Heiðrún

Heimatilbúið remúlaði

Gleðilegt sumar kæru lesendur! Þó það sé nú ekki búið að vera neitt sérstaklega sumarlegt úti síðustu daga þá hlýtur bara að fara að styttast í vorið! Það er ekkert betra í heiminum en íslenskt sumar og mér finnst svo góð tilfinning að vita að það sé farið að styttast í það!

Í dag langar mig að gefa ykkur uppskrift af ótrúlega góðu heimtilbúnu remúlaði sem passar vel til dæmis með roast beef eða steiktum fiski. Mér finnst heimatilbúið remúlaði svo margfalt betra en það sem ég kaupi út í búð, mér finnst eiginlega ekki hægt að bera þetta tvennt saman! Mæli mjög með þessari uppskrift 🙂 

IMG_8484

IMG_8489

IMG_8530

IMG_8539

IMG_8540

IMG_8542

Heimatilbúið remúlaði
Skrifa umsögn
Prenta
Hráefni
 1. 1/2 sýrður rjómi - 10%
 2. 130 gr majónes
 3. 2 tsk túrmenik
 4. 1 tsk karrý
 5. 1 tsk kapers (saxað)
 6. 1 tsk dijon sinneo
 7. 1 matskeið hunangssinnep
 8. Súrar gúrkur eftir smekk (saxaðar smátt)
 9. Salt og pipar
Aðferð
 1. Öllum hráefnum er hrært vel saman.
 2. Smakkið til með salti og pipar.
BELLE | Allt milli himins og jarðar http://www.belle.is/

-Heiðrún

Hugmyndir að eftirréttum fyrir páskana

Kæru lesendur, áður en ég óska ykkur gleðilegra páska þá langaði mig til að deila með ykkur nokkrum gömlum uppskriftum sem ég hef birt hér á síðunni sem gætu hentað mjög vel sem eftirréttir eftir góða páskamáltíð 🙂 Sjálf ætla ég að búa til Salt-karamellu creme brulee og ég get ekki beðið eftir að gæða mér á því! Gleðilega páska, hafið það sem best og borðið á ykkur gat 🙂

Salt-karamellu creme brulee, svo gott! Uppskriftin er hér.
IMG_2578-2
Brauðbúðingur með vanillusósu, uppskriftina finnið þið hér.
p

Salt-karamelluís, uppskriftina finnið þið hér.IMG_4137

Hvít súkkulaði Rise Krispies með súkkulaðirjóma, ein af mínum uppáhalds! Uppskriftin er hér.
IMG_3842 - Copy

Daim Brownie er æði. Uppskriftin er hér.
IMG_4046

Páskaleg piparmyntukaka. Uppskriftin er hér.
IMG_2307

Súkkulaðibita-ostakaka. Uppskriftina finnið þið hér.
IMG_4424

-Heiðrún

Tilvalið meðlæti með páskamáltíðinni

Jæja ég er mætt aftur á bloggið! Ég skrapp í smá vinnuferð til Los Angeles þar sem ég fór á æðislega ráðstefnu raungreinakennara. Ráðstefnan var æði og ég hef sjaldan skemmt mér svona vel. Borgin er líka æði og ég mæli með henni fyrir alla sem eru í ferðahug og hafa aldrei komið þangað! Ótrúlega margt að gera og sjá og mikið úrval af frábærum veitingastöðum. 

En að næstu uppskrift. Ég er búin að bíða í heilt ár með að birta þessa! Í fyrra fór ég í matarboð til foreldra minna þar sem boðið var upp á smjörsteiktan kalkún. Mamma mín, sem er mikill snillingur í eldhúsinu, bjó til ótrúlega gott meðlæti sem hún hafði til hliðar. Ég mæli mjög mikið með þessu meðlæti fyrir þá sem ætla að bjóða upp á kalkún. Svo finnst mér það reyndar passa við margt annað en kalkún. Mér fannst þetta allavega það gott að ég hefði auðveldlega getað borðað sem aðalrétt 😉 

IMG_2493

IMG_2588

IMG_2590

IMG_2592

IMG_2593

Tilvalið meðlæti með páskamáltíðinni
Skrifa umsögn
Prenta
Hráefni
 1. 1/2 fransbrauð
 2. 1 bolli heitt vatn
 3. 1/2 kjúklingateningur
 4. 1 egg
 5. 4 msk rjómi (má vera matreiðslurjómi)
 6. 1 blaðlaukur, saxaður
 7. 1 box kastaníusveppir (150gr), skornir niður
 8. 1/2 box venjulegir sveppir (150 gr), skornir niður
 9. Salt og pipar.
Aðferð
 1. Rífið fransbrauðið niður og setjið í stóra skál.
 2. Leysið hálfan kjúklingatening upp í einum bolla af heitu vatni.
 3. Setjið vatnið í skálina með brauðinu og hrærið því við þannig að brauðbitarnir blotni.
 4. Pískið eggið og bætið í skálina.
 5. Hrærið rjómanum við brauðblönduna.
 6. Saxið blaðlaukinn og skerið alla sveppina.
 7. Steikið blaðlaukinn og sveppina saman á pönnu í örfáar mínútur upp úr smjöri.
 8. Hrærið svo lauknum og sveppunum saman við brauðblöndun.
 9. Kryddið með salti og pipar áður en þið setjið hana í eldfast mót.
 10. Bakið við 180°C í um það bil 40 mínútur.
BELLE | Allt milli himins og jarðar http://www.belle.is/

-Heiðrún

Marmarakaka

Næst langar mig að deila með ykkur klassískri uppskrift sem verður bara aldrei þreytt. Það er alltaf jafn gott að gæða sér á marmaraköku og ískaldri mjólk 🙂

IMG_4154

IMG_4160

IMG_4163

IMG_4168

IMG_4169

IMG_4173

IMG_4175

IMG_4201

IMG_4207

IMG_4215

IMG_4218

Marmarakaka
Skrifa umsögn
Prenta
Hráefni
 1. 150 gr smjörlíki
 2. 1 og 1/2 dl sykur + 2 tsk sykur
 3. 2 stk egg
 4. 3 dl hveiti
 5. 1 tsk lyftiduft
 6. 1/2 dl mjólk + 2 msk mjólk
 7. 1 tsk vanilludropar
 8. 1 og 1/2 msk kakó
Aðferð
 1. Hrærið smjörlíki og sykri saman í hrærivél.
 2. Brjótið eitt egg í einu og hrærið vel við blönduna.
 3. Látið hveiti og lyftiduft ásamt mjólk og vanilludropum út í blönduna og hrærið þar til allt hefur blandast vel saman.
 4. Takið 1/3 af deiginu og látið í smurt formkökuform. Takið 1/3 og setjið í skál til hliðar.
 5. Blandið 1/3 hluta deigsins með 1 og 1/2 msk kakó, 2 tsk sykri og 2 msk mjólk.
 6. Látið kakódeigið í mótið ofan á hitt deigið.
 7. Setjið restina af ljósa deiginu sem þið höfðuð sett til hliðar ofan á kakódeigið.
 8. Skerið í gegnum deigið í forminu með hníf.
 9. Bakið í miðjum ofni við 180°C í um 50 mínútur.
BELLE | Allt milli himins og jarðar http://www.belle.is/

-Heiðrún

Æðisleg skúffukaka

Góð skúffukaka klikkar sjaldan! Það er lítið sem er meira kósý en að skella í eina skúffuköku þegar það er kalt úti og hjúfra sig svo upp í sófa og gæða sér á sneið 😉 Hérna kemur uppskrift skúffuköku sem er í uppáhaldi hjá mér. Mæli með því að bera hana fram með rjóma.

IMG_5780

IMG_5784

IMG_5793

Æðisleg skúffukaka
Skrifa umsögn
Prenta
Skúffukaka
 1. 200 gr hveiti
 2. 280 gr sykur
 3. 1 og ¼ tsk matarsódi
 4. 1 tsk salt
 5. 50 gr kakó
 6. 125 gr smjörlíki - lint
 7. 3 egg
 8. 1 tsk vanilludropar
 9. 100 ml mjólk
Krem
 1. 130 gr smjör - lint
 2. 1 egg
 3. 250 gr flórsykur
 4. 1 tsk vanilludropar
 5. 1 msk kakó
 6. 100 gr suðusúkkulaði
 7. 3-4 msk rjómi
 8. Kókos
Skúffukaka
 1. Hrærið saman sykri, smjörlíki, vanilludropum og eggjum.
 2. Sigtið hveiti, matarsóda, salt og kakó saman og blandið við.
 3. Hellið mjólkinni út í og hrærið allt saman.
 4. Kakan er bökuð við 180 gráður í 25-30 mín eða þar til þú getur stungið prjón í hana og hann kemur hreinn út.
Krem
 1. Hrærið smjöri og eggi saman þar til blandan verður alveg mjúk.
 2. Hrærið flórsykrinum við blönduna.
 3. Bætið kakói og vanilludropum við og hrærið vel.
 4. Bræðið suðusúkkulaðið yfir vatnsbaði.
 5. Bætið súkkulaðinu við kremblönduna og hrærið vel.
 6. Að lokum bætið þið 3-4 matskeiðum af rjóma (ekki þeyttum) við kremið og hrærið.
 7. Setjið kremið á kökuna og endið á því að strá kókos yfir.
BELLE | Allt milli himins og jarðar http://www.belle.is/

-Heiðrún

 

Karamellubitar

Næsta uppskrift sem ég ætla að deila er í miklu uppáhaldi hjá mér. Þessir karamellubitar eru svo góðir að þeir bráðna í munninum! Tilvalið að skella í þessa bita fyrir til dæmis fermingar sem eru á næsta leiti. Uppskriftin er einföld og fljótleg og ég lofa að þessir karamellubitar slá í gegn hjá hverjum sem þá smakka! Ég nota sæta mjólk (condensed milk) í  karamelluna. Ég hef alltaf fengið þannig í Kosti. Hér að neðan sjáið þið mynd af sætri mjólk. Njótið! 🙂IMG_1954

IMG_5697

IMG_5704

IMG_5710

IMG_5713

IMG_5715

IMG_5724

IMG_5727

IMG_5729

IMG_5746

IMG_5749

IMG_5751

IMG_5767

IMG_5769

IMG_5771

Karamellubitar
Skrifa umsögn
Prenta
Kexbotn
 1. 125 gr smjör – lint
 2. 50 gr sykur
 3. 175 gr hveiti
 4. Smá salt
Karamellan
 1. 200 gr sæt mjólk (Condensed milk)
 2. 125 gr smjör
 3. 125 gr sykur
 4. 2 matskeiðar síróp
 5. 1 teskeið vanilludropar
 6. Smá salt
Súkkulaðihjúpur
 1. 200 gr hjúpsúkkulaði – ljóst
Kexbotn
 1. Hitið ofninn í 170°C.
 2. Hrærið saman smjörinu (við stofuhita) og sykrinum þar til blandan verður létt og „fluffy“.
 3. Bætið hveitinu og saltinu við og hrærið vel þar til blandan verður mylsnukennd. Sjá mynd hér að ofan.
 4. Setjið smjörpappír í form (ég nota stærð 18x28 cm) og hellið deiginu á smjörpappírinn.
 5. Notið fingurna til að þrýsta deiginu saman í formið.
 6. Stingið með gaffli í deigið eins og sést á myndinni hér að ofan til að það lyfti sér ekki eins mikið.
 7. Bakið í 15-20 minútur eða þar til deigið verður gullinbrúnt.
 8. Látið kólna á meðan þið búið til karamelluna.
Karamellan
 1. Setjið öll hráefnin í pott og hitið á miðlungshita.
 2. Hrærið vel í blöndunni þar til öll hráefnin hafa blandast saman.
 3. Það er mikilvægt að hræra í blöndunni á meðan karamellan er að verða til. Hún er mjög fljót að brenna við í pottinum og þegar það gerist er hún ónýt.
 4. Þegar karamellan hefur breytt um lit og er orðin aðeins dekkri og þykkari er hún tilbúin.
 5. Hellið karamellunni yfir kexbotninn.
Súkkulaðihjúpur
 1. Hitið súkkulaðið yfir vatnsbaði.
 2. Þegar súkkulaðið hefur bráðnað hellið því þá yfir karamelluna. Dreifið úr því með skeið.
 3. Leyfið súkkulaðinu að harðna áður en þið skerið í bita.
Tekið úr Kitchen Mason
Tekið úr Kitchen Mason
BELLE | Allt milli himins og jarðar http://www.belle.is/

-Heiðrún

Marengsbomba með salt-karamellu

Jæja þá komið að næstu uppskrift 🙂 Í dag ætla ég að deila með ykkur uppskrift af alvöru marengsbombu með salt-karamellu, alveg jafn gott og það hljómar! Ég bý stundum til þessa bombu þegar ég býð fólki í mat og hef hana í eftirrétt, hingað til hefur hún ekki klikkað 😉 Mæli svo sannarlega með!

IMG_5658

IMG_5665

IMG_5667

IMG_5671

IMG_5676

IMG_5682

IMG_5687

IMG_5689

IMG_5695

 1. Marengsbotnar:

6 eggjahvítur (5 er nóg ef eggin eru stór)

250 gr sykur

3-4 bollar Corn Flakes

 

 1. Fylling á milli botna:

500 ml rjómi

300 gr Nóa-Kropp

 

 1. Salt-karamella:

55 gr smjör

50 gr púðursykur

30 ml rjómi (má líka nota mjólk)

Salt eftir smekk

 

AÐFERÐ:

 1. Marengsbotnar:

Stífþeytið eggjahvíturnar

Bætið sykrinum smátt og smátt við eggjahvíturnar, hrærið þar til marengsinn verður stífur.

Hrærið Corn Flakes varlega við blönduna þegar hún er tilbúin.

Teiknið 2 hringi á smjörpappír. Hver hringur á að vera ca 22-23 cm.

Skiptið marengsnum jafn á hringina og dreifið úr honum.

Bakið við 130°C í ca. 50 mínútur

Leyfið marengsnum að kólna í ofninum.

 

 1. Fylling á milli botna:

Þeytið rjómann.

Hrærið Nóa Kroppinu við rjómann.

Þegar marengsbotnarnir hafa kólnað setjið þá rjómann á annan botninn og setjið hinn ofan á.

 

 1. Salt-karamella:

Byrjið á því að setja sykurinn í pott. Hitið sykurinn við vægan hita og fylgist vel með honum. Sykurinn byrjar á því að mynda kekki en mun að lokum bráðna og breytast í þykkan brúnan vökva.

Þegar sykurinn er alveg bráðnaður skaltu bæta smjörinu við. Gerðu það samt varlega vegna þess að þegar því er bætt við kraumar karamellan og auðvelt er að brenna sig. Hrærðu í 2-3 mínútur þar til smjörið er allt bráðnað.

Að því loknu skaltu hella rjómanum mjög varlega við blönduna. Vegna þess að rjóminn er mun kaldari en karamellublandan þá mun hún krauma mikið þegar rjómanum er bætt út í.

Leyfðu blöndunni að sjóða í smástund, 1-3 mínútur, lengur ef hún er í þynnri kantinum. Passið ykkur bara að brenna hana ekki.

Taktu blönduna af hellunni og bættu við sjávarsalti.

Leyfið blöndunni að kólna alveg áður en þið hellið karamellunni ofan á marengsinn.

-Heiðrún

Bollur fylltar með vanillubúðing

Jæja nú styttist í bolludaginn! Ef ég á að vera alveg hreinskilin þá er bolludagurinn ekki í neinu sérstöku uppáhaldi hjá mér. Frá því ég var lítil þá hefur mér fundist þessar týpísku bolludags-bollur frekar vondar og borða vanalega ekki eina einustu! Í dag er reyndar hægt að fá ótrúlega mikið úrval af girnilegum bollum í bakaríum landsins sem er algjör snilld! Mig langaði samt rosalega að prófa að búa til öðruvísi bollur og þar sem ég verð ekki á landinu á bolludeginum þetta árið ákvað ég að flýta honum aðeins. Ég bauð fjölskyldunni í bollukaffi um liðna helgi og gerði nýja tegund af bollum sem ég hef aldrei smakkað. Ég bjó til æðislegan vanillubúðing og fyllti bollurnar með honum og toppaði þær svo með ótrúlega góðum súkkulaði-glassúr! Uppskriftin er frekar auðveld, það sem aðallega gæti klikkað er búðingurinn en ef ekki er farið nákvæmlega eftir uppskriftinni gæti hann skilið sig eða orðið kekkjóttur. Þessar bollur voru rosa góðar, meiraðsegja mér fannst þær góðar og þá er mikið sagt 😉 Eins og þið sjáið á myndunum gerði ég venjulegar bollur en ég gerði líka éclair úr helmingnum af deiginu. Éclair sjáið þið betur hér.

IMG_5619

IMG_5625

IMG_5627

IMG_5633

IMG_5639

IMG_5646

IMG_5653

IMG_5654

1. Bollurnar:               

½ bolli (eða 125 gr) nýmjólk

½ bolli (eða 125 gr) vatn

115 gr íslenskt smjör

¼ tsk sykur

¼ tsk salt

1 bolli (eða 140 gr) hveiti

5 stór egg við stofuhita

2. Vanillubúðingur:

6 eggjarauður

2 bollar nýmjólk

¾ bolli (eða 160 gr) sykur

1 matskeið vanilludropar

¼ bolli (eða 35 gr) hveiti

55 gr íslenskt smjör

3. Súkkulaðiglassúr:

130 gr suðusúkkulaði

75 gr smjör

2 msk síróp

2 msk heitt vatn

 

AÐFERÐ:

1. Bollurnar:

Setjið bökunarpappír á 2 ofnplötur.

Hitið ofninn í 200 gráður.

Pískið öll eggin saman í skál. Setjið til hliðar.

Blandið saman mjólkinni, vatninu, smjörinu, sykri og salti í djúpan pott. Hitið þar til fer að sjóða. Mikiðvægt að passa að blandan brenni ekki við.

Þegar blandan er byrjuð að sjóða lækkið þá hitann í miðlungshita.

Hellið hveitinu ofan í blönduna. Blandan þykknar mjög fljótt og þess vegna er mikilvægt að hræra mjög vel í blöndunni þegar hveitinu er bætt við. Haldið áfram að hræra í 1-2 mínútur þar til blandan verður líkari deigi.

Færið deigið í aðra skál og hrærið á miðlungshraða með rafmagnshrærivél. Hrærið í 1-2 mínútur.

Bætið eggjunum (sem búið er að píska vel saman) smátt og smátt við blönduna á meðan þið hrærið með rafmagnshrærivélinni. Ekki setja öll eggin í einu, setjið frekar í smáum skömmtum (4-5 skömmtum) og hrærið vel á milli. Áður en þið setið næsta skammt af eggjum við deigið skuluð þið vera búin að hræra fyrri skammtinn alveg við deigið. Það gæti gerst í þessu skrefi að deigið virðist ætla að skilja sig, haldið bara áfram að hræra, þá ætti deigið að lagast. Að lokum ætti blandan að verða orðin nokkuð þykk.

Setjið deigið í sprautupoka og veljið stút sem er ekki of lítill. Það er líka alveg hægt að nota bara tvær skeiðar, þarf ekki endilega að setja deigið í sprautupoka.

Sprautið deiginu á smjörpappírinn. Gerið ráð fyrir að deigið muni stækka töluvert þannig það er óþarfi að sprauta of miklu deigi fyrir hverja bollu (fínt að miða við að hver bolla sé ca. í sömu stærð og golfbolti). Ef þið viljið láta bollurnar líta út eins og éclair þá þarf að nota sprautupokann og sprauta ca. 5 cm.

Setjið inn í ofn og bakið í ca 20 mínútur. Þetta skref fer þó eftir því hvernig ofn þið eigið. Í upprunalegu uppskriftinni er talað um að baka eigi bollurnar í 15 mínútur við 220 gráðu hita og lækka svo hitann niður í 190 gráður og láta bakast í 25 mínútur. Í mínum ofni bakaði ég bollurnar í tæplega 20 mínútur á 200 gráðum.

2. Vanillubúðingur:

Pískið eggjarauðurnar, sykurinn og hveitið saman í stórri skál.

Hitið mjólkina í potti á miðlungshita þar til hún fer að sjóða. Passið að hún brenni ekki við.

Hellið mjólkinni við eggjarauðublönduna  og haldið áfram að hræra vel saman. Notið písk.

Þegar þið eruð búin að hræra/píska heitri mjólkinni saman við eggjarauðurnar, sykrurinn og hveitið, setjið þá blönduna aftur í stóran pott. Blandan ætti að vera frekar þunn.

Hitið blönduna í pottinum þar til hún fer að sjóða. Á meðan þið gerið það er mikilvægt að hræra í blöndunni. Um leið og þið hættið að hræra fer blandan að brenna við í botninn. Ég mæli með því að nota spaða úr gúmmí.  Passið að hræra vel úr botninum. Blandan ætti að fara að þykkna. Hrærið áfram í 2-3 mínútur og takið svo af hitanum.

Bætið smjörinu og vanilludropunum við heita blönduna. Leyfið smjörinu alveg að bráðna og hrærið saman.

Núna ætti búðingurinn að vera tilbúinn. Setjið hann í skál eða annað box og lokið með plastfilmu. Setjið búðinginn í ísskápinn þar til þið notið hann.

3. Súkkulaðiglassúr:

Setjið öll hráefnin í pott og hitið saman við vægan hita. Leyfið að kólna.

 

Að lokum:

Leyfið bollunum ykkar að kólna alveg áður en þið fyllið þær af vanillubúðing.

Setjið búðinginn í sprautupoka. Sprautið búðingnum inn í bollurnar, magn fer alveg eftir smekk. Ég sprauta búðingnum vanalega inn á 2-3 mismunandi stöðum á bollunni, ef bollan er í stærri kantinum. Passið líka að nota ekki of stóra sprautu. Passið bara að setja ekki það mikinn búðing að hann fari út um allt.

Setjið glassúrinn ofan á bollurnar með skeið eða dýfið efri hluta þeirra ofan í glassúrinn.

-Heiðrún

Chicken fingers með hunangssinneps- og pekanhnetuhjúp

Ég bjó til rosalega góða „chicken fingers“ um daginn og bara verð að deila uppskriftinni með ykkur! Þetta voru reyndar frekar óhefðbundnir chicken fingers, engin djúpsteiking heldur bara eldað í ofni. Miklu hollara og að mínu mati, töluvert betra. Þessi réttur er mjög auðveldur og fljótlegur. Njótið!

IMG_5572

IMG_5574

IMG_5581

IMG_5585

IMG_5588

IMG_5600

IMG_5605

IMG_5610

IMG_5613

Chicken fingers með hunangssinneps- og pekanhnetuhjúp
Fyrir 3
Skrifa umsögn
Prenta
Chicken fingers
 1. 1 pakki kjúklingalundir (ca 600 gr)
 2. Salt og pipar
Hunangssinnep
 1. ½ bolli majónes
 2. ½ bolli grísk jógúrt
 3. ½ bolli hunang
 4. 3 matskeiðar Dijon sinnep
Pekanhnetuhjúpur
 1. 100 gr pekanhnetur
 2. 1 bolli Panko brauðrasp (fæst í Hagkaup)
 3. 1 matskeið Ítalskt krydd (Italian seasoning)
 4. 1 tsk hvítlauksduft (garlic powder)
Hunangssinnep
 1. Hrærið majónesinu, grískri jógúrt, hunangi og sinnepi saman í skál.
 2. Skiptið sósunni í 2 skálar. Helmingurinn af sósunni er notaður sem marinering á kjúklinginn en hinn helmingurinn er borinn fram með kjúklingnum þegar hann er tilbúinn.
Pekanhnetuhjúpur
 1. Setjið hneturnar í matvinnsluvél. Myljið þær vel.
 2. Setjið hneturnar í skál og hrærið restinni af hráefninu saman við (Panko brauðraspinu og kryddinu).
Chicken fingers
 1. Kryddið kjúklinginn með salti og pipar.
 2. Dýfið hverjum kjúklingabita í hunangssinnepið og síðan í pekanhnetublönduna.
 3. Hitið ofninn í 190°C. Setjið bökunarpappír á ofnplötu.
 4. Leggið hvern kjúklingabita á bökunarpappírinn.
 5. Bakið í 15-20 mínútur eða þar til kjúklingurinn verður fallega ljósbrúnn á litinn og eldaður alveg í gegn.
Annað
 1. Berið fram með restinni af sósunni og kartöflum. Mér finnst best að borða kjúklinginn með sætkartöflu-frönskum.
BELLE | Allt milli himins og jarðar http://www.belle.is/

-Heiðrún

Skinkusnúðar með birkifræjum og sinnepsdressingu

Er það bara ég eða líður tíminn alveg fáránlega hratt? Það verður komið sumar áður en maður veit af, sem er reyndar ekkert verra, get ekki beðið eftir vorinu!
Um daginn hélt ég smá kaffiboð og prófaði nokkrar nýjar uppskriftir, meðal annars prófaði ég þessa æðislega góðu snúða með skinku, osti, birkifræjum og sinnepsdressingu og ætla að deila þeim með ykkur. Ég var ekkert að flækja hlutina neitt of mikið og keypti bara tilbúið pizzadeig sem fæst í öllum helstu matvöruverslunum og notaði það í staðinn fyrir að búa til deigið sjálf, gæti ekki verið auðveldara 😉 Hér getið þið séð hvernig deig ég notaði. Snúðarnir voru alveg ótrúlega góðir og voru fljótir að klárast, ég get lofað ykkur því að þið verðið ekki fyrir vonbrigðum! 😉

IMG_5526

IMG_5527

IMG_5529

IMG_5531

IMG_5534

IMG_5535

IMG_5537

IMG_5540

IMG_5547

IMG_5549

IMG_5551

IMG_5552

IMG_5554

Skinkusnúðar
Skrifa umsögn
Prenta
Hráefni
 1. 1 rúlla tilbúið pizadeig
 2. 1 pakki silkiskorin skinka eða stórt bréf af venjulegri skinku
 3. 1 poki af mozzarellaosti
 4. 110 gr smjör
 5. 1 matskeið birkifræ (poppyseeds)
 6. 1 ½ matskeið dijon sinnep (ég nota hunangs-dijon)
 7. ½ matskeið Worcestershire sósa
Aðferð
 1. Rúllið tilbúna deiginu út. Fletjið það aðeins þannig það verði ekki jafn þykkt og þegar þið eruð nýbúin að rúlla því út.
 2. Raðið skinkunni á deigið.
 3. Stráið ostinum yfir skinkuna.
 4. Rúllið deiginu aftur upp.
 5. Skerið deigið í litla bita (ég skar mitt í 12 bita) og setjið í eldfast mót sem búið er að smyrja með olíu.
 6. Bræðið smjörið í potti við vægan hita.
 7. Bætið sinnepinu, birkifræjunum og Worcestershire sósunni við smjörið og hitið áfram við vægan hita.
 8. Hellið blöndunni jafnt yfir snúðana.
 9. Hitið ofninn í 180°C.
 10. Bakið snúðana í ca. 25 mínútur eða þar til þeir verða fallega ljósbrúnir á lit.
BELLE | Allt milli himins og jarðar http://www.belle.is/

-Heiðrún

350

 

Fylgdu okkur á


Follow

350