Katrín

 

Þá held ég til Póllands á morgun í annað skiptið…….

Eins og kannski fjölskylda og vinir vita þá er ég mjög íhaldssöm þegar kemur að mat og ég fer í algjöran mínus þegar ég fæ ekki þann mat sem ég er vön. Ég er frekar matvönd, borða ekkert kjöt – nema einstaka sinnum kjúkling og kýs heldur grænmeti og fisk. Ég er vön að borða alltaf á tveggja tíma fresti og eftir klukkunni, oftast lítur dagurinn minn svona út:

07:00 – Morgunmatur
10:00 – Millimál
12:00 – Hádegismatur
14:00 – Millimál
16:30 – Millimál
18:30 – Kvöldmatur
Kvöldsnarl ef ég er svöng (ávöxt eða casein prótein).

Tek það fram að þetta eru bara mínar venjur sem ég hef tileinkað mér. Þegar ég fer í frí til útlanda þá reyni ég alltaf að velja hollari kostinn en ég er alls ekki að neita mér um það sem sem mig langar í,  súkkulaði, pizzur og o.s.frv.

En núna er ég ekki að fara í frí, ég mun vera þarna í 3 og 1/2 viku. Ég veit að ef ég passa ekki uppá mataræðið í svona langan tíma þá fer allt í steik! Þannig að ég ákvað að taka með mér fullt af nesti, því það tekur mann alltaf svolítin tíma að ná áttum á nýjum stöðum og þanga til að ég er búin að finna út hvaða jógúrt er best og hvaða hafrar eru í boði þarna úti þá á ég byrgðir uppi á herbergi.

Nestið mitt að þessu sinni er:

30 gr af höfrum með kanil (13 litlir pokar)
4 prótein stykki
2 pokar af rúsínum
3 pokar af cheerios
1 minna mál kex
1 poki múslí
1 poki döðlur
Margir hafraklattar

Processed with VSCO with hb1 preset

Síðan tek ég með mér þrjár hleðslur, hnetusmjör og nestisbox til að geta mixað graut uppi á herbergi sjálf eða á ferðinni.
Þetta allt saman eru sirka 2 kg.

Seinast var ég ekki nógu vel undirbúin. Varð alltof svöng því ég borðaði svo óreglulega og sóttist þá í snakk og óhollustu. Einn dagurinn minn einkenndist af Mcdonald´s kjúklingaborgara og Cheetos í kvöldsnarl….

En svo er annað sem ég vil taka fram í þessari færslu! Hlutir sem maður gleymir oft að taka með sér til útlanda en eru alveg ótrúlega nauðsynlegir. Auðvitað getur maður alltaf stokkið í búð og reddað sér, en það er líka gott að þurfa þess ekki og skipuleggja sig fyrirfram.

Hér eru nokkrar uppástungur en alls ekki tæmandi listi:
 1. Naglaklippur eða naglaþjöl.
  Fyrsta daginn minn í Póllandi braut ég nögl alveg hræðilega illa en hún datt aldrei almennilega af! Hún bara hékk þarna á og það var svo hrikalega sárt og óþolandi. Hefði ég verið til í að vera með tæki og tól til að fixa þetta strax? Ójá!
 2. After Med munnangurs gel
  Já, ég fékk líka munnangur og það var óþolandi á sama tíma og nöglin var brotin!
 3. Þurrshampó
 4. Ashington
  (ekkert jafn ljótt og naglalakk hálf farið af)
 5. Makeup remover wipes
 6. Brúnkukrem
  (ef þú ert vön/anur að nota slíkt.
 7. Nesti í flugvélina.
 8. Lítin sótthreinsi
 9. Tannþráð
 10. Rakvél
 11. Bómul
 12. Eyrnapinna
 13. Brjóstsviðatöflur
 14. Paratabs
 15. Varaskrúbb
 16. Plokkara
 17. Æfingateygjur

Svo að sjálfsögðu vil ég hvetja ykkur til að fylgjast með snappinu mínu (katrinbelle.is) en þar mun ég leyfa ykkur að fylgjast með ferlinu þarna úti.

 


Katrín

  Þú finnur mig á Instagram , facebook & snapchat!
(katrinbelle.is)

 

0 athugasemdir

Skildu eftir athugasemd

Netfangið þitt mun ekki vera birt

 

Fylgdu okkur á


Follow