Katrín

Sumardagurinn fyrsti er á fimmtudaginn! En samkvæmt veðurspánni fáum við því miður ekki sól og fuglasöng við þurfum að bíða aðeins lengur eftir því …….

Það er hefð hjá mörgum fjölskyldum að gefa börnum gjöf á sumardaginn fyrsta. Oftast eru þessar gjafir tengdar sumrinu og útiveru. Mér datt í hug að taka saman nokkrar hugmyndir að skemmtilegum gjöfum sem gætu slegið í gegn þetta árið.

Reiðhjól

Inná heimasíðunni hjá GAP eru mörg hjól í boði fyrir unga krakka sem eru að byrja og svo fyrir lengra komna. Barnahjólin eins og þessi hér fyrir ofan eru á 29.990 krónur. Hagkaup er líka að selja hjól sem eru merkt hvolpasveitinni og fleiri teiknimyndum á 27.990 krónur. Ég veit að mín stelpa er mjög spennt fyrir hjóli þetta árið.

Trampolín

Þetta er skemmtilegt fyrir alla fjölskylduna að mínu mati! Fæst í Húsasmiðjunni á 27.293 krónur. Þetta hefur verið vinsæl gjöf í gegnum árin og prýðir annahvern garð hér í Garðabænum allavega.

Tjald

Seinasta sumar var dóttir mín alveg æst í tjald. Ég held því að þessi gjöf væri alveg tilvalin! Fæst í Húsasmiðjunni á 4.990 krónur.

Hoppuboltar

350_0mFTaVuecJ

Hver man ekki eftir þessu tryllitæki? Fæst í vefverslun Krumma HÉR á 3.990 krónur. Fæst líka í Hagkaup.

Barnasundlaug

29

 

 

 

 

 

 

 

Þegar sólin fer að láta sjá sig er ekkert skemmtilegra en að busla í sundlauginni úti í garði. Fæst í Hagkaup á 3.990 krónur. Sundlaugin er til í mismunandi stærðum og gerðum.

Sápukúlu byssa

956296

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Fæst í Hagkaup á 799 krónur. Sniðugt að taka eitthvað jafn ,,basic´´ og sápukúlur og gera það flippað! Skemmtileg gjöf á góðu verði.

Krokketsett fyrir 4

3704400

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Eitthvað sem fjölskyldan getur gert saman úti í garði eða í sumarbústaðnum. Fæst í Rúmfatalagernum á 1.747 krónur.

 

En sumardagsgjöfin þarf ekkert endilega að snúast um útiveru. Hér eru fleiri hugmyndir!

 

Hvolpasveita sundpoki

46080-hvolpasveit-sundpoki

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Það að fara í sund saman er æðisleg afþreying fyrir alla fjölskylduna. Það er sport að eiga sinn eigin sundpoka. Fæst hjá Heimkaup á 1.690 krónur.

Trolls taska með hárskrauti

972179

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Stelpan mín sem er að verða 4 ára er alveg æst í allt sem tengist Trolls. Ég veit að þetta myndi gleðja. Fæst í hagkaup á 899 krónur.

3D sjónauki

871125292427

Mér finnst þetta meira að segja skemmtilegt enþá! Fæst í Rúmfatalagernum á 357 krónur.

Vonum svo bara að það fari nú að hlýna í veðri og sólin láti sjá sig. Ég er sko alveg tilbúin að fá sumar takk fyrir 🙂


Katrín

  Þú finnur mig á Instagram , facebook & snapchat!
(katrinbelle.is)

0 athugasemdir

Skildu eftir athugasemd

Netfangið þitt mun ekki vera birt

 

Fylgdu okkur á


Follow