Bryndís Björt

Svartur hefur mér aldrei fundist jólalegur litur en einhverra hluta vegna þá keypti ég svartan jólapappír í IKEA núna og eftir að hafa skoðað aðeins á pinterest þá finnst mér svartur geta komið mjög vel út í allskonar jólaskrauti. Greni með blöndu af svörtu og hvítu finnst mér virkilega fallegt, hátíðlegt og stílhreint! Bara mikilvægt að mínu mati að það sé nóg af seríum og kertum með þessu öllu saman.

Annars er ég komin í svo mikið jólaskap og get ekki beðið eftir að byrja að pakka inn gjöfum, skoða jólaljósin og allt sem fylgir þessum uppáhalds árstíma!

Bryndís Björt

0 athugasemdir

Skildu eftir athugasemd

Netfangið þitt mun ekki vera birt

 

Fylgdu okkur á


Follow