María Ósk

Dress: Neutral

//Færslan er ekki kostuð

Þetta dress hér er búið að vera go to dressið mitt síðustu mánuðina – ég gjörsamlega fæ ekki nóg af því! Því fannst mér tilvalið að deila því hérna með ykkur! 

Kápa: Hobbs // Trefill: Louis Vuitton // Peysa: Jigsaw // Buxur: Topshop // Taska: Gucci // Hanskar: M&S // Stígvél: Kaitlyn Pan 

Þetta er mjöglega full vetrarlegt fyrir sumarmánuðina en þar sem veðrið á Íslandi er ekki búið að vera gott undanfarið þá ákvað ég nú bara að deila því samt! 

 

Þið getið fylgt mér á facebook á HÉR til að missa aldrei af nýjum færslum!

Veitingastaður í London: Scott’s

//Færslan er ekki kostuð

Ef þið eruð að leita ykkur að góðum veitingastað í London þá mæli ég virkilega mikið með Scott’s. Scott’s er sjávarréttastaður á Mayfair svæðinu í London og er nokkuð fancy staður. Það er ekkert dress code en ég mæli með að mæta snyrtilega klæddur. Við pöntuðum grafinn lax í forrétt og svo sjávarréttaplatta í aðalrétt og síðan fékk ég með súkkulaðiköku og ís í eftirrétt. Nei sko þið trúið því ekki hvað þetta var gott! 

Ohh ég fæ bara vatn í munnin við að skoða myndirnar aftur… 

Þið getið fylgt mér á facebook á HÉR til að missa aldrei af nýjum færslum!

Dress: Dinner date

//Færslan er ekki kostuð

Er ekki annars kominn tími á dessfærslu? Það er víst komið mjög langt síðan síðast…

Blússa: Cleopatra, Selfossi // Jakki: Zara // Buxur: Cleopatra Selfossi // Skór: Timberland

Ég við meina að þetta sé algjörlega klassískt íslenskt dress. Svört frá toppi til táar!

Þið getið fylgt mér á facebook á HÉR til að missa aldrei af nýjum færslum!

Marriott Park Lane Hotel

//Færslan er ekki kostuð

Eins og ég sagði ykkur frá síðast þá vorum við í London fyrir ekkert svo löngu síðan og þá gistum við á London Marriott Hotel Park Lane.
Hótelherbergið var hreint út sagt ótrúlega fallegt og baðherbergið gæti ekki hafa verið svalara – allt út í marmara! Þetta er þó hótel í dýrari kanntinum og því ekki fyrir alla að gista þar lengi, en fyrir 1-3 daga er það fullkomið. Staðsetningin er líka æðisleg þar sem Marble Arch neðarjarðarlestarstöðin er þarna rétt hjá og sömuleiðis Oxford Street verslunargatan.
Spa-ið var líka virkilega kósý en við höfðum það reyndar algjörlega útaf fyrir okkur þegar við fórum svo mögulega spilar það inn í… 
En já, fyrir okkur var þetta þrusuflott hótel fyrir 1 nótt og við gætum ekki hafa verið sáttari með dvölina!

 

Þið getið fylgt mér á facebook á HÉR til að missa aldrei af nýjum færslum!

Helgi í London

Við JD áttum langa helgi fyrir ekkert svo löngu síðan svo við ákváðum að nýta tækifærið og fara til London yfir helgina og gista í 1 nótt. Við vorum ekkert með neitt sérstakt planað heldur ætluðum við bara að fara til að njóta. Við gistum á London Marriott Hotel Park Lane sem var ótrúlega krúttað kósý hótel rétt við Oxford Street – ég skal segja ykkur betur frá því næst. 

Við röltum um Oxford street, Covent Garden og Hyde Park og nutum þess bara að fara á góða veitingastaði og bara labba um og stoppa ef við sáum eitthvað sniðugt. Svo eyddum við alveg góðum tíma í Spa-inu á hótelinu líka. Rosa næs!

 

Þið getið fylgt mér á facebook á HÉR til að missa aldrei af nýjum færslum!

Dress: Phonebooth

//Færslan er ekki kostuð

Jæja, fyrsta bloggið á nýju ári. Það var nú ekki planið hjá mér að taka mánuð í pásu en eitthvernveginn endaði það nú samt þannig. Ég náði mér í tvær slæmar flensur með stuttu millibili og svo var skólinn að byrja aftur hjá mér með öllu sem því fylgir. Janúar er nú ekkert svo spennandi mánuður svo ég ætla að halda því fram að þið hafið ekki misst af miklu hjá mér. Eigum við ekki að segja að janúar hafi bara verið „trial mánuður“ og núna verður restin af árinu tekin með trompi 😉 

Skór: Zara // Buxur: Zara // Taska: Givenchy // Peysa: Zara // Hattur: Top-Shop // Jakki: Zara

 

Það er alveg nóg í gangi hjá mér næstu daga. Við JD ætlum að kíkja til London á morgun og ætlum að gista eina nótt. Síðan er ég að fara til Íslands eftir viku og mig hlakkar mjög til að sýna ykkur frá því öllu!

 

Endliega likeið María Ósk: Blogg á Facebook til að missa aldrei af nýjum færslum!

Isla Mujeres

Ég verð að segja það að einn af hápunktum síðasta sumars var klárlega dagsferðin sem við fórum í til Isla Mujeres frá Cancún. Ef ég hefði vitað meira um eyjuna áður en við fórum þá hefði ég klárlega valið að gista eina nótt þar og eyða meiri tíma á henni.
Isla Mujeres er semsagt lítil eyja rétt fyrir utan  Cancún og hún er alveg stútfull af hlutum til að skoða. Það er mjög vinsælt að leigja gólfbíl til að keyra um eyjuna og það er einmitt það sem við ákváðum að gera. Þar sem myndir segja meira en þúsund orð ætla ég bara að vera stuttorð og sýna ykkur myndir frá deginum okkar á eyjunni frekar en að segja ykkur frá því. 

I have to say that our day trip to Isla Mujeres was truly one of the highlights of our trip to Cancún this summer. If I had known more about the Island before we decided to go I would have probably booked a hotel for one night though. We rented a golf cart to drive around the Island and it was so much fun! I here are the photos from our day trip. 

Ef þið eruð að pæla í ferð til Cancún þá er Isla Mujeres eitthvað sem þið megið alls ekki sleppa. Þetta er klárlega eitt af því skemmtilegra sem við gerðum í ferðinni! 

If you are thinking about going to Cancún you absolutely have to take a day trip to Isla Mujeres. You have to do it!

The Cliffside, Punta Sur

Á eyjunni Isla Mujeres er Punta Sur, austasti partur Mexíkó. Við fundum þennan stað eiginlega bara fyrir algjöra tilviljun þegar við vorum að keyra um eyjuna að leita okkur að veitingastað fyrir hádegismat. Það er ekki alltaf sem maður rambar á staði með svona útsýni, en þarna vorum við heppin!

On the Isla Mujeres Island is the eastermost part of Mexico. We just randomly stumbled upon this place while we were looking a spot for lunch. It really was a pleasant surprise as you don’t always find places with views like this! 

BAE sundbolurinn


//Færslan er ekki kostuð

Ég verð eiginlega bara að sýna ykkur þennan geggjaða sundbol sem ég keypti fyrir Mexíkó ferðina okkar. Í byrjun þá keypti ég hann bara í hálfgerðu djóki – en svo notaði ég hann bara miklu meira en ég gerði ráð fyrir. Hann var svo ótrúlega klæðilegur og þægilegur. Ég er ekki frá því að hann hafi kveikt smá ást hjá mér á sundbolum, þar sem ég hef ekki notað bikiníið mitt mikið eftir þessa ferð.

I just have to show you this awesome swimsuit I bought for my Mexico trip. I kind of purchased it as a joke, but I ended up really liking it. It’s just so pretty and comfortable. Now I have kind of started to like swimsuits a lot more than bikinis. 

Sundbolurinn er frá New Look og kostaði mig ekki nema um 15 pund eða litlar 2100 krónur. Fyrir ykkur sem hafið áhuga á að kaupa þennan sundbol þá er hann af 50% afslætti hjá New Look núna. Þið finnið hann HÉR!

The swimsuit is from New Look and it only cost 15 pounds. If you are interested in buying it, then you’ll be happy to know it is on sale right now for 50% off. You can find it HERE!

Turtle farm

//Færslan er ekki kostuð

Ef þið finnið ykkur einhverntíma á lítilli eyju fyrir utan Cancún sem heitir Isla Mujeres mæli ég eindregið með því að þið kíkið á þetta litla skjaldböku verndarsvæði sem heitir Tortugranja. Ótrúlega krúttað svæði og fullkomin fyrir stutt stopp á leið um eyjuna. 

If you ever find yourself on a small Island outside Cancún named Isla Mujeres I highly recommend this small turtle sanctuary. Its a perfect short stop on your way around the island.

 

Fylgdu okkur á


Follow