Katrín

Ertu búin að skemmta þér vel um helgina? Fjörið er ekki búið enda er sunnudagskvöldið oftast talið vera aðal kvöldið um verslunarmannahelgina.

Hér er samansafn af nokkrum þynnkubönum víðsvegar um heiminn!
(fann þessar upplýsingar á buzzfeed.com og tek ekki ábyrgð á að þær virki) 😉

England

Bretarnir kunna þetta! Enskur morgunverður eins og hann gerist bestur. Þeir vilja meina að þessi morgunmatur leggi línurnar fyrir daginn og þynnkan svífur á braut.

Pólland

Gúrkusafi eða (pickle juice) á víst að vera allra meina bót eftir drykkjukvöld. Inniheldur vinegar, vatn og sodium sem á að hjálpa til við að ,,vökva“ líkamann.

Ítalía

Ekkert kjaftæði á ferð hér á Ítalíu. Skelltu í þig tvöföldum espresso og þú ert í góðum málum!

Danmörk

Afréttarinn er vinsæll í Danmörku. Flestir hafa nú einhverntíman skellt í sig einum afréttara í útlilegu og við vitum að það virkar! En til langtíma? Nei eflaust ekki….

Bangladesh

Kókosvatnið góða lagar allt sem laga þarf. Fullt af góðum næringarefnum og hjálpar líkamanum að komast á rétt ról.

Suður Afríka

Ommuletta er þynnku lækning í Suður afríku. Stútfull af prótíni og fer vel í viðkvæma maga.

 

Nokkur ráð sem ég hef heyrt eða prófað sjálf í gegnum tíðina.

  1. After Party lyfin sem seld eru í Hagkaup. Tekur tvær áður en þú færð þér fyrsta drykk og tvær fyrir svefn.
  2. Borða feita máltíð áður en byrjað er að drekka eins og Pizzu eða hamborgara.
  3. Taktu eina lóritín fyrir svefn.
  4. Fyrir eitt vínglas skaltu drekka eitt vatnsglas.
  5. Fáðu þér feita máltíð eftir djammið.
  6. Þegar þú vaknar morguninn eftir skaltu fá þér hollann mat en ekki láta eftir ,,kreivings“ í subbumat.
  7. Geymdu tvær Treo á náttborðinu og skelltu þeim í þig um leið og þú vaknar.
  8. Sund á að vera allra meina bót.
  9. Passaðu uppá að borða á meðan þú ert að drekka. Fáðu þér millimál þó þú sért að tjútta.
  10. Ef þú hefur tök á því – sofðu þetta úr þér!

En eftir margra ára reynslu í útilegutjútti þá er bara eitt sem virkar ef maður ætlar að halda áfram…….. fáðu þér annann drykk og skemmtu þér súper vel!


Katrín

  Þú finnur mig á Instagram & facebook
(katrinbelle.is)

 

0 athugasemdir

Skildu eftir athugasemd

Netfangið þitt mun ekki vera birt

 

Fylgdu okkur á


Follow