Katrín

Ég ætla að vera hreinskilin við ykkur. Það er bara hörku vinna að ferðast með einn 11 mánaða sem er að taka tennur og eina 4 ára orkusprengju! En á sama tíma og þetta er krefjandi þá er líka hörku stuð hjá okkur – aldrei dauð stund nema þegar við sofum. Jájá kæru lesendur svona virka frí með ung börn 😉 

Í gær fórum við í dýragarðinn Terra Natura á Benidorm og svo í verslunarferð fram eftir kvöldi í La Marina Centro Comercial. Ótrúleg upplifun fyrir krakkana að skoða dýrin og var þetta mjög vel heppnaður dagur að mati allra. 

Í dag var keyrt til Alicante og skoðað Explanada de Espana sem er æðisleg gata sem liggur meðfram ströndinni. Fullt af veitingastöðum og mörkuðum sem gaman er að skoða. En hitinn fór í 34 gráður sem var alltof mikið þannig að við forðuðum okkur um kl. 16:00 og auðvitað beint heim á hótel í sund! Eða svona næstum því, við týndum bílnum og vorum mjög lengi að finna hann aftur! En það hafðist á endanum svona korter í meltdown!

Nú eigum við viku eftir og við ætlum að nýta hana vel! ?


Katrín

Þú finnur mig á Instagram & facebook
(katrinbelle.is)

 

0 athugasemdir

Skildu eftir athugasemd

Netfangið þitt mun ekki vera birt

 

Fylgdu okkur á


Follow