Rannveig

Fara á jólahlaðborð

Ég hef ekki farið á jólahlaðborð í mörg mörg ár og ég get ekki beðið eftir að skella mér á eitt slíkt núna í desember. Ég fékk nefnilega svo skemmtilegt boð um daginn þar sem mér var boðið að koma á jólahlaðborð hjá Kolabrautinni svo ég og Heiðrún ætlum að skella okkur þangað. Get ekki beðið!

Hitta vini

Maður verður nú að nýta tækifærið þegar maður er á landinu og hitta vini og vandamenn. Hlakka til að skella mér á tjúttið með nokkrum velvöldum.

Leyfa mér að sakna

Skemmtilegasti en erfiðasti tími ársins? Já.

Hekla teppi

 Ég er búin að vera að hekla gullfallegt barnateppi í örugglega hátt í fimm ár núna. Þetta er svona eilífðarverkefni, þið kannist örugglega mörg við það en ég ætla mér að klára það núna um jólin! Það er bara of fallegt til þess að klára það ekki… og svo langar mig að byrja á öðru teppi og ég get eiginlega ekki leyft mér það án þess að klára þetta fyrst!

Baka nýja smákökutegund

Mig langar alveg svakalega að prófa einhverja nýja smákökutegund. Ég hef til dæmis aldrei prófað að baka Sörur, langar pínu að gera það núna. Ef þið eruð með góða uppskrift þá megið þið endilega senda hana á mig!

-Rannveig (Finnið mig á Instagram undir @rannveigbelle)

0 athugasemdir

Skildu eftir athugasemd

Netfangið þitt mun ekki vera birt

 

Fylgdu okkur á


Follow