Heiðrún

Uppskriftin sem ég ætla að deila með ykkur í dag er ein af mínum allra uppáhalds. Snillingurinn hann pabbi minn hefur bakað þessa köku frá því ég man eftir mér og mér finnst hún alltaf jafn góð. Kakan sjálf er mjúk og bragðgóð og kremið er fluffy og bráðnar í munninum. Mæli svo sannarlega með þessari 🙂

+

Kakan:

200 gr hveiti

280 gr sykur

1 og ¼ tsk matarsódi

1 tsk salt

50 gr kakó

125 gr smjörlíki – lint

3 egg

1 tsk vanilludropar

100 ml mjólk

Krem:

2 eggjahvítur

1 bolli sykur (ca 200 gr)

1/2 -1  bolli vatn (ca 300 ml) (bætið við vatni ef þörf er á)

 

Aðferð:

Kakan:

Hrærið saman sykri, smjörlíki, vanilludropum og eggjum.

Sigtið hveiti, matarsóda, salt og kakó saman og blandið við.

Hellið mjólkinni út í og hrærið allt saman.

Kakan er bökuð við 180 gráður í 25-30 mín eða þar til þú getur stungið prjón í hana og hann kemur hreinn út.

Krem:

Byrjið á því að setja sykurinn og vatnið í pott og sjóðið niður þar til blandan verður að sírópi. Allur sykurinn verður að fá að bráðna, annars misheppnast kremið. Sírópið á að vera svipað þykkt og Golden Syrup.

Stífþeytið eggjahvíturnar á meðan sírópið mallar.

Þegar sírópið er tilbúið hellið því þá varlega í skálina með eggjahvítunum á meðan þið hrærið í.

Hrærið vel í blöndunni þar til kremið verður tilbúið.

Skellið kreminu á kökuna þegar hún hefur aðeins fengið að kólna.

 

-Heiðrún

4 Athugasemdir

Skildu eftir athugasemd hjá sveinbjörg steinþórsdóttir Hætta við

Netfangið þitt mun ekki vera birt

  1. Sæl Henný,
   sýrópið má alveg vera heitt þegar þú blandar því við eggjahvíturnar. Leyfðu því kannski að standa í 30-60 sek þegar þú ert búin að taka það af hitanum þannig að það sé ekki ennþá að sjóða og helltu því svo rólega saman við eggjahvíturnar. Hrærðu svo eggjahvíturnar og sýrópið þar til kremið verður kalt.
   Bestu kveðjur,
   Heiðrún 🙂

  1. Sæl Sveinbjörg, gaman að heyra, þessar gömlu og góðu uppskriftir eru oftast langbestar 🙂

 

Fylgdu okkur á


Follow