Rannveig

Mig langaði að kynna fyrir ykkur nýjan lið sem mun bætast við þetta litla blogg mitt en í honum langar mig að segja ykkur frá því sem ég fæ á heilann. Frá því að ég man eftir mér hef ég fengið hluti á heilann og þegar ég segi að ég fái hluti á heilann þá meina ég að ég fæ þá á HEILANN. Oftast losna ég ekkert við þá úr heilanum fyrr en mér annað hvort tekst markmiðið eða eignast hlutinn. Þetta getur að sjálfsögðu verið mjög jákvætt þegar að ég ætla mér eitthvað en mjög þreytandi þegar mig langar bara í *helvítis* kjólinn sem er uppseldur en ég kem honum ekki úr heilanum mínum.

Þessa stundina er ég með URÐ á heilanum. Þetta fallega íslenska merki sérhæfir sig í því að gera stórglæsilegar sápur sem líta út eins og fjöll, ilmkerti og ilmi fyrir heimilið. Allar sápurnar eru handgerðar en kertin eru gerð í Frakklandi og pökkuð hérna heima. Núna fyrir jólin gaf URÐ út jólakerti og jólaheimilisilm sem ég verð að fara að þefa af þegar ég er búin í prófum – það kemur bara ekki annað til greina!

Eitt sem ég er þó allra spenntust fyrir er samstarfið á milli URÐ og Emblu Sig. Ég gjörsamlega dýrka verkin hennar Emblu og væri helst bara til í að fylla heimilið mitt af krúsum eftir hana. URÐ og Embla eru nefnilega í samstarfi og ætla að gefa út kerti í fallegri krús eftir hana Emblu og það er bara eitthvað sem ég hreinlega verð að eignast, kemur ekki annað til greina 🙂

En hvað segið þið, finnst ykkur þetta ekki fallegt? Ég hefði allavega ekkert á móti því að taka eins svona sápu frá URÐ með mér í jólabaðið og hafa kveikt á jólakertinu á meðan!

-RH (Þið finnið mig á Instagram undir @rannveigbelle)

0 athugasemdir

Skildu eftir athugasemd

Netfangið þitt mun ekki vera birt

 

Fylgdu okkur á


Follow