Katrín

 

Dzień dobry!

Þá er ég búin að vera rúmlega viku í Póllandi. Mig langar til þess að skella inn smá örfærslu og segja ykkur frá því sem á daga mína hefur drifið hér í Polski eins og við kjósum að kalla það.

Það er ,,rise“ klukkan 04:45 alla virka morgna. Þá vippar maður sér fram úr rúminu, græjar sig og skellir sér niður í lobby. Þar pantar maður leigubíl nú eða tekur tramminn. Ég var reyndar að læra á tramminn fyrst í dag en mun koma til með að nota hann héðan í frá.

Ég er að vinna í H&M búð sem er staðsett í verslunarmiðstöðinni Arkadia. Ég er 5-7 mínútur að fara í vinnuna með leigubíl frá hótelinu mínu. Búðin mín er flaggskipið þeirra og akkurat núna eru þeir að vinna í því að stækka búðina alveg talsvert. Það er mjög gott fyrir mig því í þessari viku eða byrjun næstu koma 30 visuals sem verða allir að vinna í því að stilla búðinni aftur upp miðað við breytingarnar sem verið er að gera.

Ég hef ekki gert mikið annað en að vinna, borða og sofa og þess vegna hef ég ekki verið dugleg að taka myndir. En hér kemur nú samt eitthvað …….

Ég og Sunna sem er að vinna með mér sem Visual líka. Við erum í sömu búð og alltaf saman á vakt.

Fyrsta daginn minn í vinnunni fékk ég að stílisera gínurnar og smella í eitt glugga pós. Ótrúlega skemmtilegur dagur, þetta gat ekki byrjað betur.

Smá skyndiákvörðun að skella sér í tattoo nr. 3! En gæti ekki verið sáttari. Nokkrar stelpur í hópnum fundu þessa frábæru tattoo stofu og þá var ekki aftur snúið. Ég held að meiri hlutinn af okkur sé búinn að fá sér flúr hérna úti á þessari stofu. Eini strákurinn í hópnum gekk alla leið með þetta og skellti sér í eitt stórt sem tók minnir rúmlega 10 klst! Ef þú ert að fara til Póllands og ert í tattoo hugleiðingum mæli ég með Old Sailor Tattoo. Ég fékk mér setningu á hendina og borgað 11.200 kr ísl.

Þennan sama dag (laugardagur sem var frídagur) fórum við nokkrar í gamla bæinn sem er ekki langt frá hótelinu okkar. Við byrjuðum ferðina í 22 stiga hita og sól. Svo komu þrumur og eldingar og í kjölfarið grenjandi rigning. Það skiptust á skin og skúrir þennann daginn.

Halldóra dró mig inn í þessa fallegu antík búð þarna í gamla bænum. Búðin heitir Lapidarium og ég hefði geta þvælst þarna um allann daginn. Ég er nefnilega að safna saman hugmyndum í draugasögu sem mig langar að skrifa einhverntíman á næstu fimm árum og það er ekkert betra en að fá innblástur í antík búðum.

 

Ég er kannski ekki búin að vera sú duglegasta að taka myndir í þessari ferð en ég hef verið dugleg að snappa! Þannig að ef þú vilt fylgjast með ferðum mínum hér í Póllandi skaltu adda mér á snapp: katrinbelle.is


Katrín

  Þú finnur mig á Instagram , facebook & snapchat!
(katrinbelle.is)

0 athugasemdir

Skildu eftir athugasemd

Netfangið þitt mun ekki vera birt

 

Fylgdu okkur á


Follow