Katrín

Mér fannst tilvalið að panta tíma í fjölskyldumyndatöku fyrir jólin enda einn fjölskyldumeðlimur búinn að bætast við síðan seinast. Ég hafði heyrt góða hluti um Eirík Inga og hafði því samband við hann. Við vorum aðalega að hugsa um systkinamyndatöku og kannski eina af okkur öllum.

Þegar maður fer í myndatöku með eina 4 ára og annan 15 mánaða getur allt gerst! Börnin mín eru bæði súper feimin og hafa ekki mikið álit á ókunnugum. Ég krossaði putta og vonaði það besta.

Eiríkur Ingi er með æðislega aðstöðu í Grafarvoginum. Hann tók á móti okkur á slaginu 10 og bauð okkur velkomin. Andrúmsloftið var áreynslulaust en krakkarnir voru varkár og ætluðu ekki að láta plata sig út í neitt. Ég get hinsvegar sagt ykkur það að Eiríkur Ingi er einn mesti fagmaður sem ég hef hitt. Hann gaf sér góðan tíma til að tala við krakkana, grínast, hlæja, brosa og leika. Á augabragði var hann búinn að vinna sér inn traust þeirra og þau farin að njóta sín í studio-inu. Mér þótti ótrúlega vænt um að sjá hversu hlýlegur hann var við þau sem gerði það að verkum að ég slakaði á og gat notið mín betur. Við mömmurnar eigum til með að stressast upp við svona tilefni, þið hljótið að þekkja það sumar.

Ég er ótrúlega ánægð með myndirnar og valið var erfitt. Innifalið í verði voru 5 myndir, en við keyptum 4 auka. Mögulega mun ég bæta við fleirum seinna meir.

Ég brosi hringinn þegar ég horfi á þessar myndir. Ég leyfði Írisi Rut að velja fötin sín sjálf vegna þess að þannig líður henni best og svo ákvað ég að hafa Alexander bara kósý. Mér finnst algjör óþarfi að flækja myndatökur með einhverjum smáatriðum. Börn eru börn og þannig eiga þau að vera.

Ég mæli 100% með Eiríki Inga og mun klárlega fara til hans aftur. Hann er með FB síðu sem þið getið séð HÉR en ég pantaði tíma í gegnum hana. Hann er líka með vefsíðuna Eirikuringi.is .

//Færslan er ekki kostuð
//Færslan er ekki samstarf


Katrín Bjarka
Fylgdu mér á Instagram @katrin.bjarka

0 athugasemdir

Skildu eftir athugasemd

Netfangið þitt mun ekki vera birt

 

Fylgdu okkur á


Follow