Rannveig

Vörurnar í færslunni fékk ég í gjöf

Ég er ekki frá því að það sé smá sumarfílingur í þessari færslu… eins steikt og það kann að hljóma í frostinu hérna í DK og óveðrinu heima á IS! Mig langaði að gera einhverja einfalda sýnikennslu þar sem ombré liner yrði í aðalhlutverki en ég átti einmitt pallettu frá Max Factor sem var tilvalin í verkið og hún er smá sumarleg.

Pallettan er lítil og nett og inniheldur fjóra matta augnskugga. Þó það eru bara fjórir augnskuggar í pallettunni þá er samt hægt að gera nokkuð mörg lúkk með henni, hvort sem það eru venjuleg hversdagsleg lúkk eða lúkk með popp af bláum.

Til þess að byrja ombré linerinn minn tek ég lítinn bút af límbandi og kem því fyrir frá endanum af auganu mínu til endans á augabrúninni minni. Þetta verður þá einskonar skapalón fyrir mig þegar ég byrja að gera eyelinerinn með augnskugganum. Næst grunna ég allt augnlokið mitt með hvíta augnskugganum úr pallettunni.

Ég tek næst brúna augnkuggan upp á lítinn snöggskorinn bursta (Shading burstinn frá Real Techniques er fullkominn í verkið) og kem honum fyrir á endann á augnlokið og dreg hann upp meðfram límbandinu.

Dökkbláa litinn úr pallettunni tek ég síðan á sama bursta og kem honum fyrir á mitt augnlokið. Ég blanda síðan þessa tvo liti saman svo engin skil sjáist þeirra á milli.

Ljósbláa litinn set ég síðan innst á augnlokið og blanda honum saman við dökkbláa litinn alveg eins og ég gerði við dökkbláa og brúna litinn.

Næst tek ég límbandið af og þá erum við kominn með hinn fullkomna ombré liner!

Ótrúlega einföld og falleg förðun sem allir ættu að geta gert 🙂

-RH / @rannveigbelle 

0 athugasemdir

Skildu eftir athugasemd

Netfangið þitt mun ekki vera birt

 

Fylgdu okkur á


Follow