Katrín

Balmain hárvörur á Íslandi!

Heildsalan Reykjavík Warehouse var að koma með þær fréttir að á næstu vikum munum við íslendingar geta nálgast Balmain Paris Hair Couture á völdum hárgreiðslustofu!

Balmain Paris er eitt fremsta og þekktasta tískuhús í heimi á sama kaliberi og Dior og Louis Vuitton.

Hárgreiðslufólk vill  meina að það sé erfitt að toppa þessi gæði.

Balmain Paris Hair Couture Fall/Winter 2017 Campaign

Þið getið fylgst með gangi mála á Facebook síðu Balmain Hair Iceland HÉR.

Ég get ekki beðið eftir að prófa þessar lúxus vörur sem stjörnunar virðast dýrka og dá!


Katrín

  Þú finnur mig á Instagram & facebook

 

 

 

Rómantíkin hjá ERDEM fyrir H&M

Ég er ótrúlega spennt fyrir samstarfsverkefni H&M við tískuhúsið ERDEM!

Á hverju ári kynnir H&M nýtt samstarf og ERDEM er því að fetja í fótspor tískurisanna Kenzo, Balmain og Alexander Wang.

Erdem Moralioglu hönnuður línunar er helst þekktur fyrir rómantískar flíkur og blómamynstur sem heldur áfram að vera vinsælt trend í vetur.

Undirrituð getur ekki beðið eftir að líta þessa dásemd augum en fatalínan fer í sölu þann 2. nóvember í H&M Smáralind kl. 11:00.

Fyrstu myndir voru birtar í lok síðustu viku og ég tók saman nokkur uppáhalds lúkk sem mig langar að deila með ykkur.
Svona eftir á að hyggja þá var allt í uppáhaldi hjá mér!

Ég elska rómantíkina, blúndurnar og smáatriðin.

Hlakka til að næla mér í fallega hönnun!


Katrín

  Þú finnur mig á Instagram & facebook

 

Pampers styður Kvennadeild Landspítalans!

Ef þú vilt kaupa gæða bleiur á góðu verði og láta gott af þér leiða á sama tíma skaltu halda áfram að lesa!

Pampers ætlar í átak í samvinnu við íslenska stórmarkaði með það markmið að safna allt að 1,5 milljón króna til styrktar Líf, sem er styrktarfélag Kvennadeildar Landspítalans. Við sem eigum börn þekkjum að sjálfsögðu Kvennadeildina og Sængurleguna vel og vitum hversu mikilvægt það er að hafa góðann aðbúnað til staðar frá byrjun meðgöngu til enda.

Líf heitir á landsmenn að sýna hug sinni í verki til íslenskra kvenna og fjölskyldna þeirra. Þjóðin hefur oft á tíðum sýnt samtakamátt sinn í þjóðþrifaverkum – þannig var kvennadeildin byggð á sínum tíma. Nú tökum við höndum saman á ný og reisum öfluga miðstöð fæðinga og kvenlækninga……
(tekið af heimasíðu Styrktarfélagsins www.gefdulif.is/safnanir)

Í október og nóvember renna 250 kr. af hverjum Pampers bleiupakka sem keyptir eru í þessum helstu stórmörkuðum eins og Bónus, Krónunni og Nettó beint til Líf. Verðið á bleium mun ekki breytast á meðan á átakinu stendur, þannig að þetta er enginn extra kostnaður fyrir þig!

Átakið nær til allra gerða og stærða af Pampers bleium. Það má einnig taka það fram að verð á algengustu stærðunum í Bónus og Krónunni er yfirleitta það sama pr. stk eða heldur lægra en það er í Costco. Eitt stk. af Pampers Baby Dry bleiu í Mega Pack í Costco kostar 19 kr – Í Bónus kostar sama stærð í Jumbo pakka 16 kr (færri í pakkanum).

Það verða límmiðar á Pampers bleiupökkunum sem minna þig á átakið!

Við viljum hafa Kvennadeildina okkar í toppstandi og við viljum að hún sé búin nýjustu tækni og tólum. Þetta skiptir okkur öll máli og þess vegna hvet ég þig til að leggja þitt að mörkum og kaupa Pampers í næstu verslunarferð.

Ég sjálf hef notað þessar bleiur á bæði börnin mín og mæli 100% með þeim! 

 

Kíkið endilega á Facebook síðu félagsins HÉR.

 


Katrín

  Þú finnur mig á Instagram & facebook

Boozt snilldin frá Costco!

English below//

Ég fór í Costco um daginn eins og margur annar og rakst á þessa snilld! 

Þrjár tegundir af Boozti í einum pakka, 14 alls. Svo elska ég nöfnin: 

ENERGY: Strawberry, blueberry, banana, rasperry, blackcurrant & spinach.

DETOX: Pineapple, apple, spinach, kale, ginger & lemon.

DEFENCE: Pinepple, mango, papaya, banana, ginger & goji berries.

Skella þessu í blandara, bæta við 300 ml af vökva og voila!

 

Það hefur aldrei verið auðveldara að búa til professional boozt heima sem allir í fjölskyldunni elska! Mæli klárlega með þessu – kostaði minnir mig 1.800 krónur.


I was walking in Costo the other day when and I i stumbled upon this Frozen smoothie kit! In one bag you get 3 different kinds of smoothies or 14 total.

This is so good and I love the names!!

ENERGY: Strawberry, blueberry, banana, rasperry, blackcurrant & spinach.

DETOX: Pineapple, apple, spinach, kale, ginger & lemon.

DEFENCE: Pinepple, mango, papaya, banana, ginger & goji berries.

All you need to do is put one bag in the blender, mix it with 300 ml of liquid like water og yogurt and VOILA!

It has never been easier to make a smoothie at home that every family member loves.

I absolutely recommend you trying this it costs about 1800 ISK.

 


Katrín

  Þú finnur mig á Instagram & facebook (katrinbelle.is)

 

Einn maski á dag….

English below//

Það eru allir fjölskyldumeðlimir búnir að vera veikir á þessu heimili seinustu tvær vikur.

Ég sjálf er búin að liggja frá því á mánudaginn og það var sko ekki fögur spegilmyndin sem tók á móti mér í gærkvöldi þegar ég loksins staulaðist á lappir!

Til þess að að kveðja veikindin formlega skellti ég í gott heimadekur. Þurrburstun, sturta, kaffiskrúbbur, litun og plokk, og síðast en ekki síst…..andlitsmaski!

Ég er með blæti fyrir húðvörum og elska að prófa eitthvað nýtt. Þessa dagana hef ég verið að vinna með Skin Recovery Hydrating Treatment Mask frá Paula´s Choice.

Þessi maski inniheldur kvöldvorrósarolíu (hversu rómantískt er það), hyaluronic sýru (því við viljum að þetta geri eitthvað gagn) og E & C vítamín (til að næra).  Hann er einstaklega áhrifaríkur við öldrunarmerkjum, nærandi og rakagefandi sem fær húðina til að ljóma.  Hann dregur úr þurrkublettum (fæ sjálf þurrk í kringum nefið en þessi maski lagar það) og er sérlega góður fyrir normal eða þurra húð.

Ég nota þennan einu sinni í viku, ber þykkt lag á andlit, augnsvæði og háls og læt bíða í 20 mínútur. Á myndinni hér fyrir ofan er ég með maskann á mér. Hann er kremaður, silkimjúkur og lyktarlaus. Húðin verður augljóslega lífflegri og fallegri á að líta eftir notkun.

Tók einmitt eftir því að Tigerlily.is sem er með umboðið fyrir Paula´s Choice vörurnar á 4 ára afmæli og því er 25% afsláttur af ÖLLUM vörum til 9. október! Um að gera að kíkja á heimasíðuna og næla sér í lúxus vörur á góðu verði!

Eins og glöggir lesendur vita þá er ég mjög hrifin af þessu merki og þið getið treyst því að ég mæli eingöngu með vörum sem ég nota sjálf, hef notað í einhvern tíma og hef séð árangur af. Þessi er einn af þessum ,,must have“ fyrir alla maskaperra eins og mig.

p.s. við ætlum að gefa þremur vinkonum maksa á næstu dögum þannig að vertu viss um að fylgja mér á Facebook og Instagram til að missa ekki af (katrinbelle.is) 🙂


Every family member has been sick for the last couple of weeks, including me of course. I´ve been lying in my bed since Monday and I must admit that my own reflection in the mirror was terrifying when I finally stood up yesterday. So, to feel like my old self again I had a little spa treatment for myself at home.

I am very enthusiastic about skin care and I love trying something new. I want to introduce to you one of my favorite face mask from Paula´s choice called Skin Recovery Hydrating Treatment.

It´s a a deeply hydrating face mask for dry to very dry skin that works overnight to restore a dewy, resilient, appearance and feeling of firmness for a visibly refined complexion.

I use it once a week and apply a generous layer all over the face and neck (if needed). Leave on for at least 20 minutes, or, if needed, overnight. Rinse thoroughly with tepid-to-warm water.

Like most of you know by now, I absolutely love Paula´s choice and I highly recommend them! I use them myself every day and the results are amazing.


Katrín

  Þú finnur mig á Instagram & facebook (katrinbelle.is)

 

 

Nivea Refining Clear-Up hreinsiplástrar

English below//

Ég fékk að gjöf hreinsiplástra frá Nivea fyrr í vikunni. Ekki veitti af eftir sveitta 7 daga heima með tvö veik börn í fanginu!

Við þekkjum öll Nivea enda er það leiðandi merki í húðumönnun á heimsvísu.

Hreinsiplástrarnir fjarlægja fílapensla og eru mjög auðveldir í notkun. Í pakkanum færðu 4 plástra sem eru ætlaðir fyrir nefið og 4 plástra sem eru ætlaðir fyrir höku og enni.

Hvernig á að nota vöruna?

  1. Það er nauðsynlegt að bleita svæðið sem um ræðir áður en þú setur plásturinn á.
  2. Leggðu plásturinn á og leyfðu honum að þorna í 10-15 mínútur.
  3. Taktu plásturinn varlega af.

Þú sérð óhreinindin í plástrinum eftir að þú hefur tekið hann af! Ég prófaði þetta í gær og var mjög sátt með árangurinn.

Nivea plástrarnir fást í öllum helstu apótekjum landsins.


I got these Refining Clear Up Strips from Nivea as a gift earlier this week. Of course, we all know the brand as it specializes in skin and body care.

These strips help keep the pores unclogged so that the skin looks refined and fresh.  In this pack you get 4 strips for your nose and 4 strips for your cheek and forehead.

How to apply?

  1. Wet desired area with water
  2. Apply strips and let the strip dry for 10-15 minutes.
  3. Carefully remove strips

You can really see the dirt on the strips after use! I tried it yesterday and was very pleased with the results.

 


Katrín

  Þú finnur mig á Instagram & facebook (katrinbelle.is)

 

 

Óskalistinn í barnaherbergið frá Hjarn.is

Ég og kærastinn minn keyptum okkur einbýlishús í Garðabæ árið 2016. Þetta var þriðja fasteignin okkar og líka sú stærsta. Þegar við fluttum inn þá áttum við ekki næstum því nægilega stóra búslóð til að gera heimilislegt í kringum okkur. Þáverandi húsgögn voru meira og minna eitthvað sem við höfðum keypt í Ikea, Góða hirðinum eða fengið gefins frá fjölskyldu. Engin húsgögn voru í sama stíl.

Hægt og rólega, herbergi fyrir herbergi erum við að taka búslóðina í gegn. Safna fyrir hlutum sem okkur finnst vera fallegir.

Barnaherbergið hans Alexanders er hinsvegar aðeins búið að sitja á hakanum (enda er hann bara 1 árs og veit ekki einu sinni að hann á herbergi). En mér finnst vera komin tími á að gera aðeins huggulegra í kringum hann.

Ég laumaðist inn á Hjarn.is (þegar ég átti að vera að læra) og tíndi saman nokkra hluti sem mig langar til að eignast í herbergið hans Alexanders.

Kerru-karfa á hjólum… þessi er súper krúttleg! Lítil börn elska að tína saman dót og þvælast með það útum allar trissur. Svo er hún svo falleg fyrir augað.

Joseph Bunny Lamp – verð að eignast hann! Svo fallegur inn í barnaherbergið.

Þessi Panda karfa er algjör klassík!

Kannski ekki inn í barnaherbergið en þó barnatengt. Sonur minn þolir ekki að láta þurrka sér um munninn en mögulega með þessum sætu þvottapokum!

Sleepy Mause rúmfötin eru sjúklega sæt!

Falleg hilla sem tæki sig vel út í barnaherberginu.

Ananasinn er fallegur. Keypti einn slíkann fyrir son minn í Primark sem lýsir. Hann er agalega hrifinn af honum! Vær líka til í þennann samt 😉

Þessi kanínu herramaður mætti sko alveg koma heim með mér. Tæki sig vel út hjá Alexander.

    Þessi væri fallegur fyrir ofan rúmið.

Nokkuð viss um að Alexander myndi krútta yfir sig með þessa!

 

Læt þetta duga í bili. Leyfi ykkur svo kannski að fylgjast með breytingum hér heima.


Katrín

  Þú finnur mig á Instagram & facebook (katrinbelle.is)

 

 

Cork í Myndum

Við vinkonurnar skemmtum okkur konunglega í Cork! Langaði að deila með ykkur nokkrum myndum 🙂

Við pöntuðum okkur herbergi hjá Riverview bed and breakfast. Á myndinni fyrir neðan sjáið þið litla krúttlega húsið okkar. Þjónustan var til fyrirmyndar, en það eru yndisleg hjón sem eiga og reka staðinn.


 

 

Þröngar götur, litrík hús, fallegar kirkjur, vinaleg andlit og létt andrúmsloft er mín upplifun af Cork.

Við skoðuðum líka Cork City Gaol aðeins um söguna þar:

,,When Cork City Gaol first opened it was reported as being “the finest in 3 kingdoms”. It housed both male and female prisoners who committed crimes within the city boundary. Anyone committing a crime outside the city boundary was sent to the County Gaol, which was located on the grounds of what is now UCC.  In 1923 all prisoners were removed and the doors of Cork City Gaol never again closed on the freedom of any man, woman or child“.

Ótrúleg upplifun að ganga inn í þetta gamla fangelsi.

       

  Þrír dagar liðu hratt og við áttum enn eftir að skoða margt! En mér finnst líklegt að ég fari þangað aftur einn daginn og gefi mér þá meiri tíma.

 


Katrín

  Þú finnur mig á Instagram & facebook (katrinbelle.is)

 

Travel the world with your best friend

Hvað veistu um Cork á Írlandi?

,,Cork er lífleg hafnar- og háskólaborg við suðvesturströnd Írlands. Borgin stendur við ána Lee og er þriðja stærsta borgarsvæði á Írlandi á eftir Dublin og Belfast, með u.þ.b. 125 þúsund íbúa“ – Wow air 

Ég er svo lukkuleg að ein af mínum bestu vinkonum er flugfreyja hjá WOW. Hún kom með þessa stórkostlegu hugmynd að við myndum, í tilefni af 29 ára afmæli okkar beggja, skella okkur saman í vinkonuferð til Cork á Írlandi!

Þetta er nýlegur áfangastaður hjá WOW og svona borg sem manni hefði aldrei dottið í hug að heimsækja.

Við vinkonurnar erum með samning okkar á milli að reyna að fara saman í vinkonuferð til útlanda annahvert ár. Fyrir rúmlega tveimur árum fórum við tvær saman til Flórída í nokkra daga, og núna er það Cork…næst verður það mögulega Asía?

Við förum í loftið snemma í fyrramálið og flugið er ekki nema tveir tímar. Við erum búnar að bóka herbergi  í Bed and Breakfast mjög nálægt centerinu. Það er ekki mikið planað hjá okkur en eitt er víst, við ætlum að fara að skoða Cork City Gaol sem er gamallt fangelsi.

Ég er orðin ansi hrifin af my story á Instagram og ætla að taka upp ferðalagið okkar á þeim miðli. Þannig að þeir sem eru áhugasamir um Cork eða gömul fangelsi getið fylgst með okkur þar (katrinbelle.is) 😉

Börn og makar eru að sjálfsögðu ekki velkomin með í þessa ferð! Við mömmurnar þurfum smá ,,break“ endrum og eins til að hugsa um okkur sjálfar og rækta vinarsamböndin 😉


Katrín

  Þú finnur mig á Instagram & facebook (katrinbelle.is)

 

Fylgdu okkur á


Follow