Rannveig

Færslan er ekki kostuð, vöruna keypti ég mér sjálf

Ég keypti mér nokkrar gervi Eucalyptus plöntur á netinu um daginn og mér fannst þær svo æðislegar að ég hreinlega verð að deila þeim með ykkur! Eucalyptus er klárlega tískuplantan í dag en þessar fallegu greinar eru nánast allstaðar! Hvort sem það sé í innanhúsblöðum, tískublöðum, tískubúðum eða bara á heimilim landsmanna þá tekur Eucalyptus sig alltaf vel út. Hafandi sagt það þá er Eucalyptus í rauninni tímabundin planta sem þornar upp þegar greinin sem er afklippt af trénu deyr. Ég er ekki mikið fyrir þurrkuð blóm (því ég brýt þau alltaf) svo ég reyni alltaf frekar að finna mér raunveruleg gerviblóm séu þau til. Þar sem það eru til yfir 700 tegundir af Eucalyptus er það hugtak frekar teygjanlegt en mér finnst ég nú samt hafa fundið mjög raunverulegt Eucalyptus gerviblóm.

Gerviblómið sem ég keypti kemur með löngum stilk og út frá honum koma nokkrar mislangar og misþéttar Eucalyptus greinar. Mér fannst koma best út að klippa greinarnar til og nota þær stakar svo þær voru ekki bara allar fastar á einum stilk. Þannig lúkkaði plantan líka raunverulegri. Í fallega Avena vasanum mínum sem ég fékk á nytjamarkaði hér í Köben um daginn blandaði ég saman þessum Eucalyptus greinum og Eycalyptus gerviblómi sem ég keypti heima á Íslandi í IKEA. Að blanda svona saman tegundum lætur vöndinn lúkka ennþá raunverulegri út og þó ég segi sjálf frá kemur þetta svakalega vel út í vasanum!

Fyrir áhugasama þá keypti ég Eucalyptus greinarnar HÉR á Ali Express 🙂

-Rannveig / @rannveigbelle

0 athugasemdir

Skildu eftir athugasemd

Netfangið þitt mun ekki vera birt

 

Fylgdu okkur á


Follow