Katrín

Ég fékk þá skyndiákvörðun í vikunni að hressa aðeins uppá neglurnar mínar. Ég hef alltaf verið með frekar þunnar neglur, sem að brotna auðveldlega. Ég vissi að ég væri ansi bjartsýn að fá tíma hjá naglafræðing svona korter í jól, en það hafðist!

Ég hafði samband við Naglameistarann í Hfn og það vildi svo til að ein hafði afbókað sig þannig að ég komst að.

Naglafræðingurinn sem ég fór til heitir Andrea og hún gerir acryl neglur, sem var akkurat það sem ég vildi. Á jólunum verða rauðir tónar oftast fyrir valinu en ég ákvað að fara í aðeins bleikari lit sem mér fannst henta mér betur, hann heitir Wanna Dance og er nr. 46.

Svo fékk ég mér glimmer á baugfingurinn svona til þess að poppa þetta aðeins upp. Ég er svo ótrúlega sátt með útkomuna!

Ég mæli klárlega með Andreu hjá Naglameistaranum, ég er allavega búin að panta mér tíma í lagfæringu eftir 4 vikur. Annars voru þær nokkrar að vinna þarna og ég sá ekki betur en að þær væru allar ótrulega flinkar í þessu fagi.

Það þarf ekki mikið til að gleðja 🙂


Katrín Bjarka
Fylgdu mér á Instagram @katrin.bjarka

 

0 athugasemdir

Skildu eftir athugasemd

Netfangið þitt mun ekki vera birt

 

Fylgdu okkur á


Follow