Rannveig

Færslan er ekki kostuð – Vöruna (Fix+ með lykt) fékk ég í gjöf

Ef það er einhver vara frá MAC sem mér finnst vera algjört „must“ og ég tel að allir geti notað þá er það FIX+ spreyið. Mig langaði því að gera litla færslu um hvernig hægt er að nota spreyið í tilefni þess að núna er búið að bæta FIX+ með lykt við fast vöruúrval hjá MAC!

Núna er því hægt að fá FIX+ með Coconut, Lavender og Rose lykt en þessar lyktir voru fyrst hluti af takmarkaðri sumarlínu árið 2015. Þar sem spreyin slógu svona líka rækilega í gegn hafa þau hjá MAC ákveðið að gera nokkra af þeim ilmum ávalt fáanlega héðan í frá. Í sumarlínunni 2015 var einnig að finna Cucumber og Yuzu ilm en þeir eru því miður ekki með endurkomu að þessu sinni. Ég man að ég lyktaði af þeim árið 2015 í Sephoru í Frakklandi. Þá voru bara sýnishornin eftir af þeim ilmum sem að hafa komið til baka núna í ár en Yuzu og Cucumber voru ennþá til og mér fannst lyktin af þeim bara ekki góð svo ég keypti mér þá ekki. Ég græt þá því ekki þar sem kókos og lavender voru hvort sem er í uppáhaldi! 😀

En eigum við ekki aðeins að fara yfir hvernig má nota spreyið góða og hvað gerir það svona einstakt?

FIX+ er í eðli sínu rakamist þar sem það inniheldur bæði vítamín og steinefni ásamt grænu tei, kamillu og gúrku. Það róar því húðina ásamt því að næra hana og gefa henni ákveðið orkubúst. Ég elska til dæmis að úða einhverjum svona rakamistum yfir andlitið þegar líða tekur á daginn en það hressir mig alltaf við og hleður batteríin til þess að geta klárað daginn með trompi. Eitt af aðal innihaldsefnunum í FIX+ er Glycerin sem er efni sem er oftast notað í farðagrunna því það grípur í farðann og sér til þess að hann haldist fullkominn allan daginn ásamt því að veita húðinni raka í leiðinni. Þess vegna hentar FIX+ svona rosalega vel til þess að úða yfir förðun eftir ásetningu eða þá sem rakamist yfir daginn til þess að hressa húðina eða förðunina við.

Hér eru nokkrar af mínum uppáhaldsleiðum til þess að nota FIX+

Úða á hreina húðGefur henni aukinn raka og ferskleika.

Úða yfir augnskugga á augnskuggaburstaGerir augnskuggann ennþá litsterkari við ásetningu.

Úða yfir farða og púðurBræðir allt saman svo að grunnurinn verður algjörlega lýtalaus.

Úða yfir andlitið seinni part dagsLífgar upp á vitin.

Úða aftur yfir förðunLífgar upp á förðunina eftir langan dag.

Bæta við farðaEf að ég vil þynna farða og gefa honum minni þekju.

Bleyta upp í Paint PotEf að Paint Pot frá MAC eða kremaugnskuggi sem ég á er orðinn þurr úða ég alltaf smá FIX+ í dolluna og blanda upp í litnum með litlum spaða. Kremaugnskugginn verður þá eins og nýr.

Vonandi getið þið nýtt ykkur þessi litlu ráð eitthvað þegar kemur að FIX+ en ef þið hafið ekki prófað spreyið ennþá þá hvet ég ykkur eindregið til þess. Ég hef farið í gegnum ófáar flöskur og mun eflaust fara í gegnum mun fleiri í lífinu. Sú næsta mun vera með kókoslykt!

-RH / @rannveigbelle

0 athugasemdir

Skildu eftir athugasemd

Netfangið þitt mun ekki vera birt

 

Fylgdu okkur á


Follow