María Ósk

//Færslan er ekki kostuð

Núna er ég algjörlega búin að skíta upp á bak með þetta blogg. Sorrý með mig hvað ég hef verið léleg að blogga! Ég hins vegar búin að fara algjörlega yfir efnið núna sem ég tók í Mexíkó og búin að skrifa heila níu bloggpósta tengda ferðinni sem koma inn á tveggja daga fresti næstu vikur! Yay!
En allavega.. Í dag ætla ég að segja ykkur aðeins frá hótelinu okkar í Mexíkó. Hótelið heitir Royal Sands og er fimm stjörnu hótel sem er staðsett á hótelstrandlengjunni  í Cancún þar sem flest hótelin á þessu svæði eru á. Við vorum þarna með vinapari okkar og tókum „All inclusive“ pakkann í tvær vikur og gjörsamlega nutum okkar í botn þann tíma sem við vorum þarna.

Today I am going to tell you a little bit about the hotel we stayed at in Cancún. The name of the hotel is Royal Sands which is a five star hotel located at the beach. We took the all inclusive package and  stayed there for two weeks with our friends. It was SO MUCH FUN.

Hótelið er alveg risastórt- með þrjár mismunandi sundlaugar, tennisvelli, körfuboltavöll, sundlaugabari, nokkra veitingastaði, spa og líkamsrækt svo einhvað sé upp talið. Það er algjörlega með bestu hótelum sem ég hef nokkurntíman verið á og maturinn og drykkirnir voru alveg einstaklega góðir fyrir að vera „All Inclusive“.
Þar sem hótelið er staðsett á draumastað, algjörlega beint á ströndinni þá fær maður smá sjávargolu á sig þegar maður liggur á sólbekknum við sundlaugina. Það er líka eins gott því annars hefði það verið algjörlega ólíft fyrir mig að sóla mig. Haha!

The hotel is huge – with 3 different swimming pools, tennis courts, basketball courts, pool bars, restaurants, spa and gym. You could totally spend a week there without ever leaving the hotel. And the food and drinks there are really good for all inclusive. 
As the hotel is located on the beach you get this amazing breeze from the ocean. That is a must if you want to go tanning. The sun is so bright and it gets very hot over there!

Hóteldvölin gekk þó ekki alveg áfallalaust fyrir sig þar sem við lentum í smá vandræðum í byrjun þegar við vorum að tékka okkur inn. Það vildi svo nefnilega til að hótelið týndi bókuninni okkar og sagði að við hefðum örugglega afbókað áður en við komum! Það var ekki gaman að fá það í andlitið eftir ótrúlega langt ferðalag þar sem þreytan var algjörlega í hámarki. Við vorum þó með alla pappíra og bókunin enn gild í booking.com appinu svo við neituðum að taka það í mál. Eftir klukkutíma vesen og samræður við nokkra mismunandi starfsmenn fannst loksins bókunin (hah, sko ég sagði þeim það!) og þeir gátu tékkað okkur inn í herbergið okkar. Mikið lifandi sem við vorum fegin! Haha. 
Eftir þessi vandræði var þó restin af dvölinni algjör draumur og hvernig er aftur máltækið – ,,fall er fararheill“? 

The stay didn’t go off without a hitch though as we had a little trouble when we were checking in. The staff said that they couldn’t find our booking and that we had probably cancelled before we came! As if! Luckily we had proofs we had not done that and the booking was still confirmed. So after talking to few different persons at the hotel for more than an hour they finally found our booking. We were so relived when they were finally able to check us in that we were quick to be happy again. 
After this not so fun start the vacation things went really smoothly for the rest of the trip so we just laughed about this after. 

 


Fylgist með mér á Facebook á María Ósk: Blogg

0 athugasemdir

Skildu eftir athugasemd

Netfangið þitt mun ekki vera birt

 

Fylgdu okkur á


Follow