Katrín

Ó, elsku Spánn sem stendur alltaf fyrir sínu!

Hér skín sólin á okkur og hiti er í kringum 30 gráðurnar. Fyrsti dagurinn fór í það að skoða svæðið í kringum okkur, busla í sundlauginni og borða góðann mat. Svo var farið snemma að sofa enda allir svolítið laskaðir eftir flugið nóttina áður.

Hótelið okkar er glæsilegt að mestu leiti (maður hefur vissar væntingar á fjögra stjörnu hóteli) ég væri t.d. alveg til í að hafa betra Wifi því þá væri ég löngu búin að skella í færslu 😉 En við erum búin að hitta fullt af íslendingum og staðurinn er ótrúlega barnvænn sem er það sem við vorum helst að leitast eftir. 

Frá og með deginum í dag erum við með bílaleigubíl sem gefur okkur færi á að skoða aðeins meira. Við keyrðum til Altea í dag en það var alltof heitt fyrir göngutúr um bæinn! Það var því skellt sér beint í sundlaugina þegar við snérum heim á hótelið. 

Við erum allavega alveg að njóta í botn og ætlum í dýragarðinn á morgun að ósk Írisar Rutar. 

 


Katrín

  Þú finnur mig á Instagram & facebook
(katrinbelle.is)

 


 

0 athugasemdir

Skildu eftir athugasemd

Netfangið þitt mun ekki vera birt

 

Fylgdu okkur á


Follow