Heiðrún

img_4530

Enn ein súkkulaðibitaköku-uppskriftin, ég bara fæ ekki nóg! 😉 Ég bakaði þessar síðustu helgi með kaffinu og þær voru fljótar að klárast! Stökkar meðfram brúnunum og mjúkar í miðjunni, getur ekki klikkað 😉 

img_4517 img_4519 img_4538 img_4544

Mjúkar súkkulaðibitakökur
Skrifa umsögn
Prenta
Hráefni
 1. 125 gr smjör – hálfbrætt
 2. 150 gr púðursykur
 3. 60 gr sykur
 4. 2 matskeiðar síróp
 5. 2 teskeiðar vanilludropar
 6. 1 egg
 7. 200 gr hveiti
 8. ¼ teskeið matarsódi
 9. 1/3 teskeið salt
 10. 150 gr súkkulaðidropar eða saxað súkkulaði
Aðferð
 1. Hitið smjörið í potti í stutta stund. Það á ekki að bráðna alveg heldur til hálfs, það má ekki vera of þunnt.
 2. Hrærið smjörið, púðursykurinn og sykurinn saman. Það er mikilvægt að hræra vel saman, helst þar til sykurinn leysist upp að mestu leiti. Blandan ætti að verða rjómakenndari og liturinn á henni ætti að fölna þegar búið er að hræra vel í.
 3. Bætið við sírópi, egginu og vanilludropum og hrærið í stutta stund eða þar til hráefnin hafa blandast alveg við.
 4. Bætið við hveiti, matarsóda og saltinu og hrærið. Þið gætuð mögulega þurft að bæta við smá hveiti ef blandan er í þynnri kantinum, það þarf að vera hægt að móta úr henni kúlur.
 5. Bætið súkkulaðinu við.
 6. Búið til litlar kúlur og setjið á bökunarpappír á plötu. Uppskriftin ætti að duga í ca 20 kökur.
 7. Bakið við 175 °C í 10-12 mínútur.
 8. Leyfið kökunum að kólna á plötunni í ca 30 mínútur.
Annað
 1. Njótið 🙂
BELLE | Allt milli himins og jarðar http://www.belle.is/

-Heiðrún 

0 athugasemdir

Skildu eftir athugasemd

Netfangið þitt mun ekki vera birt

 

Fylgdu okkur á


Follow