Heiðrún

img_4491

Fyrr í mánuðinum skellti ég mér í berjamó og kom heim með fullt box af girnilegum bláberjum sem fóru í frystinn hjá mér! Ég var búin að ákveða að búa til bláberjasíróp sem ég skellti svo í um helgina. Sírópið er rosalega gott og það er hægt að nota það á marga vegu. Mér finnst gott að blanda það út í ískalt vatn, setja það út á skyrið og hafragrautinn eða nota sem íssósu. Svo held ég að það gæti verið mjög gott að bæta því í kokteila, til dæmis búa til bláberja-mojito 🙂

img_4479 img_4481 img_4488 img_4498 img_4510

Bláberjasíróp
Skrifa umsögn
Prenta
Hráefni
  1. 1 bolli bláber (ca 170 gr)
  2. 1 bolli sykur (180 gr)
  3. 1 bolli vatn (190 gr)
Aðferð
  1. Setjið öll hráefnin saman í pott.
  2. Hitið þar til blandan fer að sjóða og leyfið henni að sjóða í 2-3 mínútur. Á meðan blandan er að hitna nota ég skeið til að kreista bláberin í pottinum eins og ég get.
  3. Lækkið hitann og leyfið blöndunni að malla í 3-5 mínútur í viðbót.
  4. Sigtið blönduna, þrýstið á berin í sigtinu til að ná sem mestum safa úr þeim.
  5. Setjið sírópið í krukku eða flösku og leyfið því að kólna alveg áður en þið setjið það inn í ísskáp.
  6. Sírópið geymist í ísskáp allt að 4 vikur.
BELLE | Allt milli himins og jarðar http://www.belle.is/

 -Heiðrún

0 athugasemdir

Skildu eftir athugasemd

Netfangið þitt mun ekki vera birt

 

Fylgdu okkur á


Follow