Katrín

English below//

Það eru allir fjölskyldumeðlimir búnir að vera veikir á þessu heimili seinustu tvær vikur.

Ég sjálf er búin að liggja frá því á mánudaginn og það var sko ekki fögur spegilmyndin sem tók á móti mér í gærkvöldi þegar ég loksins staulaðist á lappir!

Til þess að að kveðja veikindin formlega skellti ég í gott heimadekur. Þurrburstun, sturta, kaffiskrúbbur, litun og plokk, og síðast en ekki síst…..andlitsmaski!

Ég er með blæti fyrir húðvörum og elska að prófa eitthvað nýtt. Þessa dagana hef ég verið að vinna með Skin Recovery Hydrating Treatment Mask frá Paula´s Choice.

Þessi maski inniheldur kvöldvorrósarolíu (hversu rómantískt er það), hyaluronic sýru (því við viljum að þetta geri eitthvað gagn) og E & C vítamín (til að næra).  Hann er einstaklega áhrifaríkur við öldrunarmerkjum, nærandi og rakagefandi sem fær húðina til að ljóma.  Hann dregur úr þurrkublettum (fæ sjálf þurrk í kringum nefið en þessi maski lagar það) og er sérlega góður fyrir normal eða þurra húð.

Ég nota þennan einu sinni í viku, ber þykkt lag á andlit, augnsvæði og háls og læt bíða í 20 mínútur. Á myndinni hér fyrir ofan er ég með maskann á mér. Hann er kremaður, silkimjúkur og lyktarlaus. Húðin verður augljóslega lífflegri og fallegri á að líta eftir notkun.

Tók einmitt eftir því að Tigerlily.is sem er með umboðið fyrir Paula´s Choice vörurnar á 4 ára afmæli og því er 25% afsláttur af ÖLLUM vörum til 9. október! Um að gera að kíkja á heimasíðuna og næla sér í lúxus vörur á góðu verði!

Eins og glöggir lesendur vita þá er ég mjög hrifin af þessu merki og þið getið treyst því að ég mæli eingöngu með vörum sem ég nota sjálf, hef notað í einhvern tíma og hef séð árangur af. Þessi er einn af þessum ,,must have“ fyrir alla maskaperra eins og mig.

p.s. við ætlum að gefa þremur vinkonum maksa á næstu dögum þannig að vertu viss um að fylgja mér á Facebook og Instagram til að missa ekki af (katrinbelle.is) 🙂


Every family member has been sick for the last couple of weeks, including me of course. I´ve been lying in my bed since Monday and I must admit that my own reflection in the mirror was terrifying when I finally stood up yesterday. So, to feel like my old self again I had a little spa treatment for myself at home.

I am very enthusiastic about skin care and I love trying something new. I want to introduce to you one of my favorite face mask from Paula´s choice called Skin Recovery Hydrating Treatment.

It´s a a deeply hydrating face mask for dry to very dry skin that works overnight to restore a dewy, resilient, appearance and feeling of firmness for a visibly refined complexion.

I use it once a week and apply a generous layer all over the face and neck (if needed). Leave on for at least 20 minutes, or, if needed, overnight. Rinse thoroughly with tepid-to-warm water.

Like most of you know by now, I absolutely love Paula´s choice and I highly recommend them! I use them myself every day and the results are amazing.


Katrín

  Þú finnur mig á Instagram & facebook (katrinbelle.is)

 

 

0 athugasemdir

Skildu eftir athugasemd

Netfangið þitt mun ekki vera birt

 

Fylgdu okkur á


Follow