Katrín

 

H&M ævintýrið hefst eftir viku!

Það er svo stutt síðan ég hugsaði með mér ,,okey það eru alveg 5 vikur í að ég fari út, ég hef nægan tíma til að undirbúa mig“! En eins og þið vitið þá líður tíminn alltof hratt og núna er aðeins vika í að ég setjist upp í flugvél og fljúgi til Póllands en þar mun ég búa næstu 8 vikurnar, alein. Ég hef aldrei komið til Póllands og ég hef aldrei verið frá manninum mínum og börnum í svona langan tíma. Ég held ég hafi bara aldrei farið jafn langt út fyrir þægindarammann á mínum 28 árum……

En að sjálfsögðu verð ég ekki alein. Við erum 23 allt í allt og þar af eru tveir verslunarstjórar og ein ,,store controller“ en þær fóru út í lok mars, tólf deildarstjórar sem fara út í dag 3. apríl  og 8 útstillingarhönnuðir (þar á meðal ég) sem fara út 10 apríl. Seinna verður okkur síðan skipt í tvo hópa – annar hópurinn mun starfa í H&M í Smáralindinni sem opnar í lok ágúst og hinn mun starfa í Kringlunni sem opnar örlítið seinna. Saman munum við þó hjálpast að við opnun H&M í Smáralindinni og ég get lofað ykkur því að það verður eitthvað sem þú vilt ekki missa af!

Það er búið að raða okkur niður á H&M búðir þarna í Varsjá (þær eru margar) og síðan er búið að para okkur saman við pólska H&M starfsmenn sem munu koma okkur inn í starfið. 

Við íslendingarnir erum öll saman á hóteli sem er ótrúlega gaman og gerir það að verkum að það er alveg pottþétt einhver í fríi á sama tíma og þú þannig að maður hefur félagsskap á frídögum. Við erum búnar að plana alveg helling sem við ætlum að skoða og gera á meðan við erum þarna, enda er Varsjá alveg mögnuð borg og ekki skemmir fyrir hversu ódýr hún er!

Það er svo margt sem mig langar til að deila með ykkur meira.Þess vegna hef ég ákveðið að opna snapp sem verður tileinkað þessu ferðalagi og öllu því sem ég mun koma til með að blogga um hér á belle.is!

Ef þú hefur áhuga á tísku, foreldralífi, ferðalögum, heilsurækt, uppskriftum, bókum og öðru sem ég fjalla um hér á belle.is skaltu endilega adda mér á snapp!

Þú finnur mig á Snapchat undir nafninu katrinbelle.is

Ég verð áfram með mitt prívat snapp en auðvitað hvet ég alla vini mína sem vilja fylgjast með mér þarna úti að adda þessu nýja snappi líka 😉


Katrín

  Þú finnur mig á Instagram , facebook & snapchat!
(katrinbelle.is)

 

0 athugasemdir

Skildu eftir athugasemd

Netfangið þitt mun ekki vera birt

 

Fylgdu okkur á


Follow