Katrín

Instagram er uppáhalds og ég vinn ótrúlega mikið með þann miðil. Þar pósta ég myndum reglulega og deili með ykkur einhverju skemmtilegu og áhugaverðu á Instastory daglega. Afhverju er ég að þessu? Til að fá útrás fyrir sköpunargleðina. Ég er menntuð í kvikmyndagerð og leiklist og hef óstjórnlega þörf til að skapa og segja frá.

Við sem erum virk á Insta vitum að á bakvið eina góða mynd sem við deilum með fylgjendum eru að minnsta kosti 30 vondar, ef ekki 100. En þær sýnum við engum.

Mér finnst við ættum að breyta því…. sýnum allt þetta fyndna líka. Hættum að reyna að vera fullkomin eða eins og aðrir vilja að við séum og hlæjum aðeins meira.

Ég hafði mjög gaman að því að fara í gegnum þessar myndir. Myndirnar sem engin hefur fengið að sjá en eru algjörir gullmolar hver og ein!

Framveigis verður þetta fastur liður hér á blogginu ….

HEIT KAKÓ HEIMA
Heitt kakó heima, á köldu vetrarkvöldi.

INSTAGRAM = HOT CHOCOLATE TIME


PAMPERSHERFERÐ
Við stóðum okkur vel á öllum 100 myndunum sem teknar voru.

 INSTAGRAM = HOW CUTE IS MY HANDSOME LITTLE GUY


FYRSTA KLIPPINGIN
Nýkomin úr klippingu sæt og fín. Þess má geta að Íris Rut klippti sjálf bút úr toppnum sínum tveimur tímum eftir að þessi mynd var tekin.

INSTAGRAM = FIRST HAIRCUT TODAY! THEY DID AMAZING…PICS ON MY BLOG.


SERÍUSTELPAN
Við Íris Rut vorum að skreyta. Ég bað hana um að pósa með seríuna.

INSTAGRAM = MY CHRISTMAS GIRL


Myndasyrpan
Að lokum ætla ég að deila með ykkur myndasyrpunni sem ýtti mér útí þetta blogg. Hér ætlaði ég að reyna að taka fallega mynd af mér með krökkunum. Í staðin fyrir að deila hinni fullkomnu mynd á Instagram þá setti ég þessa syrpu í Story hjá mér og hló.

  

INSTAGRAM = LET YOUR KIDS BE THEMSELVES AND JUST WATCH…….


Katrín Bjarka
Fylgdu mér á Instagram @katrin.bjarka

 

0 athugasemdir

Skildu eftir athugasemd

Netfangið þitt mun ekki vera birt

 

Fylgdu okkur á


Follow