Katrín

 

Nú eru bæði börnin komin í sumarfrí og við fjölskyldan erum á leiðinni til Spánar þann 20. júlí. Við verðum í tvær vikur í smábænum Albír sem hefur verið vinsæll ferðamannastaður hjá íslendingum seinustu ár.

 

Við könnumst aðeins við okkur þarna, fyrir tveimur árum heimsóttum við Altea sem er lítill listamannabær í næsta nágrenni við Albír, og síðan höfum við heimsótt Benidorm nokkrum sinnum. Þetta er samt í fyrsta skipti sem ferðumst yfir höf einsömul með bæði börnin okkar. Ömmur, afar, frænkur og frændur hafa alltaf verið með í för en núna eru það bara við fjögur.

Við bókuðum ferðina okkar í gegnum Gamanferðir og ég verð að fá að deila því með ykkur hversu ánægð ég er með þjónustuna sem við fengum þar. Að ferðast með lítil börn er vesen! Til að byrja með þarf að finna áfangastað sem er skemmtilegur og barnvænn. Við viljum vera í rólegu umhverfi en hafa möguleika á að kíkja aðeins á lífið. Hótelið verður að standast ýmsar kröfur t.d. vera með einhver leiktæki í boði, herbergin þurfa að vera nægilega stór og bjóða uppá aukarúm eða svefnsófa. Það er nauðsynlegt að vera með búðir og veitingastaði í göngufæri, gott útisvæði með sundlaug (og bar fyrir þreytta foreldra), líkamsrækt og spa fyrir okkur mömmurnar þegar við viljum fá smá næði og auðvitað öruggt umhverfi og góða þjónustu.

Anna Björk hjá Gamanferðum var hreint út sagt yndisleg! Hún skipulagði ferðalagið með mér frá A-Ö. Byrjuðum á að finna dagsetningar og enduðum á að velja sæti í flugvélinni. Hún var alltaf til taks hvort sem það var í gegnum síma eða tölvupóst og þegar ferðin var bókuð var ég súper sátt og sæl 🙂

Við verðum á hóteli sem heitir Albir Playa Hotel & Spa.

 

Þetta er 4 stjörnu hótel og hefur verið mjög vinsælt hjá barnafólki. Ég get ekki beðið eftir að komast út í sólina með fjölskyldunni og eyða dögunum á sundlaugarbakkanum með kokteil í hönd.

 

Eru einhverjir lesendur á leiðinni til Albír á svipuðum tíma?

 


Katrín

  Þú finnur mig á Instagram & facebook
(katrinbelle.is)

 

0 athugasemdir

Skildu eftir athugasemd

Netfangið þitt mun ekki vera birt

 

Fylgdu okkur á


Follow