Katrín

Skipulagið á Sunnudögum

Sunnudagar eru skipulagsdagar á mínu heimili.

Þegar börnin er komin í ból þá setjumst við foreldrarnir niður og förum yfir verkefni næstu viku og berum saman bækur okkar.

Það er mjög mikilvægt að skrifa þetta niður og mér persónulega finnst best að gera það á gamla og góða mátann, í bók.

Við erum bæði í mjög sveigjanlegu starfi og ég í námi. Ég er oft að mæta á fundi eða vinna verkefni í tengslum við bloggið og hann tekur að sér aukavinnu á kvöldin og stundum um helgar. Þannig að engin vika er eins. Getur verið erfitt fyrir rútínumanneskjuna mig en með góðu skipulagi er hægt að láta hlutina ganga upp.

 

Markmið vikunnar
(Hér skrifa ég niður hvaða skref ég þarf að taka í þessari viku til að færa mig nær mínum langtímamarkmiðum. Ásamt einhverju sem er basic)

– Passa uppá mataræði
– Mæta daglega á æfingu
– Klára jólagjafir
– Skila af mér þremur bloggfærslum
– …og ýmislegt annað sem ég þarf að gera.

Persónuleg markmið vikunnar
(Hér reyni ég að skora á sjálfan mig og breyta einhverjum vana eða hegðun til hins betra)

– Banna síma inn í svefnherbergi
– Sýna börnunum mínum þolinmæði og hlusta betur á þau
– Klára bókina sem ég byrjaði á
– Fara snemma að sofa
– …og bara hvað sem mér dettur í hug.

Verkefni vikunnar
(Allt sem ég þarf að gera til að ná markmiðum mínum og láta vikuna ganga sem best)

– Kaupa í matinn á mánudaginn og skipuleggja kvöldmat
– Þvo útifötin af krökkunum
– Mæta á fund og taka myndir fyrir verkefni
– Taka stelpudag með Írisi Rut og versla jólagjafirnar
– Fara í nudd
– …og hér getur ýmislegt bæst við

10 mínútna verkefni vikunnar
(Hér skrái ég niður öll þessi litlu verkefni sem hanga á manni)

– Senda bankanum e-mail
– Afpanta tíma fyrir Alexander
– Skella í event á FB
– Borga reikninginn
– …og síðan bæti ég við þennann lista þegar líður á vikuna.

Hvaða þrjú orð lýsa mér best í þessari viku?
(Svo gott að velja sér þrjá kosti til að hafa bak við eyrað í hverri viku)
Frumleg, þolinmóð, einbeitt

Fyrir hvað er ég þakklát?
(Gotta að minna sig á daglega hvað maður er þakklátur fyrir)
Fólkið mitt & heilsuna

Förum einbeitt og kraftmikil inn í þessa viku kæru lesendur.
Ótrúlegt að það séu aðeins 3 vikur eftir af þessu ári!

 


Katrín Bjarka
Fylgdu mér á Instagram @katrin.bjarka

 

Augnkremið frá Paula´s Choice

Mér fannst aldrei nauðsynlegt að nota augnkrem hér áður fyrr í minni daglegu rútínu. Það var ekki fyrr en ég eignaðist barn númer tvö þar sem ég áttaði mig á að nú þyrfti ég að gera eitthvað. Held ég geti þó ekki kennt Alexander alfarið um nýjar hrukkur en ég ætla samt að reyna það.

Afhverju að nota augnkrem?

Augnkrem eru séstaklega hönnuð fyrir svæðið í kringum augun, því það svæði er allt öðruvísi en restin af andlitinu. Húðin þar er miklu þynnri og viðkvæmari. Það er ekki óalgengt að fólki taki eftir fyrstu öldrunarmerkjunum í kringum augun.

Augnkrem eru ekki bara fyrir konur sem eru 60 + eins og sumir gætu haldið.  Sjálf byrjaði ég að nota augnkrem endrum og eins í kringum 25 ára aldurinn þegar ég vann í snyrtivöruverslun. Augun og svæðið þar í kring kemur alltaf upp um okkur.

Til ykkar kæru mæður sem hafið ekki sofið í milljón ár og eruð alltaf með veik börn heima. Ég skora á ykkur að bæta augnkremi í ykkar húðrútínu, það bjargar ekki öllu en persónulega sé ég mun.

Hvaða krem er ég að nota?

Undafarið hef ég verið að nota augnkrem frá Paula´s Choice sem heitir RESIST Anti-Aging Eye Cream.

,, Einstaklega nærandi og milt augnkrem sem mýkir húð og bindur raka á öflugan hátt og er því sérlega hentugt fyrir þá sem kljást við þurrt augnsvæði.  Inniheldur fjölmörg andoxunarefni, peptíð, húðgræðandi efni og shea butter sem saman vinna að því að draga úr fínum línum kringum augu og gera húðina stinnari.  Sérhannaðar umbúðir tryggja að virkni og ferskleiki innihaldsefna sé í hámarki.  Hentar öllum húðgerðum og öllum aldri.  Án ilm- og litarefna “

Ég hef verið að díla við  leiðinlegan þurrk við augnkrók og það er ferlega ljótt þegar meik eða BB krem fer í þurrkubletti. Þess vegna nota ég þetta krem á morgnana undir farða og stundum nota ég það á kvöldin fyrir svefn. Þetta er eina kremið sem ég nota á augnsvæðið. Þegar ég ber á mig serum eða dagkrem, þá forðast ég að setja það undir augun.

Mundu, að þú þarft að nota mjög lítið magn af augnkremi í hvert skipti. Lítill dropi er nóg!

Ég hef mikið verið að nota vörurnar frá RESIST línunni sem eru séstaklega hannaðar til að vinna á móti öldrunarmerkjum.

Ég er alls ekki hrædd við að eldast, en ég vil samt hugsa vel um húðina mína í leiðinni.

Afhverju Paula´s Choice?

DropperAf því að hver einasta vara er hönnuð með það í huga að vinna á sértækum húðvandamálum. Hvort sem þú ert að berjast við óvelkomnar hrukkur eða feita og bólótta húð þá ættir þú að geta fundið lausn hjá Paula´s Choice. Úrvalið er mikið og því borgar sig að fá ráðgjöf sérfræðings.

,,Þessi gagnsemi er rökstudd með því að vísa í heimildir við hverja vöru, rannsóknagreinar sem birst hafa í virtum fræðitímaritum um húðsjúkdómafræði, lyfjafræði, lífefnafræði o.s.frv.  Þetta eru óháðar rannsóknir sem sýna fram á að tiltekin efni hafi góð áhrif á starfsemi húðar eða dragi úr tilteknum húðvandamálum.“ – Tigerlily.is

ProductgroepAf því að pakkningarnar eru hannaðar með það í huga að vernda vöruna sem best, fyrir sólarljósi og sýklum. Það er því aðalega notast við ógegnsæaar túpur eða pumpur. Þetta skiptir mig miklu máli. Ég þoli ekki krem í krukkum þar sem ég þarf að fara með puttana ofaní eða notast við sérstaka sköfu sem fylgir með. Þar hafa bakteríur greiða leið ofan í rándýra kremið mitt!

Af því að öllum gagnslausum efnum er sleppt. Engin ilmefni, engin litarefni og ekkert alkahól.

Leaping-BunnyAf því að vörurnar eru ekki prófaðar á dýrum. Þetta skiptir mig alltaf máli og á að skipta þig máli líka! Við viljum ekki kaupa vörur sem eru prófaðar á dýrum – aldrei!

 

Vörurnar frá Paula´s Choice eru fáanlegar í vefversluninni Tigerlily.is.

 


Katrín Bjarka
Fylgdu mér á Instagram @katrin.bjarka

Myndataka hjá Eiríki Inga

Mér fannst tilvalið að panta tíma í fjölskyldumyndatöku fyrir jólin enda einn fjölskyldumeðlimur búinn að bætast við síðan seinast. Ég hafði heyrt góða hluti um Eirík Inga og hafði því samband við hann. Við vorum aðalega að hugsa um systkinamyndatöku og kannski eina af okkur öllum.

Þegar maður fer í myndatöku með eina 4 ára og annan 15 mánaða getur allt gerst! Börnin mín eru bæði súper feimin og hafa ekki mikið álit á ókunnugum. Ég krossaði putta og vonaði það besta.

Eiríkur Ingi er með æðislega aðstöðu í Grafarvoginum. Hann tók á móti okkur á slaginu 10 og bauð okkur velkomin. Andrúmsloftið var áreynslulaust en krakkarnir voru varkár og ætluðu ekki að láta plata sig út í neitt. Ég get hinsvegar sagt ykkur það að Eiríkur Ingi er einn mesti fagmaður sem ég hef hitt. Hann gaf sér góðan tíma til að tala við krakkana, grínast, hlæja, brosa og leika. Á augabragði var hann búinn að vinna sér inn traust þeirra og þau farin að njóta sín í studio-inu. Mér þótti ótrúlega vænt um að sjá hversu hlýlegur hann var við þau sem gerði það að verkum að ég slakaði á og gat notið mín betur. Við mömmurnar eigum til með að stressast upp við svona tilefni, þið hljótið að þekkja það sumar.

Ég er ótrúlega ánægð með myndirnar og valið var erfitt. Innifalið í verði voru 5 myndir, en við keyptum 4 auka. Mögulega mun ég bæta við fleirum seinna meir.

Ég brosi hringinn þegar ég horfi á þessar myndir. Ég leyfði Írisi Rut að velja fötin sín sjálf vegna þess að þannig líður henni best og svo ákvað ég að hafa Alexander bara kósý. Mér finnst algjör óþarfi að flækja myndatökur með einhverjum smáatriðum. Börn eru börn og þannig eiga þau að vera.

Ég mæli 100% með Eiríki Inga og mun klárlega fara til hans aftur. Hann er með FB síðu sem þið getið séð HÉR en ég pantaði tíma í gegnum hana. Hann er líka með vefsíðuna Eirikuringi.is .

//Færslan er ekki kostuð
//Færslan er ekki samstarf


Katrín Bjarka
Fylgdu mér á Instagram @katrin.bjarka

Instagram: Myndirnar sem engin sér

Instagram er uppáhalds og ég vinn ótrúlega mikið með þann miðil. Þar pósta ég myndum reglulega og deili með ykkur einhverju skemmtilegu og áhugaverðu á Instastory daglega. Afhverju er ég að þessu? Til að fá útrás fyrir sköpunargleðina. Ég er menntuð í kvikmyndagerð og leiklist og hef óstjórnlega þörf til að skapa og segja frá.

Við sem erum virk á Insta vitum að á bakvið eina góða mynd sem við deilum með fylgjendum eru að minnsta kosti 30 vondar, ef ekki 100. En þær sýnum við engum.

Mér finnst við ættum að breyta því…. sýnum allt þetta fyndna líka. Hættum að reyna að vera fullkomin eða eins og aðrir vilja að við séum og hlæjum aðeins meira.

Ég hafði mjög gaman að því að fara í gegnum þessar myndir. Myndirnar sem engin hefur fengið að sjá en eru algjörir gullmolar hver og ein!

Framveigis verður þetta fastur liður hér á blogginu ….

HEIT KAKÓ HEIMA
Heitt kakó heima, á köldu vetrarkvöldi.

INSTAGRAM = HOT CHOCOLATE TIME


PAMPERSHERFERÐ
Við stóðum okkur vel á öllum 100 myndunum sem teknar voru.

 INSTAGRAM = HOW CUTE IS MY HANDSOME LITTLE GUY


FYRSTA KLIPPINGIN
Nýkomin úr klippingu sæt og fín. Þess má geta að Íris Rut klippti sjálf bút úr toppnum sínum tveimur tímum eftir að þessi mynd var tekin.

INSTAGRAM = FIRST HAIRCUT TODAY! THEY DID AMAZING…PICS ON MY BLOG.


SERÍUSTELPAN
Við Íris Rut vorum að skreyta. Ég bað hana um að pósa með seríuna.

INSTAGRAM = MY CHRISTMAS GIRL


Myndasyrpan
Að lokum ætla ég að deila með ykkur myndasyrpunni sem ýtti mér útí þetta blogg. Hér ætlaði ég að reyna að taka fallega mynd af mér með krökkunum. Í staðin fyrir að deila hinni fullkomnu mynd á Instagram þá setti ég þessa syrpu í Story hjá mér og hló.

  

INSTAGRAM = LET YOUR KIDS BE THEMSELVES AND JUST WATCH…….


Katrín Bjarka
Fylgdu mér á Instagram @katrin.bjarka

 

Bohemian stíll frá Asos

Nýjustu kaupin frá Asos, hver elskar ekki svoleiðis færslur?

Ef ég ætti að lýsa fatastílnum mínum í einu orði þá væri það: Þægilegur…..

Það er rúmt ár síðan ég ákvað að hætta að klæðast fötum sem mér finnst ekki þægileg. Má þar nefna gallabuxur, en það virðist vera sem öllum líði vel í gallabuxum nema mér.

Mér líkar afar vel við netverslanir og þá séstaklega Asos því þeir senda heim að dyrum og eru með glæsilegt úrval af fötum og fylgihlutum frá hinum ýmsu merkjum.

Ég keypti mér nýlega þennann fallega Kimono! Ég elska Kimono því það skiptir engu máli í hverju þú ert undir (svona næstum því) og hann virkar við öll tilefni.

(hversu krúttlegar fætur eru þarna hægra megin á myndinni)

Kiss The Sky Maxi Kimono With Metal Ring Trim In Romantic Rose Print

£45.00

Ef þið viljið skoða þessa dásemd þá er hægt að gera það HÉR.

Ég er ótrúlega hrifin af Bohemian stíl uppá síkastið! Ertu þú á sama máli?

Kíktu þá á Free People á Asos HÉR.

Uppáhalds merkið mitt 🙂


Katrín

  Þú finnur mig á Instagram & facebook

 

Treystu mér, ég veit ýmislegt um augnháralengingar!

Ertu að spá í að prófa augnháralengingar fyrir jólin? Ef svo er þá skaltu halda áfram að lesa…..

Ég hef ágætis reynslu af þessum lengingum. Ég hef farið víða og prófað margar gerðir. Mig langar til að spara þér tíma og peninga og segja þér hvert þú átt að fara og við hverju þú átt að búast.

Þegar ákvörðun hefur verið tekin þá……

Í fyrsta lagi, eru tvær dömur í þessum bransa sem gera þetta vel. Það er Inger sem er eigandi stofunnar Beauty By Inger. Hún er staðsett á hárgreiðslustofunni Traffic í Holtagörðum. Síðan er það hún Þórey sem er snyrtifræðingur á Blue Lagoon Spa í Glæsibæ. Gaman að segja frá því að þessar tvær störfuðu eitt sinn saman á stofunni Makeover í Hafnafirði.  Ekki taka neina sénsa, haltu þig við þessar dömur og þú verður ekki fyrir vonbrigðum.

* Ég hef prófað nokkrar stofur og í eitt skiptið gekk ég út eins og dragdrottning.Þannig að vandaðu valið vel vinkona!

Í öðru lagi, þá fer þetta ekki illa með þín eigin augnhár. Ég var með lengingar ,,straight“ í 2 ár. Þegar ég lét fjarlægja þær þá voru mín augnhár öll á sínum stað. En þau vísuðu niður, enda búin að bera gervihár í langan tíma. Það var samt mjög fljótt að jafna sig. Augnháralengingar virka þannig að stök augnhár eru límd á þín eigin. Þú getur valið um lengd og þykkt háranna. Ég er alltaf pínu öfgakennd þegar kemur að þessu og er með stærð 12 (minnir mig, læt Inger sjá um þetta)!

Í þriðja lagi, þá er nauðsynlegt að hugsa vel um hárin og fylgja ráðleggingum. Ég t.d. nota ekki maskara dagsdaglega þegar ég er með lengingar. Það er algjör óþarfi (en það má). Ég greiði í gegnum hárin á morgnana með hreinum augnhárabursta og alltaf eftir sturtu. Þú mátt ekki nudda augun eða líma gerviaugnhár yfir lengingarnar (ég gerði það einu sinni og fékk skammir) 😉 Reyndu líka að forðast að sofa á andlitinu, það er svosem ekki gott fyrir neinn.

Í fjórða lagi, þá máttu ekki nota neinar vörur með olíu því það leysir upp límið.

Í fimmta lagi, þá þarftu að fara reglulega í lagfæringu. Það er svo misjafnt hjá mér, stundum fer ég á þriggja vikna fresti og stundum læt ég líða fjórar vikur. Hef verið með lengingar í 6 vikur án þess að laga! Fór samt til Spánar í sjóinn og ég veit ekki hvað og hvað. Þegar það er komin tími á lagfæringu þá byrja ég að nota maskara til að fela.

Á myndinni er ég nýkomin úr lengingu, enginn maskari. 

Það tekur sirka 60-90 mínútur að fá nýtt sett. Lagfæring tekur 30-60 mínútur en þá eru öll laus hár tekin og ný hár sett þar sem vantar.

Það er alls ekki vont að fá augnháralengingar og þú finnur ekki fyrir því að vera með þetta á þér. Kannski fyrst, en það venst fljótt.

Hjá Inger kostar nýtt sett 11.900 kr og lagfæring 7000-9900 kr (fer eftir því hve mikið þarf að laga).

Mér finnst þetta algjör snilld t.d. um jólin þegar ég er á leiðinni í mörg matarboð og nokkur jólahlaðborð. Þá sparar þetta mér tíma og fyrirhöfn. Mér finnst gaman að því að ,,poppa“ aðeins uppá útlitið svona um hátíðarnar.

Ef þú vilt skoða myndir af lengingum eftir Inger þá skaltu kíkja á FB síðuna hennar HÉR.

Ég vil samt taka það skýrt fram
……að mér finnst alls ekki nauðsynlegt að vera með augnháralengingar. Ég er ekki að fá mér þetta til að fullnægja útlitsdýrkun samfélagsmiðla. Mér finnst ég alveg jafn sæt og falleg hvort sem ég er ómáluð með mín eigin augnhár eða máluð með lengingar. Ungar stelpur verða að átta sig á því að allt svona extra glingur er ekki nauðsynlegt til að líta vel út! Stelpur eru samt alltaf stelpur og við höfum margar hverjar áhuga á einhverju svona. Vertu samt vakandi fyrir því á hverju ykkar ákvörðun byggist. En það er allt í lagi að hafa gaman að þessu og taka hlutunum ekki of alvarlega 🙂


Katrín

  Þú finnur mig á Instagram & facebook

 

 

Rauður ASOS óskalisti

Rauður litur verður áberandi í haust og vetur.

Þetta getur verið ,,scary“ litur fyrir suma en ef þig langar til þess að stíga út fyrir þægindarammann og prófa eitthvað nýtt þá mæli ég með að byrja á einni flík. Splæstu í eina rauða peysu eða par af rauðum skóm. Prófaðu þig áfram….þetta eru bara föt 😉

Ég tók saman nokkrar rauðar flíkur sem gripu mig frá ASOS.

Minn daglegi stíll er mjög afslappaður, svolítið sportlegur og snýst fyrst og fremst um þægindi. Ég þoli ekki að vera í of þröngum fötum. En svo finnst mér gaman að dressa mig upp þegar ég fer út.

 

PEYSUR

Vínrauð oversized peysa HÉR.

Rauður peysukjóll með ermum HÉR.

Let´s make out peysa HÉR.

Sportleg oversized peysa HÉR.

Þunn peysa HÉR.

 

BUXUR

Old fashion smellubuxur HÉR

Aðsniðnar buxur með rönd HÉR

Monki íþróttabuxur með rönd HÉR

Velvet buxur HÉR

Háar vínrauðar buxur HÉR

 

ÚLPUR/JAKKAR

Dúnúlpa síð HÉR

Blazer með tölum HÉR

Calvin Klein jakki HÉR

Parka úlpa HÉR

ELK Faux Fur jakki HÉR

 

SKÓR

Adidas street skór HÉR

Öklastígvél úr leðri HÉR

Rauðir hælar HÉR

Converse skór HÉR

Inniskór HÉR

 

KJÓLL

Kögur kjóll HÉR

Síðerma Tie up HÉR

Flutter sleeve HÉR

Floral kimono HÉR

Bodycon kjóll HÉR

 


Katrín

  Þú finnur mig á Instagram & facebook

Fæðubótarefni sem ég nota daglega

Ég lyfti 5-6x í viku og nota fæðubótarefni samhliða hollu og góðu mataræði. Það skiptir mig ótrúlega miklu máli að vera í góðu formi því þá líður mér betur andlega og líkamlega. Svo er þetta líka svo ótrúlega skemmtilegt þegar maður fer að sjá árangur.

Í þessari færslu langar mig að deila með ykkur fæðubótarefnum sem ég nota frá Lean Body. Þetta eru vörur sem ég keypti mér sjálf, ég fékk þær ekki gefins. Ég er bara ánægð með kaupin og þess vegna langar mig að segja ykkur frá 🙂 Ég sá á facebook að það var afsláttur í gangi þannig að ég skellti mér inná síðuna hjá þeim og pantaði mér þrjár vörur.

 

 

SKINNY BUGS FRÁ LEAN BODY

Ég keypti mér þetta í byrjun október og hef tekið eina töflu á hverjum morgni með 500 ml af vatni. Skinny Bugs stuðlar að jafvægi á sýrustigi í meltingarveginum og hefur þar að leiðandi mjög góð áhrif á meltinguna. Skinny Bugs inniheldur yfir 57 billjónir gerla sem meltingakerfi líkamans þarfnast til að geta blómstrað og þar með stuðlað að þyngdartapi.
Þetta eru tuggutöflur með jarðaberjabragði sem er tekin inn daglega. Hún kemur jafnvægi á meltinguna, hjálpar til við þyngdartap og styrkir ónæmiskerfið.

Mín upplifun:
Þetta er vara sem ég myndi kaupa aftur. Ég hef alltaf verið með eitthvað magavesen en eftir að ég byrjaði á þessum töflum hefur það minnkað verulega. Ég hef prófað ýmislegt í gegnum tíðina en þetta er nýja uppáhalds. Svo er þetta líka svo gott á bragðið! Mér sýnist þetta ennþá vera á tilboði – 3192 kr. Fæst HÉR.

 

ANTI-BLOAT FRÁ LEAN BODY 

Aðeins 100% náttúruleg hráefni eru í Anti Bloat formúlunni frá Jamie Eason. Anti Bloat dregur verulega út uppþemdum maga, hefur afeitrunar áhrif (detox). Hreinsar meltingarfærin og ristilinn, ásamt því að vera vatnslosandi.
Triphala er virka innihaldsefnið í Anti Bloat, triphala er í raun þrír ávextir – Amalaki, Bibhitaki og Haritak. Hver þessara ávaxta er áhrifaríkur á sinn hátt en rannsóknir hafa sýnt að þeir vinni mjög vel saman séu þeir í einni og sömu blöndunni.

Anti Bloat:
– inniheldur einnig Ginger, Dandelion Root Extract og C-vítamín
– styður við þyngdartap
– virkar sem náttúrulegt detox
– bætir orku
– dregur úr loftsöfnun
– bætir meltinguna
– dregur úr umfram vatnssöfnun

Mín upplifun
Okey þetta er vara sem ég elska og mæli með fyrir alla sem díla við þetta leiðindar vandamál! Ég er alltaf bloated…ALLTAF! Það er mjög algengur fylgikvilli vefjagigtar veit ég sem ég greindist með fyrr á árinu. Heilshugar get ég sagt ykkur að þetta er það besta sem ég hef prófað. Ég varð ekki einu sinni bloated á meðan ég var á blæðingum eftir að ég fór að taka þetta inn! Undur og stórmerki. Þetta er líka ennþá á tilboði 3192 kr. Fæst HÉR.

HICA-MAX frá LABRADA

Hica Max er kraftmikið, hormónafrítt og náttúrurlegt efni sem styður við vöðvavöxt hraðar en áður þekkist. Hica Max eru tuggutöflur með ávaxtabragði.

Taktu Hica Max og árangurinn verður ótrúlegur.

500mg HICA (Leucic Acid) í skammtinum. Hjálpar vöðvunum gríðalega að jafna sig á milli æfinga sem gerir þér kleift að æfa oftar af meiri krafti.

Mín upplifun
Ég tek inn lyf daglega sem gera það að verkum að ég á mjög erfitt með að bæta á mig vöðvum! Og þar sem ég hef engan áhuga á að vera einhver mjóna þá ákvað ég að prófa þetta. Ég er loksins byrjuð að sjá móta fyrir ágætis vöðvum og ég vil meina að þetta sé að hjálpa til. Ég jafna mig fyrr eftir æfinguna og get því tekur betur á því. Köllum þetta kryddið ofaná steikina. Þetta kostar 6990 kr. Fæst HÉR.

Þetta eru þrír nýjir meðlimir sem bættust við í fæðubótarfjölskylduna mína. Ætla svo að taka fyrir prótein og vítamín í sér færslu. Ég elska að finna nýja og sniðuga hluti sem bæta heilsuna!

Ár síðan ég átti Alexander og ég er bara þrusu sátt með formið. Þegar maður er ræktardurgur þá er alltaf eitthvað sem maður vill breyta og bæta, en það er nauðsynlegt að hafa gaman að því og njóta ferðalagsins!


Katrín

  Þú finnur mig á Instagram & facebook

 

Balmain hárvörur á Íslandi!

Heildsalan Reykjavík Warehouse var að koma með þær fréttir að á næstu vikum munum við íslendingar geta nálgast Balmain Paris Hair Couture á völdum hárgreiðslustofu!

Balmain Paris er eitt fremsta og þekktasta tískuhús í heimi á sama kaliberi og Dior og Louis Vuitton.

Hárgreiðslufólk vill  meina að það sé erfitt að toppa þessi gæði.

Balmain Paris Hair Couture Fall/Winter 2017 Campaign

Þið getið fylgst með gangi mála á Facebook síðu Balmain Hair Iceland HÉR.

Ég get ekki beðið eftir að prófa þessar lúxus vörur sem stjörnunar virðast dýrka og dá!


Katrín

  Þú finnur mig á Instagram & facebook

 

 

 

 

Fylgdu okkur á


Follow