Katrín

Ég lyfti 5-6x í viku og nota fæðubótarefni samhliða hollu og góðu mataræði. Það skiptir mig ótrúlega miklu máli að vera í góðu formi því þá líður mér betur andlega og líkamlega. Svo er þetta líka svo ótrúlega skemmtilegt þegar maður fer að sjá árangur.

Í þessari færslu langar mig að deila með ykkur fæðubótarefnum sem ég nota frá Lean Body. Þetta eru vörur sem ég keypti mér sjálf, ég fékk þær ekki gefins. Ég er bara ánægð með kaupin og þess vegna langar mig að segja ykkur frá 🙂 Ég sá á facebook að það var afsláttur í gangi þannig að ég skellti mér inná síðuna hjá þeim og pantaði mér þrjár vörur.

 

 

SKINNY BUGS FRÁ LEAN BODY

Ég keypti mér þetta í byrjun október og hef tekið eina töflu á hverjum morgni með 500 ml af vatni. Skinny Bugs stuðlar að jafvægi á sýrustigi í meltingarveginum og hefur þar að leiðandi mjög góð áhrif á meltinguna. Skinny Bugs inniheldur yfir 57 billjónir gerla sem meltingakerfi líkamans þarfnast til að geta blómstrað og þar með stuðlað að þyngdartapi.
Þetta eru tuggutöflur með jarðaberjabragði sem er tekin inn daglega. Hún kemur jafnvægi á meltinguna, hjálpar til við þyngdartap og styrkir ónæmiskerfið.

Mín upplifun:
Þetta er vara sem ég myndi kaupa aftur. Ég hef alltaf verið með eitthvað magavesen en eftir að ég byrjaði á þessum töflum hefur það minnkað verulega. Ég hef prófað ýmislegt í gegnum tíðina en þetta er nýja uppáhalds. Svo er þetta líka svo gott á bragðið! Mér sýnist þetta ennþá vera á tilboði – 3192 kr. Fæst HÉR.

 

ANTI-BLOAT FRÁ LEAN BODY 

Aðeins 100% náttúruleg hráefni eru í Anti Bloat formúlunni frá Jamie Eason. Anti Bloat dregur verulega út uppþemdum maga, hefur afeitrunar áhrif (detox). Hreinsar meltingarfærin og ristilinn, ásamt því að vera vatnslosandi.
Triphala er virka innihaldsefnið í Anti Bloat, triphala er í raun þrír ávextir – Amalaki, Bibhitaki og Haritak. Hver þessara ávaxta er áhrifaríkur á sinn hátt en rannsóknir hafa sýnt að þeir vinni mjög vel saman séu þeir í einni og sömu blöndunni.

Anti Bloat:
– inniheldur einnig Ginger, Dandelion Root Extract og C-vítamín
– styður við þyngdartap
– virkar sem náttúrulegt detox
– bætir orku
– dregur úr loftsöfnun
– bætir meltinguna
– dregur úr umfram vatnssöfnun

Mín upplifun
Okey þetta er vara sem ég elska og mæli með fyrir alla sem díla við þetta leiðindar vandamál! Ég er alltaf bloated…ALLTAF! Það er mjög algengur fylgikvilli vefjagigtar veit ég sem ég greindist með fyrr á árinu. Heilshugar get ég sagt ykkur að þetta er það besta sem ég hef prófað. Ég varð ekki einu sinni bloated á meðan ég var á blæðingum eftir að ég fór að taka þetta inn! Undur og stórmerki. Þetta er líka ennþá á tilboði 3192 kr. Fæst HÉR.

HICA-MAX frá LABRADA

Hica Max er kraftmikið, hormónafrítt og náttúrurlegt efni sem styður við vöðvavöxt hraðar en áður þekkist. Hica Max eru tuggutöflur með ávaxtabragði.

Taktu Hica Max og árangurinn verður ótrúlegur.

500mg HICA (Leucic Acid) í skammtinum. Hjálpar vöðvunum gríðalega að jafna sig á milli æfinga sem gerir þér kleift að æfa oftar af meiri krafti.

Mín upplifun
Ég tek inn lyf daglega sem gera það að verkum að ég á mjög erfitt með að bæta á mig vöðvum! Og þar sem ég hef engan áhuga á að vera einhver mjóna þá ákvað ég að prófa þetta. Ég er loksins byrjuð að sjá móta fyrir ágætis vöðvum og ég vil meina að þetta sé að hjálpa til. Ég jafna mig fyrr eftir æfinguna og get því tekur betur á því. Köllum þetta kryddið ofaná steikina. Þetta kostar 6990 kr. Fæst HÉR.

Þetta eru þrír nýjir meðlimir sem bættust við í fæðubótarfjölskylduna mína. Ætla svo að taka fyrir prótein og vítamín í sér færslu. Ég elska að finna nýja og sniðuga hluti sem bæta heilsuna!

Ár síðan ég átti Alexander og ég er bara þrusu sátt með formið. Þegar maður er ræktardurgur þá er alltaf eitthvað sem maður vill breyta og bæta, en það er nauðsynlegt að hafa gaman að því og njóta ferðalagsins!


Katrín

  Þú finnur mig á Instagram & facebook

 

0 athugasemdir

Skildu eftir athugasemd

Netfangið þitt mun ekki vera birt

 

Fylgdu okkur á


Follow