Heiðrún

Eins og nefndi í síðustu færslu þá fór ég í ferðalag til USA í tæpar tvær vikur í júlí með yndislegum vinkonum sem voru með mér í kennaranáminu. Við eyddum mestum tíma í bæ sem heitir Malvern í æðislegu húsi sem foreldrar vinkonu minnar eiga. Malvern er stutt frá Philadelphiu og það var nú ekki hægt að sleppa því að taka túristaferð þangað. Philadelphia er ótrúlega skemmtileg borg sem mig langar klárlega að heimsækja aftur. Malvern var líka yndislegur bær! Í lokinn eyddum við svo nokkrum dögum í borginni sem aldrei sefur, New York! Þessi ferð var í einu orði sagt æðisleg, ég held ég hafi sjaldan notið mín jafn vel í útlöndum.
Flesta daga á meðan við vorum í Malvern lágum við við sundlaugina og sleiktum sólina og skruppum auðvitað í búðir þess á milli 😉 Við fórum líka og skoðuðum stóran Amish bæ sem var virkilega skemmtilegt og áhugavert. Það var mjög skrýtið að sjá hestvagna á götunum í staðinn fyrir bíla!
Í New York skoðuðum við svo það helsta, til dæmis Freedom Tower, fórum efst upp í Rockefeller og nutum lífsins í Central Park. Eins skemmtileg og þessi borg er þá gæti ég samt sem áður ekki verið þar of lengi í einu, öll lætin og mannfjöldinn þarna er eiginlega of mikið fyrir mig!
Eitt af því skemmtilegasta sem ég geri þegar ég fer erlendis er að borða góðan mat og þessi ferð var engin undantekning. Við fórum á skemmtilega veitingastaði og elduðum okkur góðan mat líka. Annað sem ég elska þegar ég fer erlendis er að fara í matvörubúðir! Í Ameríkunni verður maður ekki vonsvikinn með matvörubúðirnar, það er alveg klárt mál! Ég hefði getað eytt mörgum klukkutímum að skoða allan matinn því að úrvalið var ekkert lítið. Ég kom líka heim með allskonar krydd, bökunarvörur og fleira 😉

Annars langaði mig bara að sýna ykkur nokkrar myndir úr þessari snilldarferð! Í næstu færslu ætla ég svo að kynna fyrir ykkur smá gjafarleik sem ég ætla að vera með, ég gat nefninlega ekki farið til Ameríku og sleppt því að kaupa í gjafaleik 😉13872763_10153615505741010_1258805194178260803_n 13873052_10153615506236010_7692376400079008844_n 13876290_10153615529666010_8811023043208183884_n 13882183_10153615510231010_4339051582012008160_n 13882555_10154042678042670_3895953714858865316_n 13892193_10153615526246010_6896664423084410286_n
13907054_10153615525751010_2363327776466798164_n 13933060_10155150390907942_1237637956_n 13933158_10155150390892942_1897761199_n 13933377_10155150390877942_1063465886_n 13942155_10155150390902942_2040395910_n 13942372_10155150391112942_290184881_n 13956837_10155150390982942_922295083_n 13988821_10155150391052942_1026900985_n (1) IMG_0780 IMG_0825 IMG_0829 IMG_0834 IMG_0836 IMG_0884 IMG_0923 IMG_0924 IMG_0927 IMG_0938 IMG_0977 IMG_0986 IMG_1028 IMG_1055 IMG_1057 IMG_1066 IMG_1067 IMG_1069 IMG_1126 IMG_1175 IMG_1250 IMG_1256 IMG_1257 IMG_1260 IMG_1323 IMG_1428 IMG_1480 IMG_1491 IMG_1508 IMG_1511 IMG_1515 IMG_1522 IMG_1532 IMG_1564 IMG_1590 IMG_1605 IMG_1607 IMG_1669 IMG_1704 IMG_1774 IMG_1880 IMG_1887 IMG_1892 IMG_2060 IMG_2085 IMG_2382 IMG_2444

 

-Heiðrún

0 athugasemdir

Skildu eftir athugasemd

Netfangið þitt mun ekki vera birt

 

Fylgdu okkur á


Follow