Katrín

 

Mig langar að segja ykkur frá uppáhalds naglalakkinu mínu sem endist og endist!

Processed with VSCO with hb1 preset

vorurnar_eru_i_einkaeiguStundum þegar ég er þreytt og úfin eftir langa viku þá langar mig að gera vel við sjálfan mig. Hvað er betra en að skella á sig nýju naglalakki til að láta manni líða ,,fabulous“? En því miður þá virðist ég vera algjör naglalakka böðull. Þó að ég kaupi mér rándýrt og vandað naglalakk og vanda mig eins og ég get að setja þá á, og smelli glæru ofan á litinn til að hann haldist nú alveg örugglega lengur þá er það byrjað að flagna af næsta dag. Það er líka  gefið mál að allavega ein nög klessist eitthvað á fyrsta klukkutímanum. Ég veit ekki alveg afhverju þetta er ……. en útaf þessu þá hef ég ekki nennt þessu.

Ég ákvað síðan að eiga dekur kvöld með dóttur minni um daginn. Við fórum saman í Hagkaup og ætluðum að splæsa á okkur lakki  (btw. þetta var hennar hugmynd hún elskar naglalökk). Ég stóð þarna eins og illa gerður hlutur inn í hagkaup í kringum öll naglalökkin á meðan þessi fjögurra ára spígsporaði útum allt eins og hún ætti staðinn.

En svo sá ég eitthvað sem greip athygli mína – Miracle gel frá Sally Hansen!! Eftir að hafa lesið aðeins um þau splæsti ég í tvo liti og Top Coat. En þessi lökk virka þannig:

  1. Setur tvö lög af Miracle Gel litnum og lætur þorna í 5 mínútur. Ég nota að vísu rapidry frá O.P.I sem lætur lakkið þorna strax.
  2. Næst seturðu eitt lag af Miracle Gel top coat sem er í rauninni gelið sem verndar litin undir.

Ég er búin að prófa báða litina mína og ég er ástfangin. Lakkið helst á alveg óskaddað í rúmlega viku sem mér finnst alveg nokkuð gott! Það er heldur ekki hægt að kroppa lakkið af því það er verndað með gelinu sem er sett ofan á.

Ég er alveg súper sátt með þessi kaup og mæli klárlega með þessu fyrir uppteknar mæður sem vilja gera vel við sig og eins alla naglalakka böðla sem vilja gefa lituðum nöglum annan séns 😉

 


Katrín

  Þú finnur mig á Instagram , facebook & snapchat!
(katrinbelle.is)

0 athugasemdir

Skildu eftir athugasemd

Netfangið þitt mun ekki vera birt

 

Fylgdu okkur á


Follow