Heiðrún

Þó að bleiki dagurinn sé búinn þá er nóg eftir af bleikum október. Í tilefni þess ætla ég að deila með ykkur hugmynd af ótrúlega bragðgóðu bleiku nammi! Eina sem þú þarft er hvítt súkkulaði, saltstangir og rauður matarlitur, gæti ekki verið auðveldara! 😉

img_4586 img_4579 img_4576 img_4567img_4597

Bleikar saltstangir
Skrifa umsögn
Prenta
Hráefni
  1. 100 gr hvítt súkkulaði
  2. 40-50 saltstangir
  3. Rauður matarlitur
Aðferð
  1. Bræðið hvíta súkkulaðið yfir vatnsbaði.
  2. Þegar súkkulaðið hefur bráðnað takið þá smá (1-2 matskeiðar) af súkkulaðinu og setjið í skál til hliðar. Notið þetta súkkulaði til að skreyta saltstangirnar seinna. Þetta er auðvitað ekki nauðsynlegt en saltstangirnar líta mjög vel út þegar þær eru fallega skreyttar 
  3. Bætið nokkrum dropum af rauðum matarlit í súkkulaðið sem þið brædduð og hrærið í með gaffli.
  4. Dýfið saltstöngunum í hvíta súkkulaðið og leggið þær á bökunarpappír. Þegar þið eruð búin að hjúpa allar saltstangirnar er best að setja þær í kæli í smástund til að súkkulaðið harðni.
  5. Fallegt að skreyta með kökuskrauti. Dreifið skrautinu á saltstangirnar meðan súkkulaðið er ekki ennþá orðið hart.
BELLE | Allt milli himins og jarðar http://www.belle.is/

-Heiðrún 

0 athugasemdir

Skildu eftir athugasemd

Netfangið þitt mun ekki vera birt

 

Fylgdu okkur á


Follow