Heiðrún

Jæja, vonandi eruð þið búin að eiga yndisleg jól og borða nóg af góðum mat. Ég er allavega búin að því 😉
Mér finnst alveg við hæfi að hafa síðustu uppskrift ársins af eftirrétt sem er tilvalinn í áramótapartýið! Eftirrétturinn, sem kallast Baked Alaska (hér getið þið skoðað mismunandi tegundir af réttinum) er vinsæll eftirréttur sem samanstendur af ís og marengs. Rétturinn er virkilega bragðgóður og auðveldur. Ef þið skoðið myndir af eftirréttnum sést að oftast er einhverskonar botn undir marengsnum, ég ákvað hinsvegar að sleppa því að gera botn og hafa bara ísinn. Það góða við þennan rétt er að það er hægt að leika sér að honum og prófa það sem manni dettur í hug, til dæmis bæta við botni, hafa mismunandi tegundir af ís undir marengsnum eða bæta ávöxtum við ísinn, í raun bara hvað sem ykkur dettur í hug 🙂  Ég ber réttinn fram með Mars-sósu og læt uppskrift af henni fylgja með en þið getið auðvitað notað þá sósu sem ykkur finnst best.

1
2
3
5-1
6-2
7-1
8-2

9-1

Áramótabomba
Skrifa umsögn
Prenta
Áramótabomba
 1. 1.5 L ís af eigin vali (ég notaði Daim ís og hef líka prófað að nota súkkulaðiís).
 2. 3 eggjahvítur
 3. 160 gr sykur
Mars-sósa
 1. 2 stykki mars
 2. 120 ml rjómi
 3. Smá salt
Áramótabomba
 1. Stífþeytið eggjahvíturnar.
 2. Hrærið sykrinum við stífþeyttar eggjahvíturnar þar til blandan verður þykk og gljáandi.
 3. Finnið skál og leggið plastfilmu að innri hluta hennar. Setjið ísinn í skálina, ofan á plastfilmuna. Best að láta ísinn standa í smástund svo auðveldara sé að setja hann í skálina og móta hann þar.
 4. Setjið skálina inn í frysti, það er mikilvægt að ísinn sé alveg frosinn þegar marengsinn fer ofan á.
 5. Þegar ísinn er frosinn takiði hann þá úr skálinni, fjarlægið plastfilmuna og komið honum fyrir á fati sem má fara inn í ofn.
 6. Smyrjið marengsnum jafnt yfir ísinn. Mér finnst alltaf fallegast að hafa marengsinn aðeins óreglulegan, það kemur svo vel út.
 7. Stillið ofninn á 290 gráður.
 8. Bakið ísinn í ca ca 3-4 mínútur eða þar til marengsinn verður fallega brúnn á litinn. Ekki vera stressuð þó að ísinn byrji aðeins að bráðna og leki undan marengsnum, hann er vel frosinn inni í honum.
 9. Ef þið eigið brennara þá er líka gott að nota hann til að brúna marengsinn. Í raun á marengsinn ekki að eldast þannig það skiptir eiginlega ekki máli hvort ísinn fari inn í ofn eða ekki.
Mars-sósa
 1. Mars er skorið niður í litla bita
 2. Súkkulaðið er sett í pott með rjómanum.
 3. Ég bæti örlitlu salti við blönduna en það er ekki nauðsynlegt.
 4. Blandan er hituð við vægan hita. Leyfið blöndunni aðeins að sjóða til að þykkja sósuna.
Annað
 1. Uppskriftin er fyrir ca 4-5 manns.
 2. Auðvelt að stækka uppskrift.
BELLE | Allt milli himins og jarðar http://www.belle.is/

-Heiðrún

1 Athugasemd

Skildu eftir athugasemd

Netfangið þitt mun ekki vera birt

 

Fylgdu okkur á


Follow