Heiðrún

Ég, eins og örugglega fleiri, elska Lucky Charms! Samt borða ég það ekki nema 1-2 x á ári, þetta er svona spari morgunmatur fyrir mér sem ég leyfi mér þegar ég fer í sveitina á sumrin eða um jólin. Í fyrra fór ég til Bandaríkjanna og sá að það var verið að selja Lucky Charms stykki í búðunum og stóðst ekki mátið og keypti mér eitt stykki. Það var svo hrikalega gott að í haust ákvað ég að prófa að búa mér til svoleiðis sjálf heima. Það heppnaðist mjög vel og var eiginlega betra en það sem ég keypti mér úti. Fallegir og litríkir nammibitar sem tilvalið er að búa til fyrir páskana.

IMG_0932IMG_0941IMG_0959IMG_0975 

Lucky Charms nammibitar
Skrifa umsögn
Prenta
Hráefni
 1. 250 gr sykurpúðar
 2. 60 gr smjör
 3. 6-7 bollar Lucky Charms
 4. 150 gr hvítt súkkulaði.
Aðferð
 1. Sykurpúðarnir og smjörið er sett í pott og brætt saman við vægan hita. Það tekur svolítinn tíma að bræða smjörið og sykurpúðana saman, hærið í á meðan og passa að blandan brenni ekki.
 2. Lucky Charms er bætt við blönduna þegar smjörið og sykurpúðarnir hafa bráðnað saman. Blandan verður svolítið klístruð en það lagast þegar búið er að hræra saman.
 3. Spreyið olíu í formið sem þið ætlið að nota.
 4. Setjið blönduna í formið og þrýstið létt á hana með fingrunum til að hún verði þéttari. Getið líka notað sleif til að gera þetta en þá þarf helst að smyrja sleifina líka.
 5. Bræðið hvítt súkkulaði yfir vatnsbaði.
 6. Hellið hvíta súkkulaðinu yfir Lucky Charms blönduna.
 7. Setjið formið inn í ískáp í 1-2 klst eða þar til súkkulaðið er orðið hart.
 8. Skerið í litla bita og berið fram.
Annað
 1. Bitarnir geymast við stofuhita í allt að viku.
BELLE | Allt milli himins og jarðar http://www.belle.is/

IMG_0969-Heiðrún 

1 Athugasemd

Skildu eftir athugasemd

Netfangið þitt mun ekki vera birt

 

Fylgdu okkur á


Follow