Rannveig

Engla primer

IMG_5222

3_synishorn_send_til_profunar_ekki_kostudMig langaði að sýna ykkur vöru frá NYX sem ég er búin að vera að nota fáránlega mikið undanfarna mánuði. Varan er Angel Veil Skin Perfecting Primerinn en hann fékk ég í jólagjöf frá merkinu síðastliðinn desember. 

IMG_5224

Primerinn er silíkon farðagrunnur svo ef þið fílið ekki svoleiðis grunna þá hentar þessi ykkur örugglega ekki, en ef þið hinsvegar elskið þá eða vitið ekki hvað það þýðir þá skuluð þið endilega lesa meira 🙂 Silíkon farðagrunnar sitja ofan á húðinni eins og hula þar sem þeir fylla upp í húðholur og fínar línur og sjá til þess að allur farði sem er settur ofan á hann renni léttilega og vel á húðina. Angel Veil farðagrunnurinn er hinn fullkomni silíkon grunnur en ég hef mikið verið að nota hann einan og sér bara.

IMG_5225

Þá ber ég dálítið af honum á T-svæðið mitt en þar sem að grunnurinn er hvítur birtir hann örlítið yfir andlitinu mínu og húðholurnar mínar verða nánast ósýnilegar – án gríns! Hann mattar líka húðina svo að ég verð ekki olíumikið á T-svæðinu mínu yfir daginn. Angel Veil er líka talinn vera fullkomin eftirlíking af Veil Mineral primernum frá Hourglass en hann er töluvert dýrari en þessi svo ef þið viljið ekki skella ykkur út í þá fjárfestingu þá mæli ég með að þið prófið þennan.

IMG_5223

Ég hef líka eitthvað notað grunninn undir farða og hann virkar vel í það en satt best að segja hef ég mest notað hann einan og sér þar sem hann gefur húðinni minni svo fallega áferð að mér finnst ég ekki þurfa að setja farða yfir hana. Það eru 30 ml í hverri túpu svo maður fær nóg af farðagrunni fyrir peninginn. Mæli með þessum fyrir sumarið!

Rannveig H.

Fylgdu mér á Facebook og Instagram (rannveigbelle)

 

Heimagerðir Cannoli Cups

Processed with VSCO with v5 preset

Eitt sem ég elska við það að vera í fríi er að geta nýtt tímann í að gera eitthvað sem ég væri annars ekki vön að gera. Um páskana gerði ég einmitt það en þá ákvað ég að leika mér smá í eldhúsinu og bjó til þessa ómótstæðilegu Cannoli Cups. Ég fékk allt í einu svo fáránlega mikið craving í Cannoli en ég nennti ekki að standa í því að gera djúpsteiktu skeljarna svo ég ákvað bara að baka þær í staðin og móta þær í bolla eftir möffinsformi sem ég á. Þetta var svo fáránlega gott og sló heldur betur í gegn í páskamatnum hjá mömmu og pabba. Það má segja að ég hafi gert Cannoli-ið alveg frá grunni en ég bjó meira að segja til Ricotta ostinn sem er notaður í eftirréttinn. Þetta var því sannkallaður hátíðarréttur og ég er eignlega búin að ákveða að þegar ég fullorðnast nú og verð komin með mína eigin fjölskyldu og farin að halda mín eigin jól þá mun þetta vera eftirrétturinn sem ég mun bjóða upp á! Ef ykkur langar að prófa þá er uppskriftin hér 🙂

Cannoli Cups
Fullkomið afbrigði af hinum klassíska ítalska eftirrétti
Skrifa umsögn
Prenta
Ricotta osturinn
 1. 1 líter nýmjólk
 2. 1/2 stór rjómi
 3. 1/4 bolli sítrónusafi
 4. 1/2 - 1 tsk Maldon salt
Cannoli skeljarnar
 1. 2 bollar hveiti
 2. 1 msk sykur
 3. 1 klípa af salti
 4. 1 og 1/2 msk af mjúku smjöri
 5. 1 egg
 6. Mjólk eftir þörfum (um það bil 1/4 bolli)
Fylling
 1. Ricotta osturinn sem þið gerðuð áður
 2. Restin af rjómanum (1/2 stór rjómi)
 3. 2 plötur af suðusúkkulaði
 4. Vanilludropar eftir smekk
 5. Kanill eftir smekk
 6. Flórsykur eftir smekk (magnið fer eftir því hversu sæta þið viljið hafa fyllinguna)
Ricotta osturinn
 1. Hellið nýmjólkinni og hálfum rjómanum í pott. Bætið við saltinu. Hitið nú blönduna þar til hún nær 90°C. Passið að blandan fari ekki að sjóða og hrærið í henni annað slagið. Þegar að blandan hefur náð 90° þá skuluð þið hella sítrónusafanum út í. Hrærið honum rétt svo saman við og látið blönduna svo sitja og kólna í um það bil 5 mínútur. Nú mun blandan hlaupa í kekki. Á meðan blandan er að kólna gerið þá klárt sigti og skál. Leggið sigtið ofan á skálina og fóðrið það með ostaklút/grisjuklút. Þegar að þessar 5 mínútur eru liðnar hellið þá öllu saman ofan í sigtið og leyfið þessu að standa inni í ískáp yfir nótt. Þá mun allir auka vökvi síast frá ostinum.
Cannoli skeljar
 1. Blandið þurrefnunum saman. Hnoðið smjörinu og egginu saman við þurrefnin. Bætið við mjólk til að bleyta upp í deiginu. Deigið er tilbúið þegar öllu hefur verið blandað saman og hægt er að fletja það út. Kælið deigið í um það bil klukkustund áður en það er flatt út. Fletjið nú út deigið örþunnt og leggið það ofan á botninn á nonstick möffinsformi. Takið gaffal og stingið á víð og dreif um deigið. Bakið nú deigið við 180°C þar til það verður gullinbrúnt. Leyfið skeljunum alveg að kólna áður þær eru losaðar frá mótinu og fyllingin sett í þær.
Fylling
 1. Hrærið saman ricotta ostinum, vanilludropunum og kanilnum. Bætið við flórsykri smátt og smátt þar til þið náið þeirri sætu sem þið viljið. Saxið niður suðusúkkulaðiplöturnar og bætið súkkulaðinu saman við. Skiljið smá súkkulaði eftir til að skreyta. Þeytið nú afganginn af rjómanum og blandið honum varlega saman við blönduna. Ef ykkur finnst blandan ekki nógu sæt eftir að rjómanum hefur verið blandað saman við má bæta við meiri flórsykri.
 2. Skóflið næst fyllingunni ofan í skeljarnar og stráið restinni af súkkulaðinu yfir bollana. Kælið þar til bera á eftirréttinn fram.
BELLE | Allt milli himins og jarðar http://www.belle.is/

Rannveig H.

Fylgdu mér á Facebook og Instagram (rannveigbelle)

 

KKW x Kylie

KKW3

faerslan_er_ekki_kostudÉg verð nú að segja að mig hefur ekkert sérstaklega mikið langað til að prófa neitt frá Kylie Cosmetics fyrr en nú! Ég held að það hafi að gera með það að ég er kannski ekki beint sammála viðskiptamódelinu þeirra og ég hef bara aldrei heillast af neinum vörum sem hafa komið frá merkinu áður. Þar hefur samt heldur betur orðin breyting á þar sem ég heillaðist líka svona svakalega af nýja KKW settinu sem er væntanlegt í sölu hjá þeim 25. apríl næstkomandi.

KKW

Ég veit ekki hvort það er að kenna partinum af mér sem er svona svakalega veikur fyrir nude litum eða þá því að ég var að byrja að horfa á fyrstu Keeping Up With The Kardashians seríurnar aftur en ég verð hreinlega bara að eignast þetta sett! Settið inniheldur fjóra nude varaliti sem eru með krem áferð en það er áferð sem hefur ekki sést áður hjá Kylie Cosmetics. Litirnir fjórir eiga að fanga hinar klassísku Kim K nude varir en ef það er eitthvað sem hún Kim hefur fullkomnað þegar kemur að förðun þá eru það einmitt nude varirnar!

KKW2

Við fyrstu litaprufurnar fannst mér allir litirnir virka frekar svipaðir en eftir að hafa skoðað þá betur á fleiri myndum finnst mér þeir allir vera mismunandi á sinn hátt. Þetta eru í rauninni nude litir þar sem hægt er að para saman hvern og einn lit við mismunandi farðanir. Ég er sem sagt mjög veik fyrir þessu og trúi nánast ekki að ég mun vera ein af þeim sem á eftir að bíða í röð á vefsíðunni þeirra 25. apríl til að næla mér í eitt sett en settið mun kosta 45 dollara.

Hvernig lýst ykkur annars á þetta sett hjá þeim systrum?

Rannveig H.

Fylgdu mér á Facebook og Instagram (rannveigbelle)

 

Dress up: Páskar!

Processed with VSCO with f2 preset

2_einkaeigu_ekki_kostudGleðilega páska elsku lesendur! Ég vona að þið séuð búin að éta á ykkur gat síðastliðna daga því ég er svo sannarlega búin að gera það. Það er búinn að vera hver veislumaturinn á eftir öðrum hjá mér undanfarna daga og ég held barasta að aldrei þessu vant sé ég spennt að skella mér í spinning á morgun! Í páskaboðunum í ár klæddist ég nýjum kjól frá Vero Moda (að sjálfsögðu) sem mig langaði að sýna ykkur betur. Mynstrið í honum heillaði mig alveg upp úr skónum en það var til bæði í kjólnum sem ég er í, buxum og einu öðru sem ég man ekki alveg hvað er… sorrí 🙂

Processed with VSCO with f2 preset

Mynstrið er í raun litlir hvítir fuglar sem eru á víð og dreif um kjólinn og vegna mynstrisins finnst mér kjóllinn ná að vera vorlegur þó hann sé nú svartur. Kjóllinn er líka léttur og þægilegur svo ég á eftir að nota hann mikið í sumar, ég er alveg viss um það!

Processed with VSCO with f2 preset

Sokkabuxurnar eru síðan frá Oroblu og skórnir eru frá Forever 21 minnir mig en ég keypti þá úti í Hollandi fyrir tveimur árum síðan. Þetta eru klassískir „Oxford“ skór sem ég þarf að vera miklu duglegri að nota en þeir spellpassa einmitt við svona dress 🙂

Rannveig H.

Fylgdu mér á Facebook og Instagram (rannveigbelle)

 

 

Dress up: Pollajakki

Processed with VSCO with a5 preset

2_einkaeigu_ekki_kostudÞað er nú meira hvað það er yndislegt að vera í páskafríi! Ég vona að þið séuð búin að hafa það jafn æðislegt í dag og ég en við kærastinn tókum okkur góðan göngutúr í Grasagarðinum í dag. Þar var allt að lifna við og sólin skein meira að segja smá á okkur þó það var pínku kalt.

Processed with VSCO with a5 preset

Í gær eignaðist ég þennan glæsilega pollajakka frá Vero Moda en móðir mín var svo yndisleg að koma mér á óvart með sumargjöf. Hún er alveg einstök það er ekki hægt að segja annað❤️Pollajakkar eru búnir að vera að gera allt vitlaust undanfarna mánuði og því var ég rosalega lukkuleg með mig að geta fengið að taka þátt í þessu trendi. Þessi jakki er líka ekki ósvipaður jakka úr 66 norður sem ég er búin að hafa augastað á lengi!

Processed with VSCO with a5 preset

Jakkinn var til í mörgum litum eins og dröppuðum, hermannagrænum og bleikum en þessi blái kallaði hreinlega á mig. Mér finnst hann svo fallegur! Jakkinn er tiltölulega síður en að aftan nær hann mér niður á hné. Framan á jakkanum eru síðan tveir góðir og djúpir vasar.

Processed with VSCO with a5 preset

Að sjálfsögðu er síðan hetta á honum og það er hægt að þrengja jakkan sjálfan í mittið. Ég á eftir að nota þennan mikið í sumar en vonandi ekkert alltof mikið… það er að segja ég vona að ég þurfi ekki alltaf að nota hann því það sé svo mikil rigning úti! Ég get líka alveg notað hann jafn mikið í sveitinni og í bænum þar sem hann er bæði töff og nytsamlegur. Ég er allavega alveg ástfangin af honum svona ef þið eruð ekki búin að átta ykkur á því 😉

Processed with VSCO with a5 preset

Jakkinn kostaði 8.990 krónur ef þið hafið áhuga á honum en þá eigið þið bara eftir að velja ykkur lit og það verður alveg örugglega ekki auðvelt þvi þeir eru án djóks allir flottir! 

Annars vona ég bara að þið munuð eiga yndislega næstu daga elsku lesendur. Ég mun gera það í pollajakkanum mínum 🙂

Rannveig H.

Fylgdu mér á Facebook og Instagram (rannveigbelle)

 

Þrjár ST Tropez áferðir = ein fullkomin brúnka

IMG_4767

3_synishorn_send_til_profunar_ekki_kostudEins og ég var búin að lofa á Instagraminu mínu (rannveigbelle) í síðustu viku þá ætlaði ég að sýna ykkur þessar flottu vörur frá ST Tropez. Þar sem fermingarnar eru í fullu fjöri sem og árshátíðir er tilvalið að tala svolítið um gervibrúnku! Ég hef áður sagt ykkur frá því hvernig ég ber á mig brúnku HÉR svo ég mun lítið fara yfir það í þessari færslu en mig langaði samt að sýna ykkur fjórar vörur frá ST Tropez sem gefa manni hina fullkomnu brúnu húð. Brúnkuvörurnar sjálfar eru þrjár og hafa allar mismunandi áferð. Þær skila samt sömu útkomu en þar sem áferðirnar eru þrjár ættu allir að geta fundið sér þá vöru sem þeim finnst hvað þægilegust í notkun.

IMG_4772

Mig langaði að byrja á því að sýna ykkur brúnkuhanskann frá ST Tropez en hann er notaður til að bera brúnkuna á líkamann. Hanskinn er gerður úr einskonar svampi öðru megin en efni hinumegin og hann á að sjá til þess að maður fái óaðfinnanlega og strokufría brúnku. Í sýnikennslunni sem ég nefndi hér fyrir ofan notaði ég stóra púðurburstann frá RT til að bera á mig brúnkuna en eftir að ég kynntist þessum hanska fyrir nokkrum mánuðum síðan þá var ekki aftur snúið. Hann gerir ferlið svo miklu einfaldara svo ef þið eruð klaufar að setja á ykkur gervibrúnku þá mæli ég með þessum. Hann er líka frekar ódýr, miklu ódýrari en ég bjóst við fyrst þegar ég keypti hann.

IMG_4769

Allar vörurnar í þessari færslu eiga það sameiginlegt að gefa náttúrulega og uppbyggjanlega brúnku. Það er að segja því oftar sem þú berð vöruna á þig því dekkri verður brúnkan. Everyday Body Lotion Gradual Tan Classic er einmitt vara sem er mjög þægileg í notkun til að byggja upp náttúrulega brúnku.

IMG_4746

Þetta er í eðli sínu bara venjulegt body lotion sem að inniheldur efnið sem gefur manni gervibrúnku. Kremið sjálft lyktar ekki jafn sterklega af þessu klassíska brúnkuefni sem maður er vanur heldur er pínu sítruskeimur af því. Mér finnst gott að bera þetta á mig þegar að líkama mínum vantar raka og mig langar að viðhalda eða bæta við brúnku á húðina. Kremið ber ég bara á mig með höndunum frekar en með hanskanum en mér finnst það alltaf þægilegra þegar ég er með svona krem.

IMG_4770

Everyday Mousse Gradual Tan Classic er síðan froða sem að gefur náttúrulega og uppbyggjanlega brúnku. Það sama gildir því um þessa froðu og um kremið hér fyrir ofan. Því oftar sem þú berð hana á þig því dekkri verður brúnkan. 

IMG_4748

Froðan er létt svo það er mjög auðvelt að bera hana á sig en mér finnst best að bera hana á mig með hanskanum. Þar sem froðan er svona létt finnur maður ekki alveg jafn vel fyrir því hvar maður er búinn að bera hana á líkamann svo hanskinn hjálpar manni að fá jafna þekju.

IMG_4771

Everyday Spray Gradual Tan er síðan síðasta varan sem ég hef til að sýna ykkur sem á að framkalla sömu áhrif og kremið og froðan. Ef þið viljið að ásetningin taki eins stuttan tíma og mögulega hægt er þá er þetta varan fyrir ykkur.

IMG_4750

Spreyið er alveg glært eins og þið sjáið á myndinni sem getur verið pínu truflandi við ásetningu þar sem það er erfitt að sjá hvar maður er búinn að bera brúnkuna á sig. Hanskinn kemur því að góðum notum til að vera viss um fullkomna ásetningu. Þegar ég nota hanskann þá ber á vöruna á mig í hringlaga hreyfingar og passa að það sé vel dreift úr henni.

IMG_4765

Ég hugsa að ég elski froðuna mest og þar á eftir kemur kremið. Brúnkan sem ég fæ af þessu er alveg svakalega eðlileg og náttúruleg en það er einmitt það sem ég leita eftir þegar kemur að gervibrúnku. Það var svo að koma ný sending frá ST Tropez í verslanir núna í þessari viku þar sem ég veit að það hefur verið svolítið mikið uppselt hjá þeim útaf öllum þessum árshátíðum og fermingum. Ef ykkur vantar því hina fullkomnu brúnku og líst á eitthvað af þessu sem ég var að sýna ykkur hér fyrir ofan þá ætti þetta að vera mætt í verslanir núna 🙂

Rannveig H.

Fylgdu mér á Facebook og Instagram (rannveigbelle)

 

Sumarskór

Ég finn lyktina af sumrinu! Það er bara rétt handan við hornið þó mér finnst svona nýbyrjað að vora. Þar sem sólin er svona fallega hátt á lofti í dag fannst mér tilvalið að taka saman lítinn (lesist stóran) lista af flottum sumarskóm. Ég elska að vera í flottum hvítum strigaskóm yfir sumarið og ég þarf helsta að fara að taka mína í gegn, þvo þá og gera þá hvíta og fína aftur 🙂 Ef það tekst ekki þá hef ég auga á fallegum hvítum Adidas strigaskóm, þeir eru alltaf klassískir og flottir.

Ef þið smellið á myndirnar farið þið inn á viðeigandi skó

 

Blómaskór eru líka að koma sterkir inn þetta sumarið en saumuð blóm bæði í skóm og fatnaði eru að tröllríða öllu þessa dagana. Eitt þannig skópar myndi því sóma sér vel í skóskápnum mínum og þá sérstaklega svörtu flatbotna blóma leðurskórnir sem þið sjáið hér fyrir ofan. Mér finnst þeir vera tjúllað flottir!

Rannveig H.

Fylgdu mér á Facebook og Instagram (rannveigbelle)

 

Árshátíðarlakkið

IMG_4614

3_synishorn_send_til_profunar_ekki_kostudÞað er árshátíðarvika hjá mér í vinnunni núna sem endar að sjálfsögðu með árshátíð núna á laugardaginn næsta. Ég er ekki frá því að ég sé bara pínku spennt enda svakalega langt síðan ég fór síðast á árshátíð. Ég er svona búin að ákveða dressið en núna er ég að ákveða lakkið og er með algjöran valkvíða svo mig langaði að biðja ykkur um smá hjálp 🙂 Í vikunni fékk ég í hendurnar þessi gullfallegu Infinite Shine lökk frá OPI og ég get ómögulega valið hvort þeirra ég vill skarta á laugardaginn. 

IMG_4613

Infinite Shine lökkin frá OPI kannast eflaust margir við en mögulega eru einhverjir í lesendahópi mínum sem hafa aldrei heyrt um þau áður og því langar mig að segja ykkur örstutt frá þeim. Lökkin eru borin á í þremur þrepum sem á að gefa allt að 10 daga endingu og svipaða áferð og er á gel lökkum. Fyrst er borinn á primerinn, síðan er litaða lakkið borið á og síðast er yfirlakkið/glossinn settur yfir. Þar sem lökkin eiga að endast svona vel á nöglunum án þess að maður noti gel lampa fannst mér tilvalið að nota þau fyrir árshátíðina næstkomandi laugardag. Þá get ég lakkað mig í dag eða á morgun án þess að vera hrædd um að lakkið skemmist fyrir laugardaginn og það sparar mér líka hellings tíma á árshátíðardaginn sjálfan.

IMG_4615

Litirnir sem ég er með valkvíða yfir eru tveir. Annars vegar er það þessi fáránlega flotti fjólublái litur sem heitir Vamsterdam. Hann er dimmfjólublár með metallic áferð en tvær umferðir af þessum þarf til að ná fullri þekju. Þetta er því flottur árshátíðarlitur.

Enlight1

Hinn liturinn er síðan þessi æðislegi nude litur og eins og þið eflaust vitið þá er ég rosalega veik fyrir svoleiðis þannig að þessi hitti beint í hjartastað. Liturinn heitir Taupe-less beach og það þarf bara eina umferð af honum til að ná fullri þekju.

Á báðum litunum hér á myndunum setti ég svo yfirlakkið yfir til að fá fallegan glans á lakkið en nude liturinn varð samt meira glansandi en þessi fjólublái einhverra hluta vegna. Svo ég spyr ykkur, hvort finnst ykkur vera flottara sem árshátíðarlakk? 🙂

Rannveig H.

Fylgdu mér á Facebook og Instagram (rannveigbelle)

 

Draping: Hvað og hvernig?

Fyrst var það contouring næst var það strobing og núna erum við komin með draping! Það tekur ekki langan tíma fyrir förðunartrendin að breytast en frá svona miðju árinu 2016 erum við búin að sjá draping koma sterkar og sterkar inn og þá sérstaklega núna árið 2017. En hvað er eiginlega draping og hvernig get ég gert það? Í þessari færslu ætla ég að fræða ykkur um hvað draping er og hvernig þið getið notað tæknina í ykkar daglegu förðunarrútínu.

Draping er í stuttu máli sagt sú tækni þegar litur er notaður til að móta andlitið. Það er að segja í staðin fyrir að nota skyggingarlit til að móta andlitið eru notaðir litsterkari kinnalitir til þess að gefa andlitinu fallega mótun. Þessi tækni minnir óneitanlega á förðunartrend 80’s tímabilsins en það var einmitt förðunarfræðingurinn Way Bandy sem að gerði trendið vinsælt á þeim tíma. Hann var förðunarfræðingur stjarna á borð við Cher og Diana Ross og hann kenndi fólki að móta andlitið eftir þeim einnkennum sem viðkomandi elskaði við sjálfan sig en ekki bara eftir andlitsfallinu sem það var með.

412c2c7fad874b6c0bd12010591e4ca0

Draping er í eðli sínu ekki ósvipað controuring þar sem bæði felur í sér skyggingu á andlitinu en í draping er oftast notaður bleiktóna eða ferskjutónaður kinnalitur í verkið. Það má þó að sjálfsögðu nota þann tón sem þið viljið og hentar ykkar húðlit best. Dekkri kinnalitur er þá settur undir kinnbeinin, á gagnaugað og oftast aðeins á augnlokið. Til að tengja lúkkið er liturinn einnig settur á hálsinn, á bringuna og meðfram öxlunum. Liturinn er í rauninni notaður til að skyggja alla þá beru húð sem mun sjást. Ljósari tónn af sama kinnalitnum er síðan notaður til að blanda út dekkri litinn sem var notaður til að skyggja og gefa manni alvöru náttúrulegan roða.

IMG_4574

Mig langaði að sýna ykkur í nákvæmri sýnikennslu hvernig er hægt að drape-a á sér andilitið á nútímalegan og hversdagslegan hátt án þess að liturinn yfirtaki andlitið. Í verkið ætla ég að nota L.A. Lights kinnalitapallettuna mína frá Smashbox í litnum Pacific Coast Pink. Hana hef ég fjallað um áður en þið getið lesið ykkur til um hana í færslu sem ég gerði HÉR.

IMG_4575

Ég byrja á því að taka dekksta kinnalitinn úr pallettunni á þéttan sjáskorinn bursta. Næst sýg ég inn kinnarnar til að sjá hvar kinnbeinin mín liggja. Ég tylli litnum þar undir og dreg hann alveg frá eyranu og fram. Passið að taka litinn ekki alveg að nefinu heldur stoppið svona undir miðju auganu. Hér erum við í rauninni bara að skyggja og móta andlitið með kinnalitnum.

IMG_4576

Hér sjáið þið hvernig andlitið hefur verið mótað með litnum.

IMG_4578

Með sama lit og á sama bursta ber ég litinn á gagnaugað mitt og dreg hann aðeins inn í hárrótina til að engin leiðinleg skil sjáist og liturinn myndi náttúrulegan roða.

IMG_4579

Hér sjáið þið hvernig ég hef mótað gagnaugað með litnum. Ég dró litinn einnig örlítið inn á augnlokið en ekki of mikið þar sem ég vildi ekki skemma augnförðunina mína.

IMG_4580

Núna tek ég aðeins mýkri bursta en þessi bursti er duo fiber bursti sem er hringskorinn. Á hann tek ég miðjulitinn úr pallettunni en þennan ljósari lit nota ég til að blanda dekkri litinn betur við húðina. Ég brosi örlítið og með hringlaga hreyfingum dreifi ég úr litnum á epli kinnana og dreg hann svo upp til að blanda dekkri litinn saman við. 

IMG_4581

Það sama geri ég meðfram gagnauganu. Að setja litinn svona beint á epli kinnana og dreifa úr honum með hringlaga hreyfingum gefur kinninni meiri fyllingu svo hún virðist vera aðeins bústnari.

IMG_4582

Til að nútímavæða lúkkið aðeins tek ég seinasta ljómandi kinnalitinn út pallettunni og set hann ofan á kinnbeinin bæði til að blanda ljósa kinnalitinn betur út og til að gefa andlitinu pínu meiri birtu og dýpt. Ég nota sama duo fiber burstann í verkið.

IMG_4584

IMG_4583

Hér sjáið þið svo drape-að andlit öðru megin en þið getið vel séð muninn á hvorri hliðinni. Önnur þeirra er töluvert meira mótuð en hin. 

IMG_4585

Hér er ég svo búin að drape-a andlitið báðu megin. Þið sjáið því að það er vel hægt að aðlaga þetta trend að hversdagslegri förðun og gefa andlitinu heilbrigðan og fallegan roða. Ef þið viljið leggja í þetta mæli ég mikið með þessum kinnalitapallettum frá Smashbox (20% afsláttur af Smashbox vörum 6. og 7. apríl) eða pallettum svipuðum þeim þar sem þið fáið nokkra mismunandi tóna af sama kinnalitnum. Það mun hjálpa ykkur við að gera hina fullkomnu draping skyggingu á andlitið. 

Hvað segið þið, hvernig lýst ykkur á þetta trend? Of 80’s? 😉

Rannveig H.

Fylgdu mér á Facebook og Instagram (rannveigbelle)

 

350

 

Fylgdu okkur á


Follow

350