Katrín

Ég og kærastinn minn keyptum okkur einbýlishús í Garðabæ árið 2016. Þetta var þriðja fasteignin okkar og líka sú stærsta. Þegar við fluttum inn þá áttum við ekki næstum því nægilega stóra búslóð til að gera heimilislegt í kringum okkur. Þáverandi húsgögn voru meira og minna eitthvað sem við höfðum keypt í Ikea, Góða hirðinum eða fengið gefins frá fjölskyldu. Engin húsgögn voru í sama stíl.

Hægt og rólega, herbergi fyrir herbergi erum við að taka búslóðina í gegn. Safna fyrir hlutum sem okkur finnst vera fallegir.

Barnaherbergið hans Alexanders er hinsvegar aðeins búið að sitja á hakanum (enda er hann bara 1 árs og veit ekki einu sinni að hann á herbergi). En mér finnst vera komin tími á að gera aðeins huggulegra í kringum hann.

Ég laumaðist inn á Hjarn.is (þegar ég átti að vera að læra) og tíndi saman nokkra hluti sem mig langar til að eignast í herbergið hans Alexanders.

Kerru-karfa á hjólum… þessi er súper krúttleg! Lítil börn elska að tína saman dót og þvælast með það útum allar trissur. Svo er hún svo falleg fyrir augað.

Joseph Bunny Lamp – verð að eignast hann! Svo fallegur inn í barnaherbergið.

Þessi Panda karfa er algjör klassík!

Kannski ekki inn í barnaherbergið en þó barnatengt. Sonur minn þolir ekki að láta þurrka sér um munninn en mögulega með þessum sætu þvottapokum!

Sleepy Mause rúmfötin eru sjúklega sæt!

Falleg hilla sem tæki sig vel út í barnaherberginu.

Ananasinn er fallegur. Keypti einn slíkann fyrir son minn í Primark sem lýsir. Hann er agalega hrifinn af honum! Vær líka til í þennann samt 😉

Þessi kanínu herramaður mætti sko alveg koma heim með mér. Tæki sig vel út hjá Alexander.

    Þessi væri fallegur fyrir ofan rúmið.

Nokkuð viss um að Alexander myndi krútta yfir sig með þessa!

 

Læt þetta duga í bili. Leyfi ykkur svo kannski að fylgjast með breytingum hér heima.


Katrín

  Þú finnur mig á Instagram & facebook (katrinbelle.is)

 

 

0 athugasemdir

Skildu eftir athugasemd

Netfangið þitt mun ekki vera birt

 

Fylgdu okkur á


Follow