Rannveig

Jæja þá er fjörið byrjað! Þriðjudagskvöld eru aftur orðin skemmtileg! Off topic… finnst einhverjum öðrum en mér þriðjudagar bara vera allra leiðinlegustu dagarnir? Aníveis… Hver horfði á nýjasta Bachelor þáttinn? Mig langaði að halda áfram að deila með ykkur nokkrum hugleiðingum frá mér

VIÐVÖRUN Spennuspillar VIÐVÖRUN

Ókei fyrsta deit Becca K! Ég sver ég mundi ekkert eftir þessari píu frá fyrsta þættinum og svo horfði ég á einhver Youtube myndbönd hjá Jimmy Kimmel, Ellen og fleirum og þá voru allir bara að spá því að hún myndi vinna… og ég mundi EKKERT eftir henni. En hún fékk fyrsta deitið, sem mér fannst reyndar mjög skrítið deit… hún var bara eitthvað að máta kjóla. Svo gaf hann henni eyrnalokka og var að fara að setja þá í eyrun hennar þegar hún spurði hvort hann hafði gert þetta áður og hann svaraði játandi. Bjargaði sér síðan fyrir horn og sagði… já í mömmu… Eins trúverðugt og það kann að vera. Mér leist samt ágætlega á hana en æj ég veit ekki, fannst vanta eitthvað, fannst þau ekki alveg smella saman í mínum Bachelor haus. Vanalega er ég alltaf búin að pikka út þann sem vinnur eftir fyrsta þáttinn, og oftast hef ég rétt fyrir mér en núna er ég alveg blankó.

Ég er svona 90% viss um það að það er búið að svissa „the villain“ titilnum frá Chelsea sem var í fyrsta þættinum og hann er núna kominn yfir á Krystal. Það er bara eitthvað við þessa píu sem er ekki alveg að smella saman. Er það síðan bara ég eða er ekki pínu skrítið að gaurinn býður þér heim að fara að skoða barnamyndir og myndbönd af sjálfum sér á fyrsta deiti? Mér fannst það meira að segja meira skrítið en þegar þau hittu fjölskylduna hans í korter.

Svo þetta blessaða hópstefnumót. Voru ekki fleiri stelpur á þessu deiti en hafa verið á hópdeitum áður? Ég gat svo nú ekki annað en hlegið af „bumper car“ dramnu hjá Annaliese, ég meina kommon það var nú pínu fyndið! 

Og svo þetta…. nei… bara nei… held ég þurfi ekki að segja neitt mikið meira…

Bibiana var svo bara alveg að missa það allan þáttinn. Veit ekki hvort að hún hafi fattað það hvernig Bachelor virkar áður en hún fór í þáttin en ég meina… It’s good TV! Hún lét Krystal líka heyra það sem fór tvisvar sinnum að tala við Arie á rósarkvöldinu þótt hún væri með rós. Ég skil kannski einu sinni en varð nú að vera sammála því að tvisvar er einum of.

Svo þegar að gellan sem ég hef ekki hugmynd um hvað heitir var send heim og ætlaði bara að fara án þess að kveðja, hann fór á eftir henni og vá hvað ég kunni vel að meta það. Líkaði bara ennþá betur við hann eftir það!

Kræst sumt hljómar svo fáranlega þegar ég skrifa það en dj*****  hef ég samt gaman að þessu! 😉 

Svo er það þetta hér….

Ég veit ekki alveg með þetta… er verið að reyna að halda Bachelor in Paradise brjálæðinu gangandi á veturna núna… Hvað finnst ykkur, er þetta eitthvað sem þið eruð spennt fyrir / munuð horfa á???

-RH / @rannveigbelle

0 athugasemdir

Skildu eftir athugasemd

Netfangið þitt mun ekki vera birt

 

Fylgdu okkur á


Follow