Heiðrún

IMG_3374

Ef þig vantar auðveldan og fljótlegan rétt í saumaklúbbinn eða bara í kvöldmatinn þá mæli ég með þessari böku. Það er algjör snilld að nota tortillabotn í staðinn fyrir þennan hefðbundna botn sem þarf að baka þegar maður býr til bökur. Þetta er uppskrift sem hægt er að leika sér með og þú getur í raun sett hvað sem þú vilt í bökuna. Í þetta skipti notaði ég bara það sem ég átti í ísskápnum en næst ætla ég að prófa að setja sveppi, papriku og jafnvel piparost. Mér finnst líka rosalega þægilegt að búa til bökuna þegar ég á afgang af kjúkling eða kalkún í frystinum. En annars er líka hægt að fara í næstu matvöruverslun og kaupa sér hálfan eða heilan kjúkling og rífa hann niður 🙂 

IMG_3324 IMG_3326 IMG_3332 IMG_3334 IMG_3338 IMG_3344 IMG_3350 IMG_3353 IMG_3359 IMG_3364 IMG_3369 IMG_3382 IMG_3390IMG_3394

Kjúklingabaka með tortillabotni
Skrifa umsögn
Prenta
Undirbúningstími
10 mín
Eldunartími
20 mín
Samtals tími
30 mín
Undirbúningstími
10 mín
Eldunartími
20 mín
Samtals tími
30 mín
Hráefni
 1. 1 x stór tortilla pönnukaka
 2. Kjúklingur, skorin/rifinn í bita
 3. 2 vorlaukar
 4. Hálft bréf af pepparoni
 5. 1 bolli hveiti
 6. 1 bolli mjólk
 7. 2 stór egg
 8. Salt og pipar
 9. 1 tsk lyftiduft
 10. 2 bollar rifinn mozzarella
Aðferð
 1. Setjið tortillu pönnukökuna í gott form. Formið má ekki vera of stór, pönnukakan þarf að ná nokkuð vel upp á hliðarnar á forminu.
 2. Skerið niður kjúklinginn, vorlaukinn og pepparoni og hrærið saman í skál. Bætið við hálfri tsk af salti. Setjið jafnt í formið, yfir tortilluna.
 3. Pískið saman eggjum, mjólk, hveiti, hálfri tsk af salti, hálfri tsk af pipar og lyftidufti þar til blandan verður alveg laus við kekki.
 4. Hellið blöndunni jafnt yfir kjúklinginn.
 5. Að lokum er mozzarella ostinum dreift yfir bökuna.
 6. Ofninn er hitaður í 230 gráður og bakan fer inn í 20 mínútur eða þar til osturinn verður gullinbrúnn.
Annað
 1. Gott að bera fram með salati og fetaosti.
Tekið úr The Girl Who Ate Everything
BELLE | Allt milli himins og jarðar http://www.belle.is/

 -Heiðrún

 

0 athugasemdir

Skildu eftir athugasemd

Netfangið þitt mun ekki vera birt

 

Fylgdu okkur á


Follow