Katrín

Eyðir þú of miklum tíma á samfélagsmiðlum?

Ertu þú sek/ur um það að vera að lesa skólabækurnar eða vinna í verkefni en vera stöðugt að kíkja á samfélagsmiðla inn á milli?

Áður en þú veist af ertu búin að eyða 20 mínútum á Facebook!

Hefur þú prófað að setja þér mörk um hversu lengi þú mátt ,,scrolla“ niður Facebook eða skoða myndir á Instagram?

Ég viðurkenni það fúslega að ég eyði miklum tíma á samfélagsmiðlum og þegar ég er að læra, séstaklega fag sem mér finnst erfitt eða óáhugavert þá er fjandinn laus! Ég á kannski að lesa 40 bls fyrir morgundaginn, en eftir 15 bls leyfi ég mér að kíkja á Facebook bara í smá stund. Áður en ég veit af er ég búin að sóa dýrmætum hálftíma í fréttaveituna á Facebook!! Þegar þú ert tveggja barna móður í 30+ einingum í skóla og færð aðeins átta barnlausa klukkustundir á dag þá er hálftími mikill missir!

Svo kvartar maður yfir því að hafa ekki nægann tíma til að ljúka verkefnum dagsins?!

Í miðri lærdómspásu í dag ákvað ég auðvitað að kíkja á Facebook þar sem ég rakst á þetta myndband.

Science Explains Why You’re Addicted to Social Media — and How to Break That Addiction

 

Á rúmlega tveimur mínútum fáum við útskýringu á því afhverju við erum háð samfélagsmiðlum ásamt leiðbeiningum um hvað við getum gert í staðin og í kjölfarið brotið upp þetta mynstur.

Ég ætla að prófa þetta og ég skora á ykkur í sömu sporum að gera það líka 😉

Mig langaði bara til að deila þessu með ykkur………en annars aftur að lærdómnum!


Katrín

  Þú finnur mig á Instagram & facebook
(katrinbelle.is)

 

 

Monday Motivation

Ég er ein af þeim sem elskar mánudaga! Að fá að byrja nýja viku, heill heilsu með fólkinu sem þú elskar eru forréttindi.

Á sunnudagskvöldum sest ég niður og skrifa niður ný markmið fyrir komandi viku. Ég skipti þessu niður í:

MARKMIÐ VIKUNNAR

10 MÍNÚTNA VERKEFNI VIKUNNAR

Í ÞESSARI VIKU ER ÉG ÞAKKLÁT FYRIR

Ég notast við MUNUM dagbókina og þar eru fyrstu línurnar í hverri viku merktar svona. Ég skrifaði færslu um þessa dagbók í byrjun árs sem hægt er að skoða HÉR.

Það að skrifa niður markmiðin sín er lykilþáttur í því að ná þeim.

Til að gefa ykkur hugmyndir þá langar mig að deila með ykkur mínum markmiðum í þessari viku. Þessi skammtímamarkmið hjálpa mér að komast nær mínum langtímamarkmiðum og halda mér við efnið!

MARKMIÐ VIKUNNAR 21-27 ÁGÚST

 • Kaupa allar skólabækurnar mínar
 • Klára og skila af mér færslum fyrir belle.is
 • Mæta í ræktina 6x
 • Stunda yoga 6 x
 • Fara í bankann
 • Skipuleggja 1 árs afmæli
 • Funda vegna afmælis þar sem ég er veislustjóri
 • Samfélagsmiðlabann inn í svefnherbergi (byrjaði þetta markmið fyrir 3 vikum síðan og ætla að halda áfram með það)
 • Fylgja matarprógrammi
 • Gefa kósígallanum frí endrum og eins
 • Klára verkefni fyrir skólann
 • Drekka vel af vatni daglega

10 MÍNÚTNA VERKEFNI VIKUNNAR

 • Borga reikninga
 • Senda skólanum mail
 • Finna afmælisföt á Alexander
 • Hringja í ömmu

Í ÞESSARI VIKU ER ÉG ÞAKKLÁT FYRIR

 • Að eiga heilbrigð börn
 • Tengslanetið mitt
 • Manninn minn sem er alltaf þolinmóður
 • Sjálfan mig

Vikuleg markmið eiga að vera raunhæf og eiga möguleika á að passa inn í þennann tímaramma sem eru 7 dagar.

Hvet ykkur til að prófa!

Njótið vikunnar kæru lesendur….


Katrín

  Þú finnur mig á Instagram & facebook
(katrinbelle.is)

 

Afmæli Írisar Rutar

Dóttir mín hélt uppá fjögurra ára afmælið sitt um helgina……getur einhver stoppað tímann, plís?

Íris Rut kom í heiminn þann 11. ágúst árið 2013 kl. 10:04 eftir 41 viku og 6 daga meðgöngu! Hún var ekkert að flýta sér…….

Síðan leið tíminn og allt í einu var hún orðin ….

1. árs

2. ára

3 ára.

Og núna loksins, eftir langa bið og mikla eftirvæntingu varð hún ……

4 ÁRA!!

Afmælið var haldið heima hjá okkur í Garðabænum þar sem við buðum vinum og vandamönnum að koma og gleðjast með okkur.

Amma Inga bakaði þessa fínu prinsessu afmælisköku sem Íris Rut skreytti sjálf.

Allar borðskreytingar voru keyptar í Ikea og sostrene grene og svo fannst okkur Írisi Rut skemmtileg hugmynd að merkja öll sætin við afmælisborðið. Ásamt afmæliskökunni var boðið uppá hefbundnar rice krispies kökur, pretzels, bláber og jarðaber.

Dagurinn heppnaðist alveg ótrúlega vel í alla staði…. en er það ekki örugglega rétt hjá mér að hún verði ekkert stærri en þetta? 😉


Katrín

  Þú finnur mig á Instagram & facebook
(katrinbelle.is)

 

Mission Blonde 2, fyrir & eftir!

Á svona blautum mánudagsmorgni er ekkert betra en að skella sér á æfingu og setjast svo í stólinn hjá fagmanni í smá dekur.

Við Elvar Logi á Kompaníinu byrjuðum Mission Blonde fyrir 5 vikum síðan. Þið sem misstuð af þeirri færslu getið skoðað hana HÉR.  Þar skrifa ég um afhverju ég ákvað að breyta til og ástæðuna fyrir því að Kompaníið er í uppáhaldi.

Í dag var komið að session-i 2!

Elvar Logi hefur frjálsar hendur í þessu ferðalagi og síðast vildi hann einblína á það að lýsa endana sem mest. Þannig að við héldum okkur í dökkri rót og lýstum svo endana með balayage aðferð.

Núna byrjaði hann á að lýsa upp rótina. Strípaði síðan allt hárið og setti aflitun í endana sem voru eftir með balayage aðferðinni. Þetta var síðan skolað úr og tóner settur yfir allt.

Ég er þvílkt ánægð með útkomuna – sjáðu myndirnar!!

FYRIR OG EFTIR (frá byrjun)

Við Elvar vorum sammála um það að endarnir séu orðnir eins ljósir og þeir mega verða. Húðtónninn minn er ,golden“ og hlýr, þar af leiðandi klæða hlýjir tónar mig betur heldur en kaldir. Ég er semsagt ekki að fara að rokka hvítt gráleitt hár eins og hefur verið svo áberandi undafarið enda var það svosem aldrei planið.

Það skiptir svo miklu máli að velja lit sem hentar ÞÉR vel og dregur fram það besta í ÞÍNU fari. Og það sem skiptir enn meira máli er að hafa fagmann sér við hlið sem leiðbeinir þér í litavali og leiðir þig á rétta braut.

Hvað gerum við næst? Það kemur í ljós, líklega höldum við áfram að lýsa og þá aðalega hárið að ofan, nær rótinni. En núna ætla ég að byrja á því að venjast þessari breytingu og framhaldið kemur síðan í ljós.

Ef þig langar að breyta til og ert ekki búin að finna þessa einu réttu hárgreiðslustofu, þá mæli ég með að þú prófir Kompaníið í Turninum Kópavogi.

Þar verður tekið vel á móti þér 🙂


Katrín

  Þú finnur mig á Instagram & facebook
(katrinbelle.is)

 

Hittumst á Insta!

Svo ótrúlega spennandi tímar framundan hér á blogginu! Fullt af skemmtilegum færslum í vændum ásamt leikjum og glaðningum. Ertu ekki örugglega að fylgjast með okkur stelpunum á á Instagram? Þú getur gert það HÉR.

Mitt Instagram er alltaf á sínum stað og ég hvet ykkur endilega til að fylgja mér þar svo þið missið ekki af skemmtulegum færslum 🙂

 


Katrín

  Þú finnur mig á Instagram & facebook
(katrinbelle.is)

 

Þegar þynnkan bankar uppá…..

Ertu búin að skemmta þér vel um helgina? Fjörið er ekki búið enda er sunnudagskvöldið oftast talið vera aðal kvöldið um verslunarmannahelgina.

Hér er samansafn af nokkrum þynnkubönum víðsvegar um heiminn!
(fann þessar upplýsingar á buzzfeed.com og tek ekki ábyrgð á að þær virki) 😉

England

Bretarnir kunna þetta! Enskur morgunverður eins og hann gerist bestur. Þeir vilja meina að þessi morgunmatur leggi línurnar fyrir daginn og þynnkan svífur á braut.

Pólland

Gúrkusafi eða (pickle juice) á víst að vera allra meina bót eftir drykkjukvöld. Inniheldur vinegar, vatn og sodium sem á að hjálpa til við að ,,vökva“ líkamann.

Ítalía

Ekkert kjaftæði á ferð hér á Ítalíu. Skelltu í þig tvöföldum espresso og þú ert í góðum málum!

Danmörk

Afréttarinn er vinsæll í Danmörku. Flestir hafa nú einhverntíman skellt í sig einum afréttara í útlilegu og við vitum að það virkar! En til langtíma? Nei eflaust ekki….

Bangladesh

Kókosvatnið góða lagar allt sem laga þarf. Fullt af góðum næringarefnum og hjálpar líkamanum að komast á rétt ról.

Suður Afríka

Ommuletta er þynnku lækning í Suður afríku. Stútfull af prótíni og fer vel í viðkvæma maga.

 

Nokkur ráð sem ég hef heyrt eða prófað sjálf í gegnum tíðina.

 1. After Party lyfin sem seld eru í Hagkaup. Tekur tvær áður en þú færð þér fyrsta drykk og tvær fyrir svefn.
 2. Borða feita máltíð áður en byrjað er að drekka eins og Pizzu eða hamborgara.
 3. Taktu eina lóritín fyrir svefn.
 4. Fyrir eitt vínglas skaltu drekka eitt vatnsglas.
 5. Fáðu þér feita máltíð eftir djammið.
 6. Þegar þú vaknar morguninn eftir skaltu fá þér hollann mat en ekki láta eftir ,,kreivings“ í subbumat.
 7. Geymdu tvær Treo á náttborðinu og skelltu þeim í þig um leið og þú vaknar.
 8. Sund á að vera allra meina bót.
 9. Passaðu uppá að borða á meðan þú ert að drekka. Fáðu þér millimál þó þú sért að tjútta.
 10. Ef þú hefur tök á því – sofðu þetta úr þér!

En eftir margra ára reynslu í útilegutjútti þá er bara eitt sem virkar ef maður ætlar að halda áfram…….. fáðu þér annann drykk og skemmtu þér súper vel!


Katrín

  Þú finnur mig á Instagram & facebook
(katrinbelle.is)

 

Sveita sælan

Beint frá Spáni í sveitina! 

Sveitin hjá tengdó stendur alveg fyrir sínu! Fuglarnir syngja, heiti potturinn trítar og krakkarnir fara á hestbak. 

Íslenska náttúran er alveg einstök….verst að ég er með bullandi ofnæmi fyrir henni, þannig að ein nótt í sveitinni er alveg nóg fyrir mig. 

 

Krakkarnir eiga nokkrar vikur eftir í sumarfríi og svo eru tvö afmæli að nálgast! Íris Rut verður 4 ára og Alexander 1 árs.

Vonandi njótið þið helgarinnar! Við fjölskyldan ætlum að slaka á heima. 


Katrín

  Þú finnur mig á Instagram & facebook
(katrinbelle.is)

 

 

Skilgreindu frí?

Ég ætla að vera hreinskilin við ykkur. Það er bara hörku vinna að ferðast með einn 11 mánaða sem er að taka tennur og eina 4 ára orkusprengju! En á sama tíma og þetta er krefjandi þá er líka hörku stuð hjá okkur – aldrei dauð stund nema þegar við sofum. Jájá kæru lesendur svona virka frí með ung börn 😉 

Í gær fórum við í dýragarðinn Terra Natura á Benidorm og svo í verslunarferð fram eftir kvöldi í La Marina Centro Comercial. Ótrúleg upplifun fyrir krakkana að skoða dýrin og var þetta mjög vel heppnaður dagur að mati allra. 

Í dag var keyrt til Alicante og skoðað Explanada de Espana sem er æðisleg gata sem liggur meðfram ströndinni. Fullt af veitingastöðum og mörkuðum sem gaman er að skoða. En hitinn fór í 34 gráður sem var alltof mikið þannig að við forðuðum okkur um kl. 16:00 og auðvitað beint heim á hótel í sund! Eða svona næstum því, við týndum bílnum og vorum mjög lengi að finna hann aftur! En það hafðist á endanum svona korter í meltdown!

Nú eigum við viku eftir og við ætlum að nýta hana vel! 🌞


Katrín

Þú finnur mig á Instagram & facebook
(katrinbelle.is)

 

Fjölskyldan er að njóta!

Ó, elsku Spánn sem stendur alltaf fyrir sínu!

Hér skín sólin á okkur og hiti er í kringum 30 gráðurnar. Fyrsti dagurinn fór í það að skoða svæðið í kringum okkur, busla í sundlauginni og borða góðann mat. Svo var farið snemma að sofa enda allir svolítið laskaðir eftir flugið nóttina áður.

Hótelið okkar er glæsilegt að mestu leiti (maður hefur vissar væntingar á fjögra stjörnu hóteli) ég væri t.d. alveg til í að hafa betra Wifi því þá væri ég löngu búin að skella í færslu 😉 En við erum búin að hitta fullt af íslendingum og staðurinn er ótrúlega barnvænn sem er það sem við vorum helst að leitast eftir. 

Frá og með deginum í dag erum við með bílaleigubíl sem gefur okkur færi á að skoða aðeins meira. Við keyrðum til Altea í dag en það var alltof heitt fyrir göngutúr um bæinn! Það var því skellt sér beint í sundlaugina þegar við snérum heim á hótelið. 

Við erum allavega alveg að njóta í botn og ætlum í dýragarðinn á morgun að ósk Írisar Rutar. 

 


Katrín

  Þú finnur mig á Instagram & facebook
(katrinbelle.is)

 


 

 

Fylgdu okkur á


Follow