Rannveig

Ég er mjög fljótfær Stundum get ég verið svolítið fljótfær. Munið eftir því þegar ég sýndi ykkur flotta svarta faux fur loðkragann sem ég keypti í Vero Moda í fyrra? Við flutningana út til Köben hef ég greinilega losað mig við hann á einn hátt eða annan, að öllum líkindum þegar ég tók Kon Mari aðferðina á fataskápinn minn. Að sjálfsögðu sá ég síðan eftir því þegar að veturinn kom en þá átti ég engan kraga. Daginn eftir að ég uppgötvaði þetta og var þá búin að leita að kraganum mínum hátt og lágt fór ég í Costco. Að sjálfsögðu fór ég í Costco, ég myndi búa þar ef ég gæti en þegar ég var í Costco kom ég auga á þessa kraga hér!

Færslan er ekki kostuð – Kragarnir eru í einkaeigu

Þetta var svona „meant to be“ myndi ég segja og það sem ég var glöð að koma auga á þá! Kraginn kostar ekki nema rétt undir 1500 kallinn og er til í bæði gráu og svörtu.

Kragarnir eru hlýjir og þægilegir og svo finnst mér þeir líka bara vera ofboðslega töff. Það er algjör snilld að bæta þessu yfir yfirhöfnina sína til þess að gera hana bæði hlýrri og glæsilegri.

Ég fór í Costco í síðustu viku áður en ég fór heim til Danmerkur aftur og þá var ennþá nóg til af krögunum en samt ekki þannig að þeir verða til mikið lengur svo ef ykkur langar í einn eða báða þá myndi ég kíkja sem allra fyrst😊

-RH (Instagram @rannveigbelle)

0 athugasemdir

Skildu eftir athugasemd

Netfangið þitt mun ekki vera birt

 

Fylgdu okkur á


Follow