Katrín

Á svona blautum mánudagsmorgni er ekkert betra en að skella sér á æfingu og setjast svo í stólinn hjá fagmanni í smá dekur.

Við Elvar Logi á Kompaníinu byrjuðum Mission Blonde fyrir 5 vikum síðan. Þið sem misstuð af þeirri færslu getið skoðað hana HÉR.  Þar skrifa ég um afhverju ég ákvað að breyta til og ástæðuna fyrir því að Kompaníið er í uppáhaldi.

Í dag var komið að session-i 2!

Elvar Logi hefur frjálsar hendur í þessu ferðalagi og síðast vildi hann einblína á það að lýsa endana sem mest. Þannig að við héldum okkur í dökkri rót og lýstum svo endana með balayage aðferð.

Núna byrjaði hann á að lýsa upp rótina. Strípaði síðan allt hárið og setti aflitun í endana sem voru eftir með balayage aðferðinni. Þetta var síðan skolað úr og tóner settur yfir allt.

Ég er þvílkt ánægð með útkomuna – sjáðu myndirnar!!

FYRIR OG EFTIR (frá byrjun)

Við Elvar vorum sammála um það að endarnir séu orðnir eins ljósir og þeir mega verða. Húðtónninn minn er ,golden“ og hlýr, þar af leiðandi klæða hlýjir tónar mig betur heldur en kaldir. Ég er semsagt ekki að fara að rokka hvítt gráleitt hár eins og hefur verið svo áberandi undafarið enda var það svosem aldrei planið.

Það skiptir svo miklu máli að velja lit sem hentar ÞÉR vel og dregur fram það besta í ÞÍNU fari. Og það sem skiptir enn meira máli er að hafa fagmann sér við hlið sem leiðbeinir þér í litavali og leiðir þig á rétta braut.

Hvað gerum við næst? Það kemur í ljós, líklega höldum við áfram að lýsa og þá aðalega hárið að ofan, nær rótinni. En núna ætla ég að byrja á því að venjast þessari breytingu og framhaldið kemur síðan í ljós.

Ef þig langar að breyta til og ert ekki búin að finna þessa einu réttu hárgreiðslustofu, þá mæli ég með að þú prófir Kompaníið í Turninum Kópavogi.

Þar verður tekið vel á móti þér 🙂


Katrín

  Þú finnur mig á Instagram & facebook
(katrinbelle.is)

 

0 athugasemdir

Skildu eftir athugasemd

Netfangið þitt mun ekki vera birt

 

Fylgdu okkur á


Follow