Katrín

Leyniverkefnið og stórafmæli í París!

Þeir sem fylgjast með mér á Instagram (katrin.bjarkadottir) vita eflaust af því að ég hef verið að vinna við verkefni seinustu vikur sem ég hef ekki getað sagt frá. Ég hef tekið að mér samstörf við allskonar fyrirtæki í gegnum árin við að kynna vörur sem ég nota sjálf en þetta verkefni er on ,,the next level“.

Þetta er nefnilega ekki einungis eitt samstarfsverkefni heldur var verið að bjóða mér að vera partur af fyrirtæki, þar sem ég fæ að vinna fyrsta verkefnið okkar eftir eigin höfði. Mig hafði alltaf dreimt um að gera þetta í framtíðinni og svo fékk ég þetta tilboð sem ég að sjálfsögðu gat ekki hafnað.

Núna á þriðjudaginn í þessari viku var mér síðan boðið til Parísar í tengslum við þetta verkefni í 3 daga. Á þessum tíma átti ég einmitt stórafmæli en ég varð 30 ára þann 13. september. Í sannleika sagt þá var ég ekki búin að plana neitt í tilefni þess. Ég ætlaði að nota daginn í að læra og vinna. En það var sko heldur betur ekki svo ……

Í staðinn stóð ég á toppi Eiffel Turnsins á afmælisdaginn minn, drakk óvænta kampavínsflösku og skemmti mér konunglega í frábærum félagsskap í einni helstu tískuborg heims. Þetta var draumi líkast og ég er svo þakklát fyrir að hafa fengið að upplifa þetta!

Það hafa margir verið að forvitnast hvenær ég ætli að segja frá þessu leyniverkefni (eins og mogginn orðaði það)  en það ætla ég að gera á mánudaginn 17. september kl. 12:00 á Instastory (katrin.bjarkadottir) og á snappinu mínu (katrinbjarka). Þannig að ég hvet ykkur endilega til að fylgja mér þar og vera með þeim fyrstu til að heyra hvað ég er að fara að gera næstu daga, því treystið mér þetta er HUGE.

Getur þú aldrei gert bara eitt í einu Katrín? Nei, mig langar að prófa allt sem ég get!

Takk fyrir allar kveðjurnar kæru vinir það eruð þið sem haldið manni gangandi!


Katrín Bjarka

Netfang: katrin@belle.is

Instagram: katrin.bjarkadottir

Facebook: www.facebook.com/katrinbjarkad

 

Miss K Lashes!

Það er aldeilis langt síðan ég bloggaði síðasta, en það er eingöngu vegna tímaleysis seinustu vikur. Bæði var ég að flytja úr húsinu mínu í Garðabæ í æðislega íbúð í Kópavogi og svo stofnaði ég mitt eigið fyrirtæki í leiðinni. Allt þetta gerði ég með börnin í sumarfríi hangandi í mér …. þið vitið hvernig þetta gengur fyrir sig.

En þeir sem þekkja mig vel vita að ég er algjört fiðrildi. Ég hef áhuga á svo mörgu og langar helst að gera allt í gær. Núna datt mér í hug að bæta við mig smá menntun í snyrtibransanum. Ég er förðunar og naglafræðingur en núna er ég einnig byrjuð að gera augnháralengingar.

Ég hef skrifað ófáar greinar um augnháralengingar og lofsamað þær eins og mér einni er lagið, þannig að afhverju ekki að byrja að gera þær sjálf?

Hún Inger snyrtimeistari sem ég hef alltaf farið til er að flytja til Ólafsfjarðar og ætlar að opna stofu þar. Mér fannst því tilvalið að biðja hana um að kenna mér að gera augnháralengingar og hún var svo yndisleg að taka mig að sér.

Eftir margra vikna æfingu, límd augu, grátur og hlátur stofnaði ég MISS K LASHES.

Hugmyndin var að byrja að vinna við þetta þann 6. ágúst. En um leið og ég bjó til FB síðu og Instagram fyrir Miss K um miðjan Júlí þá fór boltinn að rúlla. Mér var gjörsamlega HENT í djúpu laugina á met tíma og vá hvað það er búið að vera gaman. Er búin að læra svo ótrúlega mikið, kynnast svo skemmtilegu fólki og fyrst og fremst horfa á fyritækið mitt vaxa og blómstra sem er yndisleg tilfinning.

Ætla að nota tækifærið og þakka vinkonum mínum kærlega fyrir að hafa verið módel hjá mér þegar ég var að byrja að læra. Það er ekki gefið að vinkona manns nenni að sitja í stól hjá þér klukkutímum saman á meðan þú límir á hana augnhár á skjaldbökuhraða. En þetta gerðu þær og þær eiga stóran part í því að ég er komin með þá færni sem ég er með í dag.

Inger elskulegi mentorin minn er síðan engri lík enda með 4 ára reynslu í augnháralengingum! Ótrúlega fær og virkilega góður kennari. Hún var alltaf til staðar og peppaði mig upp þegar ég var að missa trúnna á sjálfri mér.

Og svo má ekki gleyma elsku mömmu sem passaði fyrir mig dögunum saman þegar ég var að byrja. Án hennar gengur ekkert upp í mínu lífi það er bara sannleikurinn!

Mig langar endilega að bjóða ykkur að fylgja Miss K Lashes á FB og á Instagram.

Takk elskulegu viðskiptavinir fyrir að vera svona yndislegar við mig á mínum fyrstu vikum í faginu. Þolinmæðin og jákvæðnin sem þið hafið sýnt mér gaf mér styrk til að halda áfram. Það er alltaf erfitt að gera eitthvað í fyrsta skipti og það er ótrúlega auðvelt að verða hræddur og hætta við. En þegar þú færð jákvætt viðmót verður allt auðveldara.

Ykkur er velkomið að panta tíma í augnháralenginu á FB síðu Miss K eða á Instagram!

 


Katrín Bjarka

Netfang: katrin@belle.is

Instagram: katrin.bjarkadottir

Facebook: www.facebook.com/katrinbjarkad

Not caring at all…..

Ég verð 30 ára á þessu ári og persónulega finnst mér það stór hjalli til að fara yfir.

Væntanlega vegna þess að ég hélt að ég yrði stödd á einhverjum öðrum stað í lífinu heldur en ég er akkurat núna. Ég bjóst aldrei við því að vera einhleyp, tveggja barna móðir, með óklárað háskólanám að reyna að byrja uppá nýtt í lífinu. Ég var viss um að ég væri búin að finna sjálfan mig, væri komin í vinnu sem ég elskaði, gift draumaprinsinum og saman ættum við hús á Spáni (þið skiljð hvert ég er að fara).

Ég hræðist það ekki að eldast heldur tel ég það vera forréttindi. Sjálfsvorkun og væl er eitthvað sem ég fyrirlít og ég hef tileinkað með jákvæða hugsun í daglegu lífi. Ég hef lifað í 29 ár og lært margt á þessum tíma. Lent í hóflegum skammti af áföllum eins og svo margir aðrir og þurft að kljást við verkefni sem mér hefur þótt óyfirstíganleg.

Það er þó ein lexía sem stendur uppúr en hana lærði ég ekki fyrr en 29 ára gömul. Eftir að ég tileinkaði mér hana hef ég fundið fyrir frelsi sem ég hafði ekki upplifað áður.

Lexían er sú að vera SKÍTSAMA HVAÐ ÖÐRUM FINNST UM MIG OG ÞAÐ SEM ÉG GERI.

Ekki misskilja mig, ég er ekki að tala um að ég ætli alltaf að haga mér eins og fífl, segja það sem mér sýnist og vera hrokafull í garð annarra, alls ekki.

Ég fattaði bara einn daginn, raunverulega fattaði það, að ég get ekki þóknast öllum. Sumum á ekki eftir að líka það sem ég geri og það er allt í lagi.

Ég er mjög virk á samfélagsmiðlum þar sem ég pósta hinu og þessu úr mínu daglega lífi. Ég er með kaldhæðin húmor, er langt frá því að vera fullkomin móðir og elska allt sem tengist útliti. Það er ÉG og ég má vera sú sem ég er. Sumir fíla húmorinn minn aðrir ekki. Sumir halda að ég sé með lágt sjálfsálit vegna þess að ég elska gerviaugnhár, förðunarvörur og brúnkukrem, en þeir sem þekkja mig vita að sú er ekki raunin. Svo eru enn aðrir sem hneykslast á því hverskonar móðir ég er.

Elsku þið…. hættið að pæla í því hvað öðrum finnst! Hættið að reyna að þóknast öllum í kringum ykkur, hættið að bera ykkur saman við aðra og ekki rakka niður annað fólk!

Um leið og þú ferð að vera örugg/ur í þínu eigin skinni þá loksins geturu byrjað að lifa. Þú getur samgleðst fólkinu í kringum þig sem er að ná árangri, hrósað vinkonu þinni sem lítur vel út þann daginn og peppað vinnufélaga í að stíga út fyrir þægindarammann.

Ég get sko sagt ykkur það að mínar bestu vinkonur eru svo langt því frá að vera eins og ég. Þær spá miklu minna í útlitinu, eru alls ekki virkar á samfélagsmiðlum og eru flestar háskólamenntaðar í einhverju sem ég hef engan áhuga á. En þær myndu ekki eitt augnablik dæma mig fyrir það sem ég geri og ég myndi að sama skapi ekki dæma þær.

Það verða alltaf einhverjir þarna úti sem reyna að tala niður til ykkar og mögulega reyna að láta ykkur efast um ykkar eigið sjálf. En svo eru það ALLIR HINIR sem eiga eftir að elska ykkur nákvæmlega eins og þið eruð. Húmorinn ykkar og styrkleikana sem þið hafið að geyma innra með ykkur. Með því að vera þið sjálf laðið þið að ykkur rétta fólkið, ég get lofað ykkur því. Hinir skipta ekki máli 😉

Þanga til næst …….


Katrín Bjarka

Netfang: katrin@belle.is

Instagram: katrin.bjarkadottir

Facebook: www.facebook.com/katrinbjarkad

Hárlengingar frá Traffic!

Myndir segja meira en þúsund orð….

Fyrir/eftir

Ég fór í hárlengingar hjá Auði á hárgreiðslustofunni Traffic. Ég er þrælvön hárlengingum og hef í gegnum árin eingöngu verið með lokka.

En allt í einu fékk ég ógeð af lokkunum og frétti þá af því að hún Auður væri að vinna með lengjur og algjört gæða hár. Ég var ekki lengi að bóka tíma!

Ég hafði samband við hana í gegnum Facebook og fékk tíma strax í sömu viku sem var mjög hentugt því þegar ég fæ svona hugmynd þá vil ég framkvæma hana strax.

Mætt í stólinn hjá Auði

Við byrjuðum á því að taka úr gamalt lím sem hafði orðið eftir af hinum lengingunum sem ég var með. Lengjurnar sem hún hafði græjað fyrir mig voru aðeins dekkri en mitt hár en hugmyndin var að lita mitt hár fyrst í sama lit og lengjurnar og skella þeim síðan í. Litaúrvalið er fjölbreytt en ég vildi dekkja mitt.

Verð er í kringum 49.000 kr. en það fer vissulega eftir því hversu margar samlokur þú færð. Ég tók 4 pakka, í einum pakka eru 8 lengjur eða 4 samlokur. Ég er því í heildina með 16 samlokur í mínu hári sem mér finnst vera mátulegt. Ég var að hugsa um að bæta við fimmta pakkanum en ég ákvað að bíða aðeins með það. Lengjurnar eru 50 cm síðar.

Inní þessu verði er hárið og ísetning. Þetta er 100% náttúrulegt hár sem endist í tvö ár með góðri umhirðu. Tvö ár er mjög langur líftími fyrir svona lengingar! Síðan er nauðsynlegt að fara í lagfæringu á sirka 12 vikna fresi. Lengjurnar eiga ekki að detta úr en þær vaxa úr hægt og rólega í takt við þitt eigið hár. Lagfæring er þannig að lengjurnar eru teknar úr, nýtt lím sett á þær og svo eru þær festar aftur á sinn stað.

Auður er algjör fagmaður og veit nákvæmlega hvað hún er að gera þegar kemur að því að líma lengingarnar í. Mér fannst mjög mikilvægt að þær væru settar þannig í að ég gæti verið með hátt tagl í ræktinni án þess að lengjurnar myndu sjást, og það er alveg tækni.

Ég komst upp með að vera eingöngu með lengjur en hún blandar oft saman lengjum og lokkum sem kemur líka fáránlega vel út.

Litur og lengingar komnar í stelpuna

Þegar lengjurnar voru komnar í fannst mér ótrúlegt hversu lítið ég fann fyrir þeim. Þegar ég var með lokka þá var límið alltaf svo hart, séstaklega eftir lagfæringu og ég fann mjög vel fyrir festingunum á höfðinu. En þetta er allt annað!

Ég ákvað að bíða aðeins með að skrifa þessa færslu afþví að ég vildi fá smá reynslu á hárið. Nú er ég búin að prófa að þvo það oft og mörgum sinnum, blása það, slétta það, krulla það, setja tagl og fléttur svo að eitthvað sé nefnt og niðurstaðan mín er þessi:

Auður hvar hefur þú verið allt mitt líf?
Án efa bestu lengingarnar í bænum og þjónustan fyrsta flokks.
Fimm stjörnur af fimm mögulegum!

Ég sýndi frá öllu þessu ferli á Instagraminu mínu (katrin.bjarkadottir) og fékk mikið hrós og margar spurningar frá stelpum sem voru áhugasamar um að vita meira. Ég elska að heyra frá ykku á Insta og vonandi svaraði þessi bloggfærsla einhverjum spurningum 🙂


Katrín Bjarka

Netfang: katrin@belle.is

Instagram: katrin.bjarkadottir

Facebook: www.facebook.com/katrinbjarkad

Þessi stutta eftir dvala….

Ég játa mig sko sannarlega lélega í bloggi seinustu vikur! Ástæðan er sú að það eru búnar að vera miklar breytingar í lífinu eins og gengur og gerist hjá fólki. Flutningar, breyttir fjölskylduhagir og ný vinna er það sem hefur átt hug minn allann og því hefur gefist lítill tími í skrif.

En ég er byrjuð að vinna í Springfield og Women´ secret í Smáralind og ætla að vera dugleg að sýna ykkur nýjungar þaðan á Insta (katrin.bjarkadottir). Síðan er sumarið á næsta leiti og eflaust margir (þar á meðal ég) að leggja frá sér vetrarfeldinn og byrjaðir að huga að ,,bikiní season“! Hlakka svo til að sýna ykkur öll fallegu bikiníin sem við fáum í Women´secret!

Ætla að hafa þetta stutt í kvöld en lofa fuglum og fiðrildum á komandi vikum….mikið að breytast, allskonar nýjungar og ef ég á að vera hreinskilin þá finnst mér ég ver að læra á lífið uppá nýtt……er það ekki bara jákvætt?

 


Katrín Bjarka

Netfang: katrin@belle.is

Instagram: katrin.bjarkadottir

Facebook: www.facebook.com/katrinbjarkad

 

Ertu á Insta?

Erum við vinir á Insta? @katrin.bjarkadottir

Það er svo mikið að ske þessa dagana…svo mikið að breytast. En vinir og vandamenn (og eflaust þeir sem hafa fylgst með blogginu mínu lengi) vita að það er aldei logn í kringum mig of lengi í senn.

Er það gott eða slæmt? Ég veit það ekki …. ég held bara áfram.


Katrín Bjarka

Netfang: katrin@belle.is

Instagram: katrin.bjarkadottir

Facebook: www.facebook.com/katrinbjarkad

Skin Perfecting!

Mig langar til að segja ykkur frá Skin Perfecting 8% AHA lotion frá Paula´s Choice sem ég hef verið að nota núna í 6 vikur.

,,Létt og rakagefandi krem sem dregur fram það besta í húð þinni, gefur henni fallegan ljóma og heilbrigðara yfirbragð.  Ávaxtasýrurnar leysa upp dauðar húðfrumur af yfirborði húðar, svo að þurrkablettir hverfa, húðin mýkist og fær jafnari litarhátt. Inniheldur 8 % glycolic sýru (AHA) sem er vatnsleysanleg og vinnur því mest á yfirborði húðarinnar, dregur úr hrukkum, litablettum, leðurkenndri húð og sólarskemmdum á húð.  AHA sýra eykur einnig getu húðar í að binda raka og dregur þannig úr þurrkablettum á húð.  Kremið inniheldur líka sefandi efni sem róa húð og draga úr roða, ertingu og bólgum.  Sýran örvar kollagen framleiðslu húðarinnar, og því verður húðin stinnari og hrukkur minna áberandi.  Hentar best blandaðri húð og þurri til mjög þurri húð.  Án ilm- og litarefna, án húðertandi efna.“

Mín upplifun:


Húðin mín:
Ég er 29 ára gömul, með fínar línur á þessum týpísku stöðum og mikið af örum eftir bólur á yngri árum. Húðin mín er blönduð, ég fæ þurrkubletti í kringum nefið, en get síðan skartað bólum á höku eða enni. Ég er mjög næm fyrir áreiti og hitabreytingum, sef lítið enda tveggja barna móðir með vefjagigt og hef því tekið eftir myndarlegum baugum seinustu mánuði. Það er nauðsynlegt fyrir mig að hugsa vel um húðina mína og ég veit að ég get náð ótrúlegum árangri þegar ég nota réttu vörurnar.

Umbúðir:
Kremið kemur í 100 ml túpu með pumpu og kostar 5.990 kr hjá Tigerlily.is sem er virkilega gott verð fyrir svona mikið magn af vandaðri vöru með góðri virkni. Ég elska krem með pumpu sem skammtar þér nákvæmlega því magni sem þú þarfnast. Það er hreinlegra og verndar vöruna fyrir bakteríum og óhreinindum.

Innihald og notkun:
Glycolic Acid er innihaldsefni númer tvö i þessu kremi en hún djúphreinsar húðina, fjarlægir óhreinindi og dauðar húðfrumur. Við viljum að virk innihaldsefni séu ofarlega á listanum. AHA sýrur eru ákjósanlegri þegar húðin er þurr og með sólarskemmdum því þær vinna á yfirborði húðarinnar og hjálpa að auki húðinni að binda betur raka. AHA sýrur eru áhrifaríkastar í styrkleikanum 5-10 %. Öllum gagnslausum efnum sem geta skaðað húð er sleppt í öllum vörum frá Paula´s Choice. Þetta eru t.d. alkóhól, ilmefni, litarefni og fleiri efni sem erta húð og valda þannig skaða djúpt niðri í húðlögunum. Vörurnar eru ekki prófaðar á dýrum.

Ég byrjaði á því að nota kremið 1x á dag eftir að hafa hreinsað húðina með RESIST Optimal Results Hydrating Cleanser. Fyrst þegar ég bar kremið á fann ég fyrir smá sting en það er eðlilegt þegar unnið er með sýrur. Eftir 5 daga komst ég að því að mín viðkvæma húð var að þola kremið vel og því fór ég að bera það á mig 2x á dag, kvölds og morgna.

Virkni:
Eftir að hafa notað vöruna í tvær vikur fannst mér húðin vera sjáanlega hreinni, mýkri og sléttari. Örin vöru enn á sínum stað enda bjóst ég ekki við neinu öðru en þau trufluðu mig ekki jafn mikið því að húðin hafði fengið þennan fallega ljóma sem gerði það að verkum að mér fannst húðin mín virkilega falleg þrátt fyrir nokkra fílapensla á nefinu og ör eftir bólur. Eftir 4 vikur fannst mér húðin unglegri og húðliturinn jafnari og núna eftir 6 vikur finnst mér húðin mín virkilega vel nærð og heilbrigð.

Þú getur nálgast vörurnar frá Paula´s Choice á Tigerlily.is.


Katrín Bjarka

Netfang: katrin@belle.is

Instagram: katrin.bjarkadottir

Facebook: www.facebook.com/katrinbjarkad

Get ég orðið minimalisk?

Er minimaliskur lífsstíll eitthvað sem ég get tileinkað mér og vil tileinka mér?

Svarið mitt hefur alltaf verið: NEI!

Þessa dagana er ég að ganga í gegnum persónulegar breytingar eins og fólk geri svo oft í þessu lífi og það neyðir mann stundum til að skoða hlutina frá öðru sjónarhorni. Tek það fram að ég er ekki búin að móta þessar hugsanir endanlega…þær eru í skoðun.

Ég á heima í stóru einbýlishúsi með heitum potti og bakgarði á stærð við Klambratún. Það eru tveir bílar í innkeyrslunni. Sólskáli og bílskúr. Inni hjá mér eru 5 hægindastólar, sófi, sófaborð, hillur og skápar. Borðstofuborð með sex stólum, eldhúsborð með fjórum stólum, tvö risastór rúm, barnarúm, endalaust af allskonar leirtaui, tvær mottur, fjögur óhreinatau og allavega 6 kassar fullir af leikföngum!!! Það eru tvö baðherbergi, sturta og baðkar. Dóttir mín á eitt reiðhjól, annað þríhjól og risastóran bíl sem hún fékk í jólagjöf. Ég á örugglega 50 bodylotion,10 ilmvötn og ég ætla ekki að minnast á snyrtidótið og kremin. Börnin mín eiga síðan sér kassa með baðdóti og annan kassa með útileikföngum. Ég á lítinn fataskáp (sem ég get samt labbað inn í) og hann er troðfullur af fötum – helminginn nota ég ekki. Bílskúrinn hefur að geyma óteljandi kassa sem innihalda minningar og fjársóð sem ég man ekki eftir.

Ég var komin á æðislegt skrið með skipulagið fyrir jólin samt. Fór í rúmfatalagerinn og keypti fullt af allskonar hirslum, körfum og kössum til að geyma allt dótið okkur í. Þvílíkur sigur sem það var að troða öllu ,,draslinu“ í körfur útum allt hús.

En síðan gerðist það á miðvikudaginn í seinustu viku um kvöldmataleiti. Ég var búin að eyða öllum deginum í að taka til og þrífa þetta risastóra hús. Ég var að elda mat fyrir krakkana. Alexander sat í stóra dótabílnum (sem vinir á Instagram hafa fengið að kynnast) með tónlistina í botni keyrandi útum allt, klessandi á húsögn. Íris Rut var búin að skipta um föt þrisvar sinnum síðan hún kom heim úr leikskólanum og því lágu kjólar og buxur útum öll gólf. Ég gekk inní þvottahús til að athuga þvottinn og þegar ég kom til baka var Alexander búin að finna fínu kassana sem ég hafði keypt fyrir jólin sem höfðu að geyma allskonar drasl sem ég þurfti nauðsynlega að geyma og að sjálfsögðu var hann búin að sturta úr þeim á stofugólfið. Á þessum augnabliki stoppaði ég……… ég fékk nóg.

Þetta varð til þess að ég setti börnin snemma í ból og settist upp í sófa hálf gáttuð. Þetta var hálfgert ,,wake up call“ fyrir mig.

Án þess að fara of djúpt í persónulega hluti þá vissi ég allavega að þessi efnahyggja og þetta drasl í kringum var ekki að virka. Foreldrar mínir hafa aldrei verið rík eða átt mikið af hlutum. Við bjuggum ekki í stórri íbúð og ég fékk ekki sérherbergi fyrr en ég var 10 ára. Ég lærði snemma að það skipti ekki máli hversu stór pakkinn undir jólatréinu var og ég var alltaf þakklát fyrir dótið eða fötin sem ég fékk. Mig skorti aldrei neitt og fann aldrei fyrir fátækt.

Ég ætla bara að viðurkenna það að dóttir mín er ekki eins. Hún hefur alltaf fengið allt sem hún vill, sem hefur gert það að verkum að hún fer ekki nægilega vel með dótið sitt (enda er alltof mikið af dóti í kringum hana) og hún er svolítið föst í því að ef eitthvað bilar þá er hægt að kaupa nýtt. Það fer ekkert á milli mála að þetta er lærð hegðun.

Ég er komin með plan …. ég ætla að breyta þessu. Ég veit ekki alveg hvernig, en þessa dagana er ég allavega i óðaönn að grisja heimilið mitt. Losa mig við óþarfa dót og drasl.

Ef þið eruð í svipuðum hugleiðingum þá mæli ég með blogginu hennar Margrétar Bjarkar sem heitir minimalist.is.

Þið getið fylgst með þessu öllu saman á Insta Story hjá mér!


Katrín Bjarka

Netfang: katrin@belle.is

Instagram: katrin.bjarkadottir

Snapp: katrinbjarka

Facebook: www.facebook.com/katrinbjarkad

 

 

 

 

Úlpan sem heldur mér á lífi

Þvílíkt bloggleysi seinustu daga, þetta hefur held ég aldrei gerst! En ég er eins og bjarndýr sem leggst í dvala á veturna… litli vefjagigtalíkaminn minn þolir kuldann svo illa, ætli ég neyðist ekki bara til að flytja til Tene? Er að skoða þetta……

En ég gerði góð kaup um daginn frá Asos að sjálfsögðu. Keypti mér risastóra dúnúlpu og ég hef búið í heinni seinustu vikur.

Boohoo Padded Coat with Faux Fur Hood

Hún er ótrúlega létt og þægileg en á sama tíma hlý og nóg stór til að vera í þykkum peysum innan undir.

Minn stíll á veturna samanstendur af stórum þykkum peysum, þykkum úlpum, þykkum sokkum og leggings. Mjög simple en á vel við í þessum kulda.

Úlpa: Asos
Peysa: H&M
Leggings: H&M
Sokkar: Sokkabúðin Cobra
Skór: H&M

 


Katrín Bjarka
Fylgdu mér á Instagram @katrin.bjarka

MUNUM áskorun 2018!

Vissir þú að 95% af öllu sem þú hugsar, finnur, gerir eða afrekar er niðurstaða af venjum þínum? Hvort sem það er að bursta tennurnar, þvo á þér hárið eða setja á þig farða þá eru venjur um 40% af því sem þú gerir alla daga.

Venjur eru nauðsynlegar fyrir hugann til að ná að hvílast. Við sköpum okkur bæði góðar og slæmar venjur sem hafa mikil áhrif á okkar líf. Að búa til nýja venju gefur þér vald til að bæta heilsu þína, útlit, afköst, sambönd við ástvini eða bæta þig i vinnu. Góðar venjur geta bætt líf þitt það sem eftir er.

Við skorum á þig að taka út einhverja slæma venju í þínu lífi og/eða skapa þér nýja góða venju í 30 daga. Þetta þarf ekki að vera mjög róttæk breyting því litlar endurteknar breytingar hafa mikil áhrif til lengri tíma.

Dæmi um góðar venjur:
* Hugleiða í 30 daga
* Borða ekkert nammi eða engan sykur í 30 daga
* Taka alltaf stigann í 30 daga
* Hreyfa sig á hverjum degi í 30 dag

Það var skorað á mig og ég ætla að skora á ykkur lika!

Það sem skiptir öllu máli í svona áskorun er daglegt ,,motivation“. Já, ég ætla að nota þessa ensku slettu en á íslensku er talað um hvatningu. Fólk heldur stundum að það sé nóg að lesa motivational texta eða horfa á motivational video á youtube einu sinni í mánuði en það er ekki rétt! Þú þarft að motivera sjálfan þig á hverjum degi til að þetta takist!!

Árið 2014 byrjaði ég í líkamsrækt, ég vildi koma mér í gott form. En eini tíminn sem ég hafði til að mæta í ræktina var kl. 05:30 á morgnana. Ég átti 4 mánaða gamalt barn, var í skóla og vinnu. Á hverju kvöldi áður en ég fór að sofa skoðaði ég myndir á Instagram af fólki sem var í góðu formi og lifði heilbrigðum lifsstíl. Ég las qoutes um líkamsrækt og las greinar sem tengdust fitness og mataræði. Þegar ég vaknaði kl. 05:00 til að mæta á æfingu þá byrjaði ég að því að hlusta á video sem hvatti mig áfram. Ég hlutstaði á það á meðan ég græjaði mig og í bílnum á leiðinni á æfingu. Ég átti þrjú uppáhalds video sem ég spilaði stanslaust. Ég var kannski ekkert alltaf í stuði en ég treysti því að undirmeðvitundin mín tæki við skilaboðunum.

Fjórum árum síðar og ég hlusta enn á þessi video. Þó að líkamrækt sé orðið að lífsstíl hjá mér þá er ég samt enn að hvetja mig áfram daglega. Ég er alltaf að setja mér markmið og ég er alltaf að skora á sjálfan mig.

Ég ætla að taka þátt í MUNUM áskorun 2018 og ég er búin að setja mér 3 markmið sem ég veit að eiga eftir að taka á.

1. Ég ætla ekki að borða nammi í 30 daga.

2. Síminn verður geymdur í körfu á ganginum frá því að börnin koma heim þanga til þau fara að sofa.

3. Taka cardio æfingu á morgnana, 5x í viku. Lyfta síðan seinnipartinn. (Þetta markmið er stílað inná vefjagigtina, hreyfing er það besta sem ég geri fyrir sjálfan mig).

Passaðu þig samt á því að hafa gaman að þessu! Þetta er ekki kvöð, þú ert að prófa þig áfram, skora á sjálfan þig. Kannski nærðu öllum þínum markmiðum og kannski ekki.

Eins og Arnold vinur minn segir:


Katrín Bjarka
Fylgdu mér á Instagram @katrin.bjarka

 

 

 

Fylgdu okkur á


Follow