

Hvet ykkur til að setja þetta lag í spilarann á þessum fína sunnudegi 🙂

Rannveig H.

Fylgdu mér á Facebook og Instagram (rannveigbelle)

 

0 athugasemdir

Skildu eftir athugasemd

Netfangið þitt mun ekki vera birt

 

Fylgdu okkur á


Follow