Rannveig

12166162_10207890933530799_345609126_n

Erum við að tala saman eða hvað??? Becca var að tilkynna splunkunýja pallettu sem fyrirtækið vann í samstarfi með Jaclyn Hill! Ég er ekki hissa að þau héldu áfram með samstarfið eftir gífurlegar vinsældir ljómapúðursins Champagne Pop sem Jaclyn hannaði fyrir merkið. Sá hefur heldur betur skilað peningi í kassann og ég hef grun um að þessi muni gera það sama. Það eru ekki komnar neinar myndir á netið (sem ég fann enda er þetta brennandi heitt úr ofninum) en ég bíð spent eftir að sjá innihaldið. Þetta er hátíðarpalletta svo hún mun pottþétt koma í verslanir fyrir jól. Þá er komið eitt en á Sephora innkauparlistann minn þegar ég fer út í Desember. Get ekki beðið 🙂

UPPFÆRT:

TADA! Hér sjáið þið svo myndir af því sem má finna inni í pallettunni. Lengst til vinstri erum við með glænýjan lit á ljómapúðri frá Becca sem heitir Pearl. Í miðjunni erum við svo með Champagne Pop sem margir ættu nú að kannast við og lengst til hægri erum við með litinn Blushed Copper. Er það bara ég eða minnir þetta pínu á The Manizer Sisters pallettuna frá The Balm sem kom út ekki fyrir svo löngu síðan. En skiptir ekki máli… I still wants it! 🙂

-Rannveig H.

0 athugasemdir

Skildu eftir athugasemd

Netfangið þitt mun ekki vera birt

 

Fylgdu okkur á


Follow