Heiðrún

IMG_4088

Þessi kjúklingur er snilld! Ég hef búið hann til bæði í kvöldmat og líka fyrir stærri veislur þar sem hann hefur alltaf slegið í gegn, það klikkar bara ekki að hann er alltaf fyrstur til að klárast! Tilvalinn fingramatur, til dæmis hægt að gera hann fyrir úrslitaleikinn á EM næsta sunnudag, ég gerði einmitt svona kjúkling þegar Ísland spilaði við Frakkland og eins og alltaf var hann fljótur að klárast 😉 Mjög auðvelt að minnka eða stækka uppskriftina. Njótið!

IMG_4053 IMG_4063 IMG_4068 IMG_4069 IMG_4071 IMG_4073 IMG_4076 IMG_4077 IMG_4084 IMG_4085 IMG_4096 IMG_4097 

Beikonvafðir kjúklingabitar
Skrifa umsögn
Prenta
Hráefni
 1. 4 kjúklingabringur
 2. 400 gr beikon
 3. 2 bollar púðursykur
 4. Dass af hvítlaukssalti
 5. Dass af cayenne pipar
 6. Dass af chili kryddi
Aðferð
 1. Kjúkingurinn er skorinn í bita.
 2. Hvert beikon er skorið í þrjá jafnstóra bita. Beikoni er vafið þétt utan um kjúklinginn og festur með tannstönglum.
 3. Setjið púðursykurinn í skál og hrærið kryddin við. Þið getið alveg sett öðruvísi krydd í púðursykurinn en kryddin sem eru í þessari uppskrift eru þau sem mér finnst best að nota.
 4. Kjúklingnum er síðan velt upp úr púðursykrinum. Ef það er auka púðursykur drefið honum þá yfir kjúklinginn áður en hann er settur í ofninn.
 5. Það er eiginlega nauðsynlegt að nota ofnplötu með grind. Það lekur fita af beikoninu og ef kjúklingnum er ekki raðað á grind þá eldast hann í fitunni. Ég mæli með því að setja álpappír undir grindina.
 6. Ofninn er hitaður í 180°C og kjúklingurinn er eldaður í 35 mínútur.
Annað
 1. Uppskriftin gefur ca 60 bita
Tekið úr 101 Cooking For Two
BELLE | Allt milli himins og jarðar http://www.belle.is/

-Heiðrún

2 Athugasemdir

Skildu eftir athugasemd

Netfangið þitt mun ekki vera birt

  1. Sæl Hulda,
   ég mæli svo sannarlega með því að þú prófið, þú verður ekki fyrir vonbrigðum 🙂 Persónulega finnst mér að það þurfi ekki að bera neitt fram með kjúklingabitunum, þeir eru svo safaríkir. Ég hef samt prófað að bera þá fram með sterkri sósu og líka sósu sem ég bjó til úr sýrðum rjóma og fleiru en mér finnst best að borða þá bara án meðlætis.
   Kær kveðja,
   Heiðrún 🙂

 

Fylgdu okkur á


Follow