Katrín

Barnapían á Spáni

Það er alltaf svo gott að koma aftur heim í rútínu eftir fjölskyldufrí.

Í tilefni af 60 ára afmæli tengdaföður míns hélt stórfjölskyldan til Spánar í 10 daga. Við vorum það lánsöm að fá húsnæði að láni frá vinafólki og komum við okkur öll fyrir þar, kærastinn minn og systkyni hans, ásamt mökum og börnum og að sjálfsögðu foreldrum.

Þegar ég fer í fjölskyldufrí þá reyni ég að fara í raunverulegt frí, þar á meðal frá samfélagsmiðlum og bara símanum almennt. Ég vil frekar njóta augnabliksins heldur en að reyna að stilla börnunum upp í fullkomna myndatöku á ströndinni fyrir Instagam. Ég vil helst ekki vera með símann á mér en auðvitað vill maður ná skemmtilegum augnablikum á mynd til að eiga.

Þannig að í þessari færslu er ég ekki að fara að deila með ykkur fullkomnum myndum af mér í fríi, tönuð á ströndinni með börnin sólbrún og hlæjandi mér við hlið. Einfaldlega vegna þess að þær myndir eru ekki til. En mig langaði að deila með ykkur, klárega mínum bestu kaupum þarna á Spáni. Ég er eins og hver annar íslendingur, nýt þess að spígspora á mörkuðum og finna fallegt glingur fyrir heimilið – en þessa snilld keypti ég einmitt í síðustu verslunarferðinni, rétt í lokin til að fylla upp í töskurnar!

Boltaland fyrir Alexander! Ég hafði séð svona boltaland auglýst hér á Íslandi en það var selt á verði sem ég var ekki tilbúin að borga. Að mínu mati var það heldur ekki nógu litríkt og skemmtilegt eins og mér finnst barnadót eigi að vera. Þannig að eg keypti litla sundlaug sem var blásin upp, og síðan fyllti ég hana af boltum sem ég hafði keypt á markaðinum og ,,Vola“ – eitt stykki boltaland tilbúið til notkunar.

Þar sem við vorum með þrjú ungabörn (öll undir 1 árs) þá bölvuðum við því að hafa ekki keypt þetta strax á fyrsta degi þarna á Spáni. Þau unnu sér öll vel í boltalandinu og þetta var alveg ótrúlega góð barnapía þegar foreldrarnir vildu aðeins sóla sig í ró og næði.

Þegar heim var komið var þessu skellt upp á miðju stofugólfinu og allir voru ánægðir eins og sést á þessum myndum. Mæli með þessu ef einhverjir eru á leið í frí og eru að leita að afþreyingu fyrir börnin.


Katrín

  Þú finnur mig á Instagram & facebook
(katrinbelle.is)

Þjálfunin mín í Póllandi

 

Dzień dobry!

Þá er ég búin að vera rúmlega viku í Póllandi. Mig langar til þess að skella inn smá örfærslu og segja ykkur frá því sem á daga mína hefur drifið hér í Polski eins og við kjósum að kalla það.

Það er ,,rise“ klukkan 04:45 alla virka morgna. Þá vippar maður sér fram úr rúminu, græjar sig og skellir sér niður í lobby. Þar pantar maður leigubíl nú eða tekur tramminn. Ég var reyndar að læra á tramminn fyrst í dag en mun koma til með að nota hann héðan í frá.

Ég er að vinna í H&M búð sem er staðsett í verslunarmiðstöðinni Arkadia. Ég er 5-7 mínútur að fara í vinnuna með leigubíl frá hótelinu mínu. Búðin mín er flaggskipið þeirra og akkurat núna eru þeir að vinna í því að stækka búðina alveg talsvert. Það er mjög gott fyrir mig því í þessari viku eða byrjun næstu koma 30 visuals sem verða allir að vinna í því að stilla búðinni aftur upp miðað við breytingarnar sem verið er að gera.

Ég hef ekki gert mikið annað en að vinna, borða og sofa og þess vegna hef ég ekki verið dugleg að taka myndir. En hér kemur nú samt eitthvað …….

Ég og Sunna sem er að vinna með mér sem Visual líka. Við erum í sömu búð og alltaf saman á vakt.

Fyrsta daginn minn í vinnunni fékk ég að stílisera gínurnar og smella í eitt glugga pós. Ótrúlega skemmtilegur dagur, þetta gat ekki byrjað betur.

Smá skyndiákvörðun að skella sér í tattoo nr. 3! En gæti ekki verið sáttari. Nokkrar stelpur í hópnum fundu þessa frábæru tattoo stofu og þá var ekki aftur snúið. Ég held að meiri hlutinn af okkur sé búinn að fá sér flúr hérna úti á þessari stofu. Eini strákurinn í hópnum gekk alla leið með þetta og skellti sér í eitt stórt sem tók minnir rúmlega 10 klst! Ef þú ert að fara til Póllands og ert í tattoo hugleiðingum mæli ég með Old Sailor Tattoo. Ég fékk mér setningu á hendina og borgað 11.200 kr ísl.

Þennan sama dag (laugardagur sem var frídagur) fórum við nokkrar í gamla bæinn sem er ekki langt frá hótelinu okkar. Við byrjuðum ferðina í 22 stiga hita og sól. Svo komu þrumur og eldingar og í kjölfarið grenjandi rigning. Það skiptust á skin og skúrir þennann daginn.

Halldóra dró mig inn í þessa fallegu antík búð þarna í gamla bænum. Búðin heitir Lapidarium og ég hefði geta þvælst þarna um allann daginn. Ég er nefnilega að safna saman hugmyndum í draugasögu sem mig langar að skrifa einhverntíman á næstu fimm árum og það er ekkert betra en að fá innblástur í antík búðum.

 

Ég er kannski ekki búin að vera sú duglegasta að taka myndir í þessari ferð en ég hef verið dugleg að snappa! Þannig að ef þú vilt fylgjast með ferðum mínum hér í Póllandi skaltu adda mér á snapp: katrinbelle.is


Katrín

  Þú finnur mig á Instagram , facebook & snapchat!
(katrinbelle.is)

Nestið mitt á ferð og flugi

 

Þá held ég til Póllands á morgun í annað skiptið…….

Eins og kannski fjölskylda og vinir vita þá er ég mjög íhaldssöm þegar kemur að mat og ég fer í algjöran mínus þegar ég fæ ekki þann mat sem ég er vön. Ég er frekar matvönd, borða ekkert kjöt – nema einstaka sinnum kjúkling og kýs heldur grænmeti og fisk. Ég er vön að borða alltaf á tveggja tíma fresti og eftir klukkunni, oftast lítur dagurinn minn svona út:

07:00 – Morgunmatur
10:00 – Millimál
12:00 – Hádegismatur
14:00 – Millimál
16:30 – Millimál
18:30 – Kvöldmatur
Kvöldsnarl ef ég er svöng (ávöxt eða casein prótein).

Tek það fram að þetta eru bara mínar venjur sem ég hef tileinkað mér. Þegar ég fer í frí til útlanda þá reyni ég alltaf að velja hollari kostinn en ég er alls ekki að neita mér um það sem sem mig langar í,  súkkulaði, pizzur og o.s.frv.

En núna er ég ekki að fara í frí, ég mun vera þarna í 3 og 1/2 viku. Ég veit að ef ég passa ekki uppá mataræðið í svona langan tíma þá fer allt í steik! Þannig að ég ákvað að taka með mér fullt af nesti, því það tekur mann alltaf svolítin tíma að ná áttum á nýjum stöðum og þanga til að ég er búin að finna út hvaða jógúrt er best og hvaða hafrar eru í boði þarna úti þá á ég byrgðir uppi á herbergi.

Nestið mitt að þessu sinni er:

30 gr af höfrum með kanil (13 litlir pokar)
4 prótein stykki
2 pokar af rúsínum
3 pokar af cheerios
1 minna mál kex
1 poki múslí
1 poki döðlur
Margir hafraklattar

Processed with VSCO with hb1 preset

Síðan tek ég með mér þrjár hleðslur, hnetusmjör og nestisbox til að geta mixað graut uppi á herbergi sjálf eða á ferðinni.
Þetta allt saman eru sirka 2 kg.

Seinast var ég ekki nógu vel undirbúin. Varð alltof svöng því ég borðaði svo óreglulega og sóttist þá í snakk og óhollustu. Einn dagurinn minn einkenndist af Mcdonald´s kjúklingaborgara og Cheetos í kvöldsnarl….

En svo er annað sem ég vil taka fram í þessari færslu! Hlutir sem maður gleymir oft að taka með sér til útlanda en eru alveg ótrúlega nauðsynlegir. Auðvitað getur maður alltaf stokkið í búð og reddað sér, en það er líka gott að þurfa þess ekki og skipuleggja sig fyrirfram.

Hér eru nokkrar uppástungur en alls ekki tæmandi listi:
 1. Naglaklippur eða naglaþjöl.
  Fyrsta daginn minn í Póllandi braut ég nögl alveg hræðilega illa en hún datt aldrei almennilega af! Hún bara hékk þarna á og það var svo hrikalega sárt og óþolandi. Hefði ég verið til í að vera með tæki og tól til að fixa þetta strax? Ójá!
 2. After Med munnangurs gel
  Já, ég fékk líka munnangur og það var óþolandi á sama tíma og nöglin var brotin!
 3. Þurrshampó
 4. Ashington
  (ekkert jafn ljótt og naglalakk hálf farið af)
 5. Makeup remover wipes
 6. Brúnkukrem
  (ef þú ert vön/anur að nota slíkt.
 7. Nesti í flugvélina.
 8. Lítin sótthreinsi
 9. Tannþráð
 10. Rakvél
 11. Bómul
 12. Eyrnapinna
 13. Brjóstsviðatöflur
 14. Paratabs
 15. Varaskrúbb
 16. Plokkara
 17. Æfingateygjur

Svo að sjálfsögðu vil ég hvetja ykkur til að fylgjast með snappinu mínu (katrinbelle.is) en þar mun ég leyfa ykkur að fylgjast með ferlinu þarna úti.

 


Katrín

  Þú finnur mig á Instagram , facebook & snapchat!
(katrinbelle.is)

 

Miracle gel frá Sally Hansen

 

Mig langar að segja ykkur frá uppáhalds naglalakkinu mínu sem endist og endist!

Processed with VSCO with hb1 preset

vorurnar_eru_i_einkaeiguStundum þegar ég er þreytt og úfin eftir langa viku þá langar mig að gera vel við sjálfan mig. Hvað er betra en að skella á sig nýju naglalakki til að láta manni líða ,,fabulous“? En því miður þá virðist ég vera algjör naglalakka böðull. Þó að ég kaupi mér rándýrt og vandað naglalakk og vanda mig eins og ég get að setja þá á, og smelli glæru ofan á litinn til að hann haldist nú alveg örugglega lengur þá er það byrjað að flagna af næsta dag. Það er líka  gefið mál að allavega ein nög klessist eitthvað á fyrsta klukkutímanum. Ég veit ekki alveg afhverju þetta er ……. en útaf þessu þá hef ég ekki nennt þessu.

Ég ákvað síðan að eiga dekur kvöld með dóttur minni um daginn. Við fórum saman í Hagkaup og ætluðum að splæsa á okkur lakki  (btw. þetta var hennar hugmynd hún elskar naglalökk). Ég stóð þarna eins og illa gerður hlutur inn í hagkaup í kringum öll naglalökkin á meðan þessi fjögurra ára spígsporaði útum allt eins og hún ætti staðinn.

En svo sá ég eitthvað sem greip athygli mína – Miracle gel frá Sally Hansen!! Eftir að hafa lesið aðeins um þau splæsti ég í tvo liti og Top Coat. En þessi lökk virka þannig:

 1. Setur tvö lög af Miracle Gel litnum og lætur þorna í 5 mínútur. Ég nota að vísu rapidry frá O.P.I sem lætur lakkið þorna strax.
 2. Næst seturðu eitt lag af Miracle Gel top coat sem er í rauninni gelið sem verndar litin undir.

Ég er búin að prófa báða litina mína og ég er ástfangin. Lakkið helst á alveg óskaddað í rúmlega viku sem mér finnst alveg nokkuð gott! Það er heldur ekki hægt að kroppa lakkið af því það er verndað með gelinu sem er sett ofan á.

Ég er alveg súper sátt með þessi kaup og mæli klárlega með þessu fyrir uppteknar mæður sem vilja gera vel við sig og eins alla naglalakka böðla sem vilja gefa lituðum nöglum annan séns 😉

 


Katrín

  Þú finnur mig á Instagram , facebook & snapchat!
(katrinbelle.is)

Sumardagurinn fyrsti

Sumardagurinn fyrsti er á fimmtudaginn! En samkvæmt veðurspánni fáum við því miður ekki sól og fuglasöng við þurfum að bíða aðeins lengur eftir því …….

Það er hefð hjá mörgum fjölskyldum að gefa börnum gjöf á sumardaginn fyrsta. Oftast eru þessar gjafir tengdar sumrinu og útiveru. Mér datt í hug að taka saman nokkrar hugmyndir að skemmtilegum gjöfum sem gætu slegið í gegn þetta árið.

Reiðhjól

Inná heimasíðunni hjá GAP eru mörg hjól í boði fyrir unga krakka sem eru að byrja og svo fyrir lengra komna. Barnahjólin eins og þessi hér fyrir ofan eru á 29.990 krónur. Hagkaup er líka að selja hjól sem eru merkt hvolpasveitinni og fleiri teiknimyndum á 27.990 krónur. Ég veit að mín stelpa er mjög spennt fyrir hjóli þetta árið.

Trampolín

Þetta er skemmtilegt fyrir alla fjölskylduna að mínu mati! Fæst í Húsasmiðjunni á 27.293 krónur. Þetta hefur verið vinsæl gjöf í gegnum árin og prýðir annahvern garð hér í Garðabænum allavega.

Tjald

Seinasta sumar var dóttir mín alveg æst í tjald. Ég held því að þessi gjöf væri alveg tilvalin! Fæst í Húsasmiðjunni á 4.990 krónur.

Hoppuboltar

350_0mFTaVuecJ

Hver man ekki eftir þessu tryllitæki? Fæst í vefverslun Krumma HÉR á 3.990 krónur. Fæst líka í Hagkaup.

Barnasundlaug

29

 

 

 

 

 

 

 

Þegar sólin fer að láta sjá sig er ekkert skemmtilegra en að busla í sundlauginni úti í garði. Fæst í Hagkaup á 3.990 krónur. Sundlaugin er til í mismunandi stærðum og gerðum.

Sápukúlu byssa

956296

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Fæst í Hagkaup á 799 krónur. Sniðugt að taka eitthvað jafn ,,basic´´ og sápukúlur og gera það flippað! Skemmtileg gjöf á góðu verði.

Krokketsett fyrir 4

3704400

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Eitthvað sem fjölskyldan getur gert saman úti í garði eða í sumarbústaðnum. Fæst í Rúmfatalagernum á 1.747 krónur.

 

En sumardagsgjöfin þarf ekkert endilega að snúast um útiveru. Hér eru fleiri hugmyndir!

 

Hvolpasveita sundpoki

46080-hvolpasveit-sundpoki

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Það að fara í sund saman er æðisleg afþreying fyrir alla fjölskylduna. Það er sport að eiga sinn eigin sundpoka. Fæst hjá Heimkaup á 1.690 krónur.

Trolls taska með hárskrauti

972179

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Stelpan mín sem er að verða 4 ára er alveg æst í allt sem tengist Trolls. Ég veit að þetta myndi gleðja. Fæst í hagkaup á 899 krónur.

3D sjónauki

871125292427

Mér finnst þetta meira að segja skemmtilegt enþá! Fæst í Rúmfatalagernum á 357 krónur.

Vonum svo bara að það fari nú að hlýna í veðri og sólin láti sjá sig. Ég er sko alveg tilbúin að fá sumar takk fyrir 🙂


Katrín

  Þú finnur mig á Instagram , facebook & snapchat!
(katrinbelle.is)

Afhverju Paula’s Choice?

 

 

DropperAf því að hver einasta vara er hönnuð með það í huga að vinna á sértækum húðvandamálum. Hvort sem þú ert að berjast við óvelkomnar hrukkur eða feita og bólótta húð þá ættir þú að geta fundið lausn hjá Paula´s Choice. Úrvalið er mikið og því borgar sig að fá ráðgjöf sérfræðings.

,,Þessi gagnsemi er rökstudd með því að vísa í heimildir við hverja vöru, rannsóknagreinar sem birst hafa í virtum fræðitímaritum um húðsjúkdómafræði, lyfjafræði, lífefnafræði o.s.frv.  Þetta eru óháðar rannsóknir sem sýna fram á að tiltekin efni hafi góð áhrif á starfsemi húðar eða dragi úr tilteknum húðvandamálum.“ – Tigerlily.is

 

ProductgroepAf því að pakkningarnar eru hannaðar með það í huga að vernda vöruna sem best, fyrir sólarljósi og sýklum. Það er því aðalega notast við ógegnsæaar túpur eða pumpur. Þetta skiptir mig miklu máli. Ég þoli ekki krem í krukkum þar sem ég þarf að fara með puttana ofaní eða notast við sérstaka sköfu sem fylgir með. Þar hafa bakteríur greiða leið ofan í rándýra kremið mitt!

Af því að öllum gagnslausum efnum er sleppt. Engin ilmefni, engin litarefni og ekkert alkahól.

 

Leaping-BunnyAf því að vörurnar eru ekki prófaðar á dýrum. Þetta skiptir mig alltaf máli og á að skipta þig máli líka! Við viljum ekki kaupa vörur sem eru prófaðar á dýrum – aldrei!

 

faerslan_er_ekki_kostud-5Ég hef alltaf verið að kljást við húðvandamál. Sem barn var það exem og sem unglingur voru það bólur sem fylgdu mér til fullorðinsára. Það var ekki fyrr en í kringum tvítugt þar sem ég tók þá ákvörðun að hefja Decutan lyfjameðferð sem varði í 9 mánuði. Loksins þá losnaði ég við bólurnar. Eftir að ég átti börnin mín fór að kræla á nokkrum bólum aftur og í dag held ég þeim niðri með því að nota vandaðar húðvörur sem henta minni húðgerð og getnaðarvarnarpillunni Diane mite.
Ég vann í snyrtivörudeild um tíma með flottustu merkjunum og þar hafði ég tækifæri á að prófa mig áfram með allskonar krem sem áttu að gera kraftaverk. Ég var líka svo lánsöm að fara á snyrtivörukynningar þar sem ég fékk fræðslu um húðvörur og virkni þeirra. Útaf því að ég hef alltaf verið með vandamálahúð þá hefur  húðumhirða og húðvörur orðið eitt af mínum aðal áhugamálum. Í gegnum tíðina hef ég eitt mörg hundruð þúsundum í krem, meðferðir á snyrtistofum og viðtöl við húðlækna. Ég verð því að viðurkenna að ég verð alltaf pínulítið reið þegar ég sé auglýsingar um húðvörur sem lofa bólum burt eftir þrjá mánuði eða eitthvað álíka. Ég féll fyrir öllum þessum söluræðum á sínum tíma því ég þráði ekkert heitar en að losna við þennan ömurlega kvilla!

Í dag læt ég sko aldeilis ekki bjóða mér hvað sem er. Ég er alveg til í að eyða smá pening í vörur ef ég veit að þær virka. Þess vegna byrja ég oft á að kaupa mér aðeins eina vöru í einhverri húðlínu sem ég er spennt fyrir. Ef ég kaupi mér t.d. hreinsi þá bið ég um prufu af rakakremi, næturkremi, tóner eða sýrum í sömu línu. Þú færð mestan árangur ef þú notar húðvörur í sömu línunni því þær eru hannaðar með það í huga að vinna saman.

Ég rakst á vörurnar frá Paula´s Choice á Facebook. Ég hafði prófað vörur úr þessu merki áður og mér líkaði vel þannig að ég hafði samband og bað um ráðleggingar. Eftir að hafa útskýrt hverju ég væri að leita eftir var mér bent á vörulínuna RESIST.

Eftirfarandi vörur er ég að nota dagsdaglega núna. Ég mæli eingöngu með húðvörum sem ég hef prófað sjálf og líkað vel við. Ég er ótrúlega dómhörð þegar kemur að húðvörum eins og gefur að skilja eftir allt mitt basl í gegnum tíðina.

RESIST Optimal Results Hydrating Cleanser
Verð: 4.690 kr – sjá HÉR.

Þetta hreinsikrem er í uppáhaldi því þetta þrífur allt. Farða af andliti og augum, dauðar húðfrumur og umfram fitu í húðinni. Þetta er silkimjúkt og þrífur húðina vel án þess að þurrka hana upp. Ég hef oftast ekki mikla trú á hreinsikremum sem eru ætluð fyrir andlit og augu. Oftast þarf maður alltaf að nota augnfarðahreinsi eftirá. En ég prófaði þennan hreinsi þegar ég var náttúrulega förðuð og allt fór af og ég þurfti ekkert meira. Ég prófaði hann síðan aftur þegar ég var mjög mikið máluð og ég verð að viðurkenna að þessi hreinsir náði meirihlutanum af. Ég þurfti aðeins að fara yfir augun með augnfarðahreinsi til að ná alveg öllu en ég var líka mjög mikið förðuð þannig að ég taldi þetta gott. Hreinsirinn kemur með pumpu sem skammtar manni rétt magn fyrir hverja hreinsun.

RESIST Daily Smoothing Treatment 5% AHA
7.690 kr – sjá HÉR.

Þetta er létt rakakrem með ávaxtasýrum. Kremið inniheldur 5% glycolic sýru (AHA) sem fjarlægir dauðar húðfrumur af yfirborði húðar, og 0,5% salicylic sýru (BHA) sem hreinsar einnig húðina djúpt ofan í svitaholurnar. Þetta á að vera áhrifaríkt á öldrunarmerki, hrukkur, litabletti og bólur. Það er án ilm-og litarefna og örvar kollagenframleiðslu.
Ég get alveg vottað það að þetta er virkilega gott og áhrifaríkt krem. Það smýgur hratt inn í húðina og skilur eftir sig silkimjúkt yfirbragð og tilfinninguna að húðin þín sé vel nærð. Ég hef ekki fengið neina ertingu eða bólur við notkun á þessu kremi. Húðin mín er töluvert mýkri og þurrkublettir sem ég var með í kinnunum eru horfnir.

RESIST Weekly Resurfacing Treatment 10% AHA
Verð: 8.290 kr – sjá HÉR.

Þetta er ótrúlega öflug ávaxtasýra 10% AHA sem nota á vikulega. Hún á að vera áhrifarík á öldrunarmerki, hrukkur, litabletti og sólarskemmdir. Ávaxtasýran ásamt sérvalinni blöndu af andoxunarefnum örva kollagenframleiðslu, stinna húð, jafna húðlit og draga úr hrukkum og sólarskemmdum.  Sefandi efni draga úr roða, bólgum og ertingu í húð.  
Ég veit að ávaxtasýrur virka. Þegar ég var sem verst í húðinni fyrir nokkrum árum fór ég oft í ávaxtasýrumeðferðir á snyrtistofum og ég sá alltaf mun á húðinni. Glycolic sýrur hafa minnstu sameindina af AHA fjölskyldunni og fer þess vegna hraðast inn í húðina. Rannsóknir hafa sýnt fram á að notkun dregur úr fínum línum, hrukkum og gefur húðinni heilbrigðara útlit. Þið getið frætt ykkur betur um þessar gerðir af ávaxtasýrum á veraldarvefnum en ég kýs að nota þær vegna þess að ég veit hversu öflugar þær eru.

 

RESIST Barrier Repair Moisturizer with Retinol
Verð: 7.590 kr – sjá HÉR.

Þetta rakakrem nota ég kvölds og morgna. Það er áhrifaríkt á öldrunarmerki, hrukkur, litabletti og rósroða. Kremið inniheldur retínól sem er eitt áhrifaríkasta efnið við öldrunarmerkjum á húð.  Retínól er skylt A-vítamíni og er einnig andoxunarefni, og hefur þann eiginleika að geta fest sig á nánast hvaða húðfrumu sem er og breytt starfsemi hennar þannig að hún hagar sér eins og heilbrigð ung húðfruma.
Ég er hrifin af þessu rakakremi vegna þess að ég fæ ekki bólur af því (sem gerist mjög oft þegar ég nota rakakrem) og ég finn ekki fyrir ertingu af neinu tagi. Það er lyktar-og ilmefnalaust og eins og svo margar vörur frá Paula´s Choice þá eru pakkningarnar með pumpu og því færðu alltaf réttann skammt hverju sinni. Það kemur í veg fyrir sóun. Mér finnst þetta rakakrem veita húðinni minni fallegan ljóma og hún er miklu mýkri. Þegar húðin mín er svona vel nærð þá er miklu auðveldara að setja á hana farða og hann kemur betur út.

Ég get alveg fullyrt það að þetta eru mínar uppáhalds vörur í dag og ég mæli 100% með þeim. Það er netverslunin Tigerlily.is sem er með umboðið hér og landi og hún Linda Rós veitir þér fyrsta flokks þjónustu. Hún er bæði Snyrti-og hjúkrunarfræðingur með mikla þekkingu og góða þjónustulund. Það var ég sem hafði samband við hana og bað um að fá að skrifa um Paula´s Choice afþví að ég vissi að hér væri um gæðavörur á ræða á góðu verði.

Ef þið eruð með einhverjar spurningar þá getið þið sent henni póst á tigerlily@tigerlily.is og hún svarar ykkur um hæl.

 

Kæru þjáningasystur (eða bræður) í bólubaráttunni. Ef að þið eruð virkilega slæm og hafið verið í langan tíma skuluð þið ekki hika við að panta ykkur tíma hjá húðlækni strax og hefja einhverskonar meðferð í samráði við hann. Ekki eyða tíma og peningum í að prófa ykkur áfram oftast þá borgar það sig ekki því miður. Ég vil taka það fram að ég er að tala um fólk sem var í svipuðum sporum og ég undirlagt af bólum og kýlum sem meiða og hafa virkilega mikil áhrif á lífsgæði þín.


Katrín

  Þú finnur mig á Instagram , facebook & snapchat!
(katrinbelle.is)

Fylgstu með H&M ævintýrinu mínu á snapp!

 

H&M ævintýrið hefst eftir viku!

Það er svo stutt síðan ég hugsaði með mér ,,okey það eru alveg 5 vikur í að ég fari út, ég hef nægan tíma til að undirbúa mig“! En eins og þið vitið þá líður tíminn alltof hratt og núna er aðeins vika í að ég setjist upp í flugvél og fljúgi til Póllands en þar mun ég búa næstu 8 vikurnar, alein. Ég hef aldrei komið til Póllands og ég hef aldrei verið frá manninum mínum og börnum í svona langan tíma. Ég held ég hafi bara aldrei farið jafn langt út fyrir þægindarammann á mínum 28 árum……

En að sjálfsögðu verð ég ekki alein. Við erum 23 allt í allt og þar af eru tveir verslunarstjórar og ein ,,store controller“ en þær fóru út í lok mars, tólf deildarstjórar sem fara út í dag 3. apríl  og 8 útstillingarhönnuðir (þar á meðal ég) sem fara út 10 apríl. Seinna verður okkur síðan skipt í tvo hópa – annar hópurinn mun starfa í H&M í Smáralindinni sem opnar í lok ágúst og hinn mun starfa í Kringlunni sem opnar örlítið seinna. Saman munum við þó hjálpast að við opnun H&M í Smáralindinni og ég get lofað ykkur því að það verður eitthvað sem þú vilt ekki missa af!

Það er búið að raða okkur niður á H&M búðir þarna í Varsjá (þær eru margar) og síðan er búið að para okkur saman við pólska H&M starfsmenn sem munu koma okkur inn í starfið. 

Við íslendingarnir erum öll saman á hóteli sem er ótrúlega gaman og gerir það að verkum að það er alveg pottþétt einhver í fríi á sama tíma og þú þannig að maður hefur félagsskap á frídögum. Við erum búnar að plana alveg helling sem við ætlum að skoða og gera á meðan við erum þarna, enda er Varsjá alveg mögnuð borg og ekki skemmir fyrir hversu ódýr hún er!

Það er svo margt sem mig langar til að deila með ykkur meira.Þess vegna hef ég ákveðið að opna snapp sem verður tileinkað þessu ferðalagi og öllu því sem ég mun koma til með að blogga um hér á belle.is!

Ef þú hefur áhuga á tísku, foreldralífi, ferðalögum, heilsurækt, uppskriftum, bókum og öðru sem ég fjalla um hér á belle.is skaltu endilega adda mér á snapp!

Þú finnur mig á Snapchat undir nafninu katrinbelle.is

Ég verð áfram með mitt prívat snapp en auðvitað hvet ég alla vini mína sem vilja fylgjast með mér þarna úti að adda þessu nýja snappi líka 😉


Katrín

  Þú finnur mig á Instagram , facebook & snapchat!
(katrinbelle.is)

 

Trúir þú á draugasögur? Vol 3

Mér finnst vera komin tími fyrir mánaðarlega bókabloggið!

Ég les aðalega draugabækur og hrollvekjur, þannig að ef þú ert með viðkvæmt hjarta þá myndi ég láta það vera að lesa næstu tvær bækur sem ég ætla að fjalla um í þessari grein.

Fyrsta bókin sem ég tek fyrir í dag heitir ,,It Found Me“ og er eftir Stephanie Boddy.
Stephanie er breskur höfundur sem hefur gefið út 7 bækur. Hún segist sjálf elska hrollvekjur og þessi bók ásamt þeirri á undan eru byggðar á sönnum atburðum sem fjölskyldan hennar varð vitni af.  Þessi bók er gefin út í október árið 2014 og kemur í beinu framhaldi við fyrstu bókina ,,The House on Poultney Road“ sem ég fjallaði um í annarri færslu. Ef þú misstir af henni geturðu lesið umfjöllun HÉR. 

It Found Me er með 4 og 1/2 stjörnu á Goodreads og 12 umsagnir. Þrátt fyrir að umsagnirnar séu fáar fær hún alltaf 5 stjörnur frá öllum. Ég held að þessi bók sé falinn demantur sem fáir vita af.

Ég vildi óska þess að Stephanie Boddy myndi gefa út fleiri bækur. Þetta eru einu bækurnar sem ég hef gefið 5 stjörnur á Goodreads. Í þessari sögu fylgjum við húsfreyjunni Ellen sem við þekkjum úr fyrri bókinni. Nú eru börnin flutt að heiman og Richard eignmaður hennar er látin. Ellen býr því ein á Poultney Road. En við vitum að hún er aldrei ein… því það er eitthvað í húsinu sem við sjáum ekki – en það sýnir sig á næturnar og Ellen er ofstótt af svartklædda manninum sem situr við rúmstokkinn hennar á kvöldin.

Við fylgjumst líka með Eric (sem var ungur strákur í fyrstu bókinni) son Ellenar og eignkonu hans Yvonne. Eric er fegin að vera fluttur frá Poultney Road og ætlar að hefja nýtt líf með konu sinni og dætrum. Hann hefur þó alltaf áhyggjur af móður sinni sem býr ein í ,,draugahúsinu“. Fljótlega kemst Eric að því að nýja húsið hans er ansi líkt því gamla og áður en hann veit af eru dætur hans byrjaðar að tala um fólk sem engin annar sér. Þau komast svo að því að húsið geymir skelfileg leyndarmál.

Þessi bók er fallega fléttuð saman – algjörlega áreynslulaust. Ég var skíthrædd á meðan ég var stödd inni í þessari sögu, inni í þessum óhuggulega heimi en ég gat ekki hætt. Það kom fyrir nokkur kvöld að ég þorði ekki að fletta á næstu blaðsíðu, þar sem ég lá í myrkrinu með Kindle-inn minn. Ég var ekki andlega tilbúin að takast á við það sem koma skyldi. Svartklædda manninn sá ég í margar vikur eftir að ég hafði lokið lestrinum. Mér fannst hann vera falinn í öllum dimmum hornum í húsinu mínu þannig að ég svaf með kveikt ljós dagana á eftir…. það gerist ekki oft að ,,paranormal“ bækur sitji svona í mér en bækurnar hennar Stephanie gerðu það báðar. Ég vona að ég fái að sjá eitthvað nýtt frá henni á komandi mánuðum eða árum.
It Found Me er 192 bls sem er í styttri kantinum en þú verður að hafa lesið fyrstu bókina áður en þú tekur upp þessa. Alls ekki fyrir viðkvæmar sálir!

 

Næsta bók sem ég ætla að fjalla um heitir The Harrowing og er eftir Alexöndru Sokoloff.
Hún er fædd og uppalin í Kaliforníu og hefur unnið til verðlauna og verið tilnefnd margoft fyrir bækur sínar. The Harrowing var gefin út 22. ágúst árið 2006 þannig að hún er 11 ára gömul. Hún fær 3 og 1/2 stjörnu frá lesendum á Goodreads og 280 umsagnir. Þetta er fyrsta bókin sem ég les eftir Alexöndru og ég hef lesið eina aðra. Hún skrifar bæði ,,paranormal“ sögur og glæpasögur (sem ég persónulega hef lítin áhuga á).

Ég verð að segja að þessi bók kom mér á óvart og ég endaði á að gefa henni 4 stjörnunar á Goodreads sem er ansi gott.

Bókin fjallar um Robin sem er í heimavistaskóla. Allir nemendurnir eru að fara heim í fjögra daga frí en hún ákveður að vera eftir í skólanum ásamt fjórum öðrum nemendum sem hún þekkir ekki. Öll eru þau eins ólík og hægt er en einmannaleiki og stormurinn sem skellur á gerir það að verkum að þau sækjast í félagsskap hvors annars. Fljótlega átta þau sig á að þau eru ekki ein og þessi gamli skóli hefur að geyma óhugguleg leyndarmál sem þau hefði átt að láta vera.

Karaktersköpunin í bókinni er virkilega góð og Alexandra nær að byggja upp spennu sem heldur manni allan tímann. Bókin er 256 bls að lengd og mér fannst hún ekki mega vera styttri. Þetta er bók sem er erfitt að leggja frá sér og hún er mjög ,,scary“ á köflum, en þetta er ekki bók sem hræðir úr þér líftóruna. Ég persónulega myndi kalla þetta svona þægilegan lestur. Hún veldur þér óhug en líf þitt raskast samt ekkert. Við tengjumst aðal karakternum henni Robin mjög vel og eftir að lestrinum lauk þá fann ég fyrir söknuði. Þá er um að ræða góða bók.

Ég mæli með þessari bók fyrir þá sem eru að feta sín fyrstu fótspor í ,,paranormal“ bókum. Ef draugabækur heilla þig ekki þá myndi ég samt kíkja á þennan höfund því hún er með fjölbreytt úrval.

Læt þetta duga í bili , en ég tek fyrir tvær aðrar skugglegar bækur í apríl þannig að endilega fylgist með! Þið getið líka fylgt mér á Goodreads og séð allar bækurnar sem ég hef safnað saman þar, en þær eru allar í þessum dúr.


Katrín

  Þú finnur mig á Instagram , facebook & snapchat!
(katrinbelle.is)

Sólgleraugu í sumar?

Ég var að fá þessi guðdómlegu Michael Kors sólgleraugu send beint heim að dyrum frá Asos. Ég var á báðum áttum hvort ég ætti að kaupa þau því þau eru í dýrari kantinum og það getur verið ,,riskí“ að kaupa án þess að máta. En ég sló til því eins og glöggir lesendur mínir kannski muna þá ákvað ég í upphafi árs að hætta að vera alltaf praktísk og byrja að taka áhættu!

Ég sé ekki eftir því – þetta eru flottustu sólgleraugu sem ég hef átt! Það borgar sig greinilega stundum að leyfa sér aðeins…..

Ef þú ert að leita þér að fullkomnum sólgleraugum fyrir sumarið þá mæli ég með að þú skoðir úrvalið hjá Asos, þeir eru með ótrúlega mikið af flottum merkjum en mín fékk ég HÉR.


Katrín

  Þú finnur mig á Instagram , facebook & snapchat!
(katrinbelle.is)

 

Fylgdu okkur á


Follow