Heiðrún

Uppskrift að æðislegu lemon curdi. Mjög gott að setja á ristað brauð, beyglur, kex eða jafnvel á ísinn. Getur líka verið sniðug gjöf ef þú ert til dæmis að fara í matarboð, fljótleg og einföld uppskrift 🙂 

jj 

Lemon Curd
Skrifa umsögn
Prenta
Undirbúningstími
10 mín
Eldunartími
7 mín
Samtals tími
17 mín
Undirbúningstími
10 mín
Eldunartími
7 mín
Samtals tími
17 mín
Hráefni
 1. Safi úr 4 sítrónum
 2. 4 egg
 3. 110 gr smjör
 4. 450 gr sykur
Aðferð
 1. Kreistið safann úr sítrónunum
 2. Pískið eggin
 3. Setjið sykur, sítrónusafann, smjör og pískuð eggin í djúpa skál
 4. Hitið allt saman yfir vatnsbaði
 5. Hrærið í blöndunni með trésleif þar til smjörið bráðnar og blandan þykknar (loðir við sleifina)
 6. Blandan er mjög fljót að þykkna þegar smjörið er bráðnað
 7. Hellið lemon curdinu í hreinar krukkur
 8. Lokið vel og geymið í ísskáp.
Annað
 1. Uppskriftin fyllir 3-4 krukkur, fer eftir stærð þeirra.
 2. Vel er hægt að helminga uppskriftina ef þú vilt minna magn.
 3. Geymist í einn mánuð í ísskáp.
BELLE | Allt milli himins og jarðar http://www.belle.is/
0 athugasemdir

Skildu eftir athugasemd

Netfangið þitt mun ekki vera birt

 

Fylgdu okkur á


Follow