María Ósk

Mars er nú genginn í garð og lífið hérna úti gengur sinn vanagang. Ég trúi því varla að það séu nú þegar búnir tveir mánuðir af árinu. Áramótin voru fyrir svona viku síðan, ég sver… En já, það er ekki hægt að segja að þessir tveir mánuðir hafi verið viðburðaríkir. Þannig er það svo oft á veturna. Allt er svo dimmt og dagar og vikur renna saman í eitt. Núna er samt betur fer farið að birta til og veðrið orðið hlýrra. Ég vona að það verði til þess að hressist aðeins upp á bloggið hjá mér enda hefur hægst aðeins á því undanfarið. Ég kenni náttúrulega vetrinum alfarið um það.

I can’t believe it’s March already you guys. The new year was like a week ago or something… ? But yeah, I can’t say much has happened in these first months of the new year. In the winter it always seems to be slow and boring and I can’t wait for the weather to get better. The blog has suffered from a little winter blues but I am sure it will get more lively again with the spring!

DSC00479 copy

DSC00480 copy

DSC00475 copy

DSC00482 copy

DSC00481 copy

Í gær fékk JD langþráðan frídag þannig við ákváðum að skella okkur út að borða í hádeginu.  Það er ekki oft að við förum út að borða, enda elda ég heima nánast alla daga. Þar sem við búum í frekar litlum bæ ekki ekki mikið úrval af góðum veitingastöðum en þeir eru þó nokkrir góðir og meðal þeirra er Bella Italia sem við fórum á í gær. 
Eftir matinn skellti ég svo í nokkrar dress myndir sem koma inn fljótlega. Hlakka til að sýna ykkur. Heyrumst!

JD got a day off yesterday so we decided to go out for lunch. It’s not often that we go out to eat so it was a bit special for us. After lunch we popped out to take a few outfit photos. I can’t wait to share them with you!

mariaosk

Fylgið mér á Facebook til að missa aldrei af nýjum færslum!

0 athugasemdir

Skildu eftir athugasemd

Netfangið þitt mun ekki vera birt

 

Fylgdu okkur á


Follow