Katrín

Get ég orðið minimalisk?

Er minimaliskur lífsstíll eitthvað sem ég get tileinkað mér og vil tileinka mér?

Svarið mitt hefur alltaf verið: NEI!

Þessa dagana er ég að ganga í gegnum persónulegar breytingar eins og fólk geri svo oft í þessu lífi og það neyðir mann stundum til að skoða hlutina frá öðru sjónarhorni. Tek það fram að ég er ekki búin að móta þessar hugsanir endanlega…þær eru í skoðun.

Ég á heima í stóru einbýlishúsi með heitum potti og bakgarði á stærð við Klambratún. Það eru tveir bílar í innkeyrslunni. Sólskáli og bílskúr. Inni hjá mér eru 5 hægindastólar, sófi, sófaborð, hillur og skápar. Borðstofuborð með sex stólum, eldhúsborð með fjórum stólum, tvö risastór rúm, barnarúm, endalaust af allskonar leirtaui, tvær mottur, fjögur óhreinatau og allavega 6 kassar fullir af leikföngum!!! Það eru tvö baðherbergi, sturta og baðkar. Dóttir mín á eitt reiðhjól, annað þríhjól og risastóran bíl sem hún fékk í jólagjöf. Ég á örugglega 50 bodylotion,10 ilmvötn og ég ætla ekki að minnast á snyrtidótið og kremin. Börnin mín eiga síðan sér kassa með baðdóti og annan kassa með útileikföngum. Ég á lítinn fataskáp (sem ég get samt labbað inn í) og hann er troðfullur af fötum – helminginn nota ég ekki. Bílskúrinn hefur að geyma óteljandi kassa sem innihalda minningar og fjársóð sem ég man ekki eftir.

Ég var komin á æðislegt skrið með skipulagið fyrir jólin samt. Fór í rúmfatalagerinn og keypti fullt af allskonar hirslum, körfum og kössum til að geyma allt dótið okkur í. Þvílíkur sigur sem það var að troða öllu ,,draslinu“ í körfur útum allt hús.

En síðan gerðist það á miðvikudaginn í seinustu viku um kvöldmataleiti. Ég var búin að eyða öllum deginum í að taka til og þrífa þetta risastóra hús. Ég var að elda mat fyrir krakkana. Alexander sat í stóra dótabílnum (sem vinir á Instagram hafa fengið að kynnast) með tónlistina í botni keyrandi útum allt, klessandi á húsögn. Íris Rut var búin að skipta um föt þrisvar sinnum síðan hún kom heim úr leikskólanum og því lágu kjólar og buxur útum öll gólf. Ég gekk inní þvottahús til að athuga þvottinn og þegar ég kom til baka var Alexander búin að finna fínu kassana sem ég hafði keypt fyrir jólin sem höfðu að geyma allskonar drasl sem ég þurfti nauðsynlega að geyma og að sjálfsögðu var hann búin að sturta úr þeim á stofugólfið. Á þessum augnabliki stoppaði ég……… ég fékk nóg.

Þetta varð til þess að ég setti börnin snemma í ból og settist upp í sófa hálf gáttuð. Þetta var hálfgert ,,wake up call“ fyrir mig.

Án þess að fara of djúpt í persónulega hluti þá vissi ég allavega að þessi efnahyggja og þetta drasl í kringum var ekki að virka. Foreldrar mínir hafa aldrei verið rík eða átt mikið af hlutum. Við bjuggum ekki í stórri íbúð og ég fékk ekki sérherbergi fyrr en ég var 10 ára. Ég lærði snemma að það skipti ekki máli hversu stór pakkinn undir jólatréinu var og ég var alltaf þakklát fyrir dótið eða fötin sem ég fékk. Mig skorti aldrei neitt og fann aldrei fyrir fátækt.

Ég ætla bara að viðurkenna það að dóttir mín er ekki eins. Hún hefur alltaf fengið allt sem hún vill, sem hefur gert það að verkum að hún fer ekki nægilega vel með dótið sitt (enda er alltof mikið af dóti í kringum hana) og hún er svolítið föst í því að ef eitthvað bilar þá er hægt að kaupa nýtt. Það fer ekkert á milli mála að þetta er lærð hegðun.

Ég er komin með plan …. ég ætla að breyta þessu. Ég veit ekki alveg hvernig, en þessa dagana er ég allavega i óðaönn að grisja heimilið mitt. Losa mig við óþarfa dót og drasl.

Ef þið eruð í svipuðum hugleiðingum þá mæli ég með blogginu hennar Margrétar Bjarkar sem heitir minimalist.is.

Þið getið fylgst með þessu öllu saman á Insta Story hjá mér!


Katrín Bjarka

Netfang: katrin@belle.is

Instagram: katrin.bjarkadottir

Snapp: katrinbjarka

Facebook: www.facebook.com/katrinbjarkad

 

 

 

 

Úlpan sem heldur mér á lífi

Þvílíkt bloggleysi seinustu daga, þetta hefur held ég aldrei gerst! En ég er eins og bjarndýr sem leggst í dvala á veturna… litli vefjagigtalíkaminn minn þolir kuldann svo illa, ætli ég neyðist ekki bara til að flytja til Tene? Er að skoða þetta……

En ég gerði góð kaup um daginn frá Asos að sjálfsögðu. Keypti mér risastóra dúnúlpu og ég hef búið í heinni seinustu vikur.

Boohoo Padded Coat with Faux Fur Hood

Hún er ótrúlega létt og þægileg en á sama tíma hlý og nóg stór til að vera í þykkum peysum innan undir.

Minn stíll á veturna samanstendur af stórum þykkum peysum, þykkum úlpum, þykkum sokkum og leggings. Mjög simple en á vel við í þessum kulda.

Úlpa: Asos
Peysa: H&M
Leggings: H&M
Sokkar: Sokkabúðin Cobra
Skór: H&M

 


Katrín Bjarka
Fylgdu mér á Instagram @katrin.bjarka

MUNUM áskorun 2018!

Vissir þú að 95% af öllu sem þú hugsar, finnur, gerir eða afrekar er niðurstaða af venjum þínum? Hvort sem það er að bursta tennurnar, þvo á þér hárið eða setja á þig farða þá eru venjur um 40% af því sem þú gerir alla daga.

Venjur eru nauðsynlegar fyrir hugann til að ná að hvílast. Við sköpum okkur bæði góðar og slæmar venjur sem hafa mikil áhrif á okkar líf. Að búa til nýja venju gefur þér vald til að bæta heilsu þína, útlit, afköst, sambönd við ástvini eða bæta þig i vinnu. Góðar venjur geta bætt líf þitt það sem eftir er.

Við skorum á þig að taka út einhverja slæma venju í þínu lífi og/eða skapa þér nýja góða venju í 30 daga. Þetta þarf ekki að vera mjög róttæk breyting því litlar endurteknar breytingar hafa mikil áhrif til lengri tíma.

Dæmi um góðar venjur:
* Hugleiða í 30 daga
* Borða ekkert nammi eða engan sykur í 30 daga
* Taka alltaf stigann í 30 daga
* Hreyfa sig á hverjum degi í 30 dag

Það var skorað á mig og ég ætla að skora á ykkur lika!

Það sem skiptir öllu máli í svona áskorun er daglegt ,,motivation“. Já, ég ætla að nota þessa ensku slettu en á íslensku er talað um hvatningu. Fólk heldur stundum að það sé nóg að lesa motivational texta eða horfa á motivational video á youtube einu sinni í mánuði en það er ekki rétt! Þú þarft að motivera sjálfan þig á hverjum degi til að þetta takist!!

Árið 2014 byrjaði ég í líkamsrækt, ég vildi koma mér í gott form. En eini tíminn sem ég hafði til að mæta í ræktina var kl. 05:30 á morgnana. Ég átti 4 mánaða gamalt barn, var í skóla og vinnu. Á hverju kvöldi áður en ég fór að sofa skoðaði ég myndir á Instagram af fólki sem var í góðu formi og lifði heilbrigðum lifsstíl. Ég las qoutes um líkamsrækt og las greinar sem tengdust fitness og mataræði. Þegar ég vaknaði kl. 05:00 til að mæta á æfingu þá byrjaði ég að því að hlusta á video sem hvatti mig áfram. Ég hlutstaði á það á meðan ég græjaði mig og í bílnum á leiðinni á æfingu. Ég átti þrjú uppáhalds video sem ég spilaði stanslaust. Ég var kannski ekkert alltaf í stuði en ég treysti því að undirmeðvitundin mín tæki við skilaboðunum.

Fjórum árum síðar og ég hlusta enn á þessi video. Þó að líkamrækt sé orðið að lífsstíl hjá mér þá er ég samt enn að hvetja mig áfram daglega. Ég er alltaf að setja mér markmið og ég er alltaf að skora á sjálfan mig.

Ég ætla að taka þátt í MUNUM áskorun 2018 og ég er búin að setja mér 3 markmið sem ég veit að eiga eftir að taka á.

1. Ég ætla ekki að borða nammi í 30 daga.

2. Síminn verður geymdur í körfu á ganginum frá því að börnin koma heim þanga til þau fara að sofa.

3. Taka cardio æfingu á morgnana, 5x í viku. Lyfta síðan seinnipartinn. (Þetta markmið er stílað inná vefjagigtina, hreyfing er það besta sem ég geri fyrir sjálfan mig).

Passaðu þig samt á því að hafa gaman að þessu! Þetta er ekki kvöð, þú ert að prófa þig áfram, skora á sjálfan þig. Kannski nærðu öllum þínum markmiðum og kannski ekki.

Eins og Arnold vinur minn segir:


Katrín Bjarka
Fylgdu mér á Instagram @katrin.bjarka

 

 

Takk fyrir mig kæru lesendur og samstarfsaðilar!

//English below

Það er ár síðan ég byrjaði að blogga á belle.is en fyrsta færslan mín var birt þann 1. janúar 2017. Síðan þá hef ég skrifað og birt 73 færslur!

Mér finnst ekkert skemmtilegra en að deila með ykkur vangaveltum og hugmyndum hér á blogginu og á Instagram!

//It´s been a year since I started blogging here at belle.is. My first blog came out January 1, 2017. Since then I´ve published 73 blogs! Nothing makes me happier that writing interesting blog posts and sharing my thoughts and my life with you guys. Both here and on Instagram.

 

Þrátt fyrir að vera aðeins búin að blogga i ár þá hef ég unnið með ótrúlega flottum merkjum og fyrirtækjum. Ég vanda valið mjög vel þegar kemur að samstarfi og ég er stolt af öllum þeim verkefnum sem ég hef unnið í. 

//I´ve only been blogging for a year but I´ve had so many great partnerships with many different companies. I am proud of them all and so thankful.  

– Snyrtistofan Fegurð
– MUNUM dagbók  
– Mamma veit best
– Fitsuccess
– Sally Hansen
– Paula´s Choice
– Kompaníið
– Betri Svefn
– Pampers
– Nivea
– Forlagið
– Zik Zak
– Heimkaup
– PEI
– Special K
– Ghostlamp

Takk fyrir samstarfið á árinu sem er að líða!
//Thank you so much!

 

Árið 2017 er búið að vera algjört ævintýrir. Er búin að ferðast mikið, kynnast nýju fólki, eignast nýja vini og prófa nýja hluti.
Ég er búin að ýta mér langt út fyrir þægindarammann mörgum sinnum á þessu ári, sem er gott því öðruvísi þroskast maður ekki. Hef labbað á marga veggi, tekið margar vitlausar ákvarðanir, tekið margar réttar ákvarðanir, verið til staðar fyrir fólkið mitt, lesið 40 bækur, brosað, grátið, hlegið og hugsað.

//The year 2017 has been amazing. I´ve travelled a lot and met interesting people along the way. I´ve made new friends and pushed myself out of my comfort zone countless times, which is a good thing because otherwise you don´t grow.

The choices I´ve made this year have both been good and bad. I´ve laugh a lot and cried a little. But I was able to reach my book goal but this year! 40 books 🙂

 

Til ykkar kæru lesendur! Þá langar mig að þakka ykkur kærlega fyrir samfylgdina á árinu. Það eruð þið sem haldið mér við efnið og hvetjið mig til þess að halda áfram að skrifa og skapa.

Hlakka til að kynnast ykkur betur á nýju ári!
Gleðilegt nýtt ár!

//To my dear readers, I want to thank you so much for everything. You guys are the reason I am writing and creating my content. You keep me focused  and I am so grateful.

Happy new year everyone!

 


Katrín Bjarka
Fylgdu mér á Instagram @katrin.bjarka

 

Jóla neglurnar mínar!

Ég fékk þá skyndiákvörðun í vikunni að hressa aðeins uppá neglurnar mínar. Ég hef alltaf verið með frekar þunnar neglur, sem að brotna auðveldlega. Ég vissi að ég væri ansi bjartsýn að fá tíma hjá naglafræðing svona korter í jól, en það hafðist!

Ég hafði samband við Naglameistarann í Hfn og það vildi svo til að ein hafði afbókað sig þannig að ég komst að.

Naglafræðingurinn sem ég fór til heitir Andrea og hún gerir acryl neglur, sem var akkurat það sem ég vildi. Á jólunum verða rauðir tónar oftast fyrir valinu en ég ákvað að fara í aðeins bleikari lit sem mér fannst henta mér betur, hann heitir Wanna Dance og er nr. 46.

Svo fékk ég mér glimmer á baugfingurinn svona til þess að poppa þetta aðeins upp. Ég er svo ótrúlega sátt með útkomuna!

Ég mæli klárlega með Andreu hjá Naglameistaranum, ég er allavega búin að panta mér tíma í lagfæringu eftir 4 vikur. Annars voru þær nokkrar að vinna þarna og ég sá ekki betur en að þær væru allar ótrulega flinkar í þessu fagi.

Það þarf ekki mikið til að gleðja 🙂


Katrín Bjarka
Fylgdu mér á Instagram @katrin.bjarka

 

Fullkomin peysa fyrir veturinn úr Zöru!

Úrvalið í Zöru hefur aldrei verið flottara! Kannski er það vegna þess að tískan núna er minn stíll út í gegn. Víðar peysur og íþróttabuxur!

Ég hefði getað keypt alla búðina, mátaði 10 flíkur en aðeins tvær fengu að koma með mér heim. Í þetta skiptið allavega, er að fara aftur að versla í vikunni! Það eru nefnilega jól………

En peysan sem ég keypti mér var ást við fyrstu sýn. Ótrúlega mjúk, þægileg og síð. Tók hana í medium til að hafa hana extra víða og kósý. Mér fannst flest fötin þarna vera á virkilega góðu verði, en þessi peysa var rétt undir 5000 krónum.

 

Ég keypti mér dökkbláa, er búin að vera hrifin af bláu núna uppá síkastið. Það voru til fleiri litir, svartur, grár, ljós blár og gulur meira að segja. Mér finnst liturinn og efnið sjást mjög vel á myndinni hér fyrir ofan. Sjáið þið hvað hún er mjúk?

 

Peysan er nægilega síð til að vera í leggings við, sem er mikill kostur! Mæli með að þið kíkið í Zöru í Smáralind. Ef þið viljið næla ykkur í eina svona kósý peysu fyrir veturinn þá sýndist mér vera nóg til og mikið úrval af allskonar!

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 


Katrín Bjarka
Fylgdu mér á Instagram @katrin.bjarka

Skipulagið á Sunnudögum

Sunnudagar eru skipulagsdagar á mínu heimili.

Þegar börnin er komin í ból þá setjumst við foreldrarnir niður og förum yfir verkefni næstu viku og berum saman bækur okkar.

Það er mjög mikilvægt að skrifa þetta niður og mér persónulega finnst best að gera það á gamla og góða mátann, í bók.

Við erum bæði í mjög sveigjanlegu starfi og ég í námi. Ég er oft að mæta á fundi eða vinna verkefni í tengslum við bloggið og hann tekur að sér aukavinnu á kvöldin og stundum um helgar. Þannig að engin vika er eins. Getur verið erfitt fyrir rútínumanneskjuna mig en með góðu skipulagi er hægt að láta hlutina ganga upp.

 

Markmið vikunnar
(Hér skrifa ég niður hvaða skref ég þarf að taka í þessari viku til að færa mig nær mínum langtímamarkmiðum. Ásamt einhverju sem er basic)

– Passa uppá mataræði
– Mæta daglega á æfingu
– Klára jólagjafir
– Skila af mér þremur bloggfærslum
– …og ýmislegt annað sem ég þarf að gera.

Persónuleg markmið vikunnar
(Hér reyni ég að skora á sjálfan mig og breyta einhverjum vana eða hegðun til hins betra)

– Banna síma inn í svefnherbergi
– Sýna börnunum mínum þolinmæði og hlusta betur á þau
– Klára bókina sem ég byrjaði á
– Fara snemma að sofa
– …og bara hvað sem mér dettur í hug.

Verkefni vikunnar
(Allt sem ég þarf að gera til að ná markmiðum mínum og láta vikuna ganga sem best)

– Kaupa í matinn á mánudaginn og skipuleggja kvöldmat
– Þvo útifötin af krökkunum
– Mæta á fund og taka myndir fyrir verkefni
– Taka stelpudag með Írisi Rut og versla jólagjafirnar
– Fara í nudd
– …og hér getur ýmislegt bæst við

10 mínútna verkefni vikunnar
(Hér skrái ég niður öll þessi litlu verkefni sem hanga á manni)

– Senda bankanum e-mail
– Afpanta tíma fyrir Alexander
– Skella í event á FB
– Borga reikninginn
– …og síðan bæti ég við þennann lista þegar líður á vikuna.

Hvaða þrjú orð lýsa mér best í þessari viku?
(Svo gott að velja sér þrjá kosti til að hafa bak við eyrað í hverri viku)
Frumleg, þolinmóð, einbeitt

Fyrir hvað er ég þakklát?
(Gotta að minna sig á daglega hvað maður er þakklátur fyrir)
Fólkið mitt & heilsuna

Förum einbeitt og kraftmikil inn í þessa viku kæru lesendur.
Ótrúlegt að það séu aðeins 3 vikur eftir af þessu ári!

 


Katrín Bjarka
Fylgdu mér á Instagram @katrin.bjarka

 

Augnkremið frá Paula´s Choice

Mér fannst aldrei nauðsynlegt að nota augnkrem hér áður fyrr í minni daglegu rútínu. Það var ekki fyrr en ég eignaðist barn númer tvö þar sem ég áttaði mig á að nú þyrfti ég að gera eitthvað. Held ég geti þó ekki kennt Alexander alfarið um nýjar hrukkur en ég ætla samt að reyna það.

Afhverju að nota augnkrem?

Augnkrem eru séstaklega hönnuð fyrir svæðið í kringum augun, því það svæði er allt öðruvísi en restin af andlitinu. Húðin þar er miklu þynnri og viðkvæmari. Það er ekki óalgengt að fólki taki eftir fyrstu öldrunarmerkjunum í kringum augun.

Augnkrem eru ekki bara fyrir konur sem eru 60 + eins og sumir gætu haldið.  Sjálf byrjaði ég að nota augnkrem endrum og eins í kringum 25 ára aldurinn þegar ég vann í snyrtivöruverslun. Augun og svæðið þar í kring kemur alltaf upp um okkur.

Til ykkar kæru mæður sem hafið ekki sofið í milljón ár og eruð alltaf með veik börn heima. Ég skora á ykkur að bæta augnkremi í ykkar húðrútínu, það bjargar ekki öllu en persónulega sé ég mun.

Hvaða krem er ég að nota?

Undafarið hef ég verið að nota augnkrem frá Paula´s Choice sem heitir RESIST Anti-Aging Eye Cream.

,, Einstaklega nærandi og milt augnkrem sem mýkir húð og bindur raka á öflugan hátt og er því sérlega hentugt fyrir þá sem kljást við þurrt augnsvæði.  Inniheldur fjölmörg andoxunarefni, peptíð, húðgræðandi efni og shea butter sem saman vinna að því að draga úr fínum línum kringum augu og gera húðina stinnari.  Sérhannaðar umbúðir tryggja að virkni og ferskleiki innihaldsefna sé í hámarki.  Hentar öllum húðgerðum og öllum aldri.  Án ilm- og litarefna “

Ég hef verið að díla við  leiðinlegan þurrk við augnkrók og það er ferlega ljótt þegar meik eða BB krem fer í þurrkubletti. Þess vegna nota ég þetta krem á morgnana undir farða og stundum nota ég það á kvöldin fyrir svefn. Þetta er eina kremið sem ég nota á augnsvæðið. Þegar ég ber á mig serum eða dagkrem, þá forðast ég að setja það undir augun.

Mundu, að þú þarft að nota mjög lítið magn af augnkremi í hvert skipti. Lítill dropi er nóg!

Ég hef mikið verið að nota vörurnar frá RESIST línunni sem eru séstaklega hannaðar til að vinna á móti öldrunarmerkjum.

Ég er alls ekki hrædd við að eldast, en ég vil samt hugsa vel um húðina mína í leiðinni.

Afhverju Paula´s Choice?

DropperAf því að hver einasta vara er hönnuð með það í huga að vinna á sértækum húðvandamálum. Hvort sem þú ert að berjast við óvelkomnar hrukkur eða feita og bólótta húð þá ættir þú að geta fundið lausn hjá Paula´s Choice. Úrvalið er mikið og því borgar sig að fá ráðgjöf sérfræðings.

,,Þessi gagnsemi er rökstudd með því að vísa í heimildir við hverja vöru, rannsóknagreinar sem birst hafa í virtum fræðitímaritum um húðsjúkdómafræði, lyfjafræði, lífefnafræði o.s.frv.  Þetta eru óháðar rannsóknir sem sýna fram á að tiltekin efni hafi góð áhrif á starfsemi húðar eða dragi úr tilteknum húðvandamálum.“ – Tigerlily.is

ProductgroepAf því að pakkningarnar eru hannaðar með það í huga að vernda vöruna sem best, fyrir sólarljósi og sýklum. Það er því aðalega notast við ógegnsæaar túpur eða pumpur. Þetta skiptir mig miklu máli. Ég þoli ekki krem í krukkum þar sem ég þarf að fara með puttana ofaní eða notast við sérstaka sköfu sem fylgir með. Þar hafa bakteríur greiða leið ofan í rándýra kremið mitt!

Af því að öllum gagnslausum efnum er sleppt. Engin ilmefni, engin litarefni og ekkert alkahól.

Leaping-BunnyAf því að vörurnar eru ekki prófaðar á dýrum. Þetta skiptir mig alltaf máli og á að skipta þig máli líka! Við viljum ekki kaupa vörur sem eru prófaðar á dýrum – aldrei!

 

Vörurnar frá Paula´s Choice eru fáanlegar í vefversluninni Tigerlily.is.

 


Katrín Bjarka
Fylgdu mér á Instagram @katrin.bjarka

Myndataka hjá Eiríki Inga

Mér fannst tilvalið að panta tíma í fjölskyldumyndatöku fyrir jólin enda einn fjölskyldumeðlimur búinn að bætast við síðan seinast. Ég hafði heyrt góða hluti um Eirík Inga og hafði því samband við hann. Við vorum aðalega að hugsa um systkinamyndatöku og kannski eina af okkur öllum.

Þegar maður fer í myndatöku með eina 4 ára og annan 15 mánaða getur allt gerst! Börnin mín eru bæði súper feimin og hafa ekki mikið álit á ókunnugum. Ég krossaði putta og vonaði það besta.

Eiríkur Ingi er með æðislega aðstöðu í Grafarvoginum. Hann tók á móti okkur á slaginu 10 og bauð okkur velkomin. Andrúmsloftið var áreynslulaust en krakkarnir voru varkár og ætluðu ekki að láta plata sig út í neitt. Ég get hinsvegar sagt ykkur það að Eiríkur Ingi er einn mesti fagmaður sem ég hef hitt. Hann gaf sér góðan tíma til að tala við krakkana, grínast, hlæja, brosa og leika. Á augabragði var hann búinn að vinna sér inn traust þeirra og þau farin að njóta sín í studio-inu. Mér þótti ótrúlega vænt um að sjá hversu hlýlegur hann var við þau sem gerði það að verkum að ég slakaði á og gat notið mín betur. Við mömmurnar eigum til með að stressast upp við svona tilefni, þið hljótið að þekkja það sumar.

Ég er ótrúlega ánægð með myndirnar og valið var erfitt. Innifalið í verði voru 5 myndir, en við keyptum 4 auka. Mögulega mun ég bæta við fleirum seinna meir.

Ég brosi hringinn þegar ég horfi á þessar myndir. Ég leyfði Írisi Rut að velja fötin sín sjálf vegna þess að þannig líður henni best og svo ákvað ég að hafa Alexander bara kósý. Mér finnst algjör óþarfi að flækja myndatökur með einhverjum smáatriðum. Börn eru börn og þannig eiga þau að vera.

Ég mæli 100% með Eiríki Inga og mun klárlega fara til hans aftur. Hann er með FB síðu sem þið getið séð HÉR en ég pantaði tíma í gegnum hana. Hann er líka með vefsíðuna Eirikuringi.is .

//Færslan er ekki kostuð
//Færslan er ekki samstarf


Katrín Bjarka
Fylgdu mér á Instagram @katrin.bjarka

Instagram: Myndirnar sem engin sér

Instagram er uppáhalds og ég vinn ótrúlega mikið með þann miðil. Þar pósta ég myndum reglulega og deili með ykkur einhverju skemmtilegu og áhugaverðu á Instastory daglega. Afhverju er ég að þessu? Til að fá útrás fyrir sköpunargleðina. Ég er menntuð í kvikmyndagerð og leiklist og hef óstjórnlega þörf til að skapa og segja frá.

Við sem erum virk á Insta vitum að á bakvið eina góða mynd sem við deilum með fylgjendum eru að minnsta kosti 30 vondar, ef ekki 100. En þær sýnum við engum.

Mér finnst við ættum að breyta því…. sýnum allt þetta fyndna líka. Hættum að reyna að vera fullkomin eða eins og aðrir vilja að við séum og hlæjum aðeins meira.

Ég hafði mjög gaman að því að fara í gegnum þessar myndir. Myndirnar sem engin hefur fengið að sjá en eru algjörir gullmolar hver og ein!

Framveigis verður þetta fastur liður hér á blogginu ….

HEIT KAKÓ HEIMA
Heitt kakó heima, á köldu vetrarkvöldi.

INSTAGRAM = HOT CHOCOLATE TIME


PAMPERSHERFERÐ
Við stóðum okkur vel á öllum 100 myndunum sem teknar voru.

 INSTAGRAM = HOW CUTE IS MY HANDSOME LITTLE GUY


FYRSTA KLIPPINGIN
Nýkomin úr klippingu sæt og fín. Þess má geta að Íris Rut klippti sjálf bút úr toppnum sínum tveimur tímum eftir að þessi mynd var tekin.

INSTAGRAM = FIRST HAIRCUT TODAY! THEY DID AMAZING…PICS ON MY BLOG.


SERÍUSTELPAN
Við Íris Rut vorum að skreyta. Ég bað hana um að pósa með seríuna.

INSTAGRAM = MY CHRISTMAS GIRL


Myndasyrpan
Að lokum ætla ég að deila með ykkur myndasyrpunni sem ýtti mér útí þetta blogg. Hér ætlaði ég að reyna að taka fallega mynd af mér með krökkunum. Í staðin fyrir að deila hinni fullkomnu mynd á Instagram þá setti ég þessa syrpu í Story hjá mér og hló.

  

INSTAGRAM = LET YOUR KIDS BE THEMSELVES AND JUST WATCH…….


Katrín Bjarka
Fylgdu mér á Instagram @katrin.bjarka

 

 

Fylgdu okkur á


Follow