Katrín

Ef þú vilt kaupa gæða bleiur á góðu verði og láta gott af þér leiða á sama tíma skaltu halda áfram að lesa!

Pampers ætlar í átak í samvinnu við íslenska stórmarkaði með það markmið að safna allt að 1,5 milljón króna til styrktar Líf, sem er styrktarfélag Kvennadeildar Landspítalans. Við sem eigum börn þekkjum að sjálfsögðu Kvennadeildina og Sængurleguna vel og vitum hversu mikilvægt það er að hafa góðann aðbúnað til staðar frá byrjun meðgöngu til enda.

Líf heitir á landsmenn að sýna hug sinni í verki til íslenskra kvenna og fjölskyldna þeirra. Þjóðin hefur oft á tíðum sýnt samtakamátt sinn í þjóðþrifaverkum – þannig var kvennadeildin byggð á sínum tíma. Nú tökum við höndum saman á ný og reisum öfluga miðstöð fæðinga og kvenlækninga……
(tekið af heimasíðu Styrktarfélagsins www.gefdulif.is/safnanir)

Í október og nóvember renna 250 kr. af hverjum Pampers bleiupakka sem keyptir eru í þessum helstu stórmörkuðum eins og Bónus, Krónunni og Nettó beint til Líf. Verðið á bleium mun ekki breytast á meðan á átakinu stendur, þannig að þetta er enginn extra kostnaður fyrir þig!

Átakið nær til allra gerða og stærða af Pampers bleium. Það má einnig taka það fram að verð á algengustu stærðunum í Bónus og Krónunni er yfirleitta það sama pr. stk eða heldur lægra en það er í Costco. Eitt stk. af Pampers Baby Dry bleiu í Mega Pack í Costco kostar 19 kr – Í Bónus kostar sama stærð í Jumbo pakka 16 kr (færri í pakkanum).

Það verða límmiðar á Pampers bleiupökkunum sem minna þig á átakið!

Við viljum hafa Kvennadeildina okkar í toppstandi og við viljum að hún sé búin nýjustu tækni og tólum. Þetta skiptir okkur öll máli og þess vegna hvet ég þig til að leggja þitt að mörkum og kaupa Pampers í næstu verslunarferð.

Ég sjálf hef notað þessar bleiur á bæði börnin mín og mæli 100% með þeim! 

 

Kíkið endilega á Facebook síðu félagsins HÉR.

 


Katrín

  Þú finnur mig á Instagram & facebook

0 athugasemdir

Skildu eftir athugasemd

Netfangið þitt mun ekki vera birt

 

Fylgdu okkur á


Follow