Rannveig

Vörurnar í færslunni fékk ég í gjöf

Jæja ég var búin að sýna ykkur frá NYX Professional Makeup eventinum sem ég fór á um daginn HÉR svo það er um að gera að sýna ykkur betur hverju var verið að fagna núna þegar ég er búin að testa vörurnar almennilega! Aðalatriðið á eventinum var Love You So Mochi palletturnar en það var einnig verið að fagna komu Powder Puff varalitana sem ég er búin að nota óspart síðan ég fékk þá en ég á eftir að taka myndir af þeim og svona til þess að sýna ykkur. Færsla dagsins er því tileinkuð Love You So Mochi pallettunum.

Í línunni er að finna tvær augnskuggapallettur og tvær highlighter eða ljóma pallettur. Báðar eru þær með mjög sérstakri áferð sem er innblásin af japanska Mochi sætindinu. Áferðin minnir mig einna helst á Super Shock augnskuggana frá Colour Pop og Foiled augnskuggana frá Makeup Geek en samt ekki alveg. Áferðin er því mjög sérstök og ég myndi meira að segja hætta mér út í það og segja að hún væri einstök.

Augnskuggapallettan kemur í tveimur litum en ég fékk pallettuna sem er meira nude en hin pallettan er með bjartari og skarpari litum. Mig langar eiginlega í hana líka. Í pallettunni eru 10 augnskuggar en af þeim er einn mattur, nokkrir shimmer og sumir sem eru á mörkunum að vera shimmer/glimmer.

Allir augnskuggarnir eru fáranlega litsterkir eins og þið getið séð hér á myndinni. Það var eitt sem ég tók sérstaklega eftir með glimmer augnskuggana sem mér fannst vera æði. Oft þegar maður fær svona semí matta augnskugga með glimmeri í pallettum þá sést glimmerið aldrei þegar maður setur augnskuggann á augað. Það er ekki svoleiðis með þessa pallettu! Glimmerið sést – avúhú! Uppáhalds liturinn minn í pallettunni er samt klárlega þessi bleiki sem er efst í miðjunni. Fallegri augnskugga er erfitt að finna! Augnskuggarnir endast ágætlega á augnlokinu en það er alveg nauðsynlegt að setja augnskuggaprimer undir þá þar sem þeir eiga það alveg til að renna til eftir einhvern tíma á augnlokinu.

Ljómapallettan er síðan einnig til í tveimur litum en þessi er sú sem er dekkri af þeim tveim. Formúlan er svipuð og á augnskuggunum en mér finnst þessi formúla samt vera aðeins þurrarri og ekki jafn kremkennd.

Maður bjarmar svo sannarlega eins og diskókúla með þessa á andlitinu en í þeim er samt smá glimmer þannig að verið meðvituð um það ef þið viljið ekki ljómapúður með smá glimmeri.

Virkilega fallegar vörur sem gaman er að leika sér með en ég hef ekki lagt augnskuggapallettuna niður frá því ég fékk hana. Ég elska að nota hana með möttu litunum úr Gigi Cool Maybelline pallettunni en ég nota oftast bara puttana til þess að smella smá af glansi á augnlokið. Ég mæli með að nota puttana með pallettunni, augnskuggarnir virka betur svoleiðis en með bursta finnst mér.

Ég er svo búin að gera æðislega vorsýnikennslu með pallettunni sem ég ætla að reyna eins og ég get að birta í þessari viku. Þar eru bleikir tónar í aðalhlutverki 😀

-RH / @rannveigbelle

0 athugasemdir

Skildu eftir athugasemd

Netfangið þitt mun ekki vera birt

 

Fylgdu okkur á


Follow