Bryndís Björt

Jæja góðan daginn og gleðilegt næstum því haust!

Þennan föstudaginn ætla ég að bjóða uppá veggfóðurs innblástur en það er hugmynd sem ég hef verið svolítið skotin í uppá síðkastið. Ég hef oftast tengt veggfóður við gamla tíma, eða hótel og veitingastaði, jafnvel barnaherbergi, en sjaldan önnur rými á heimilum. Myndirnar hér að neðan sýna að það er svo sannarlega hægt að nota þau í margt sniðugt og frumlegt.

 

Ég leitaði uppi búðir á íslandi sem selja veggfóður og komst að því að þær eru þónokkrar – ég læt linka fylgja með á þeim sem ég fann í fljótu bragði fyrir áhugasama.

Parket og gólf, Epal, Bólstrarinn, Litaver.

Annars eftir góða pásu í sumar er ég klár í haustið og spennt að fara á fullt hér á síðunni, og vona að þið séuð það líka!

Bryndís Björt

0 athugasemdir

Skildu eftir athugasemd

Netfangið þitt mun ekki vera birt

 

Fylgdu okkur á


Follow