Katrín

Ég er ótrúlega spennt fyrir samstarfsverkefni H&M við tískuhúsið ERDEM!

Á hverju ári kynnir H&M nýtt samstarf og ERDEM er því að fetja í fótspor tískurisanna Kenzo, Balmain og Alexander Wang.

Erdem Moralioglu hönnuður línunar er helst þekktur fyrir rómantískar flíkur og blómamynstur sem heldur áfram að vera vinsælt trend í vetur.

Undirrituð getur ekki beðið eftir að líta þessa dásemd augum en fatalínan fer í sölu þann 2. nóvember í H&M Smáralind kl. 11:00.

Fyrstu myndir voru birtar í lok síðustu viku og ég tók saman nokkur uppáhalds lúkk sem mig langar að deila með ykkur.
Svona eftir á að hyggja þá var allt í uppáhaldi hjá mér!

Ég elska rómantíkina, blúndurnar og smáatriðin.

Hlakka til að næla mér í fallega hönnun!


Katrín

  Þú finnur mig á Instagram & facebook

 

0 athugasemdir

Skildu eftir athugasemd

Netfangið þitt mun ekki vera birt

 

Fylgdu okkur á


Follow