Bryndís Björt

 

Fyrr á árinu var ég stödd í molli í Detroit borg í Bandaríkjunum og rakst á virkilega fallega húsgagnabúð þar sem heillaði mig alveg. Búðin reyndist vera gallerí RH interiors sem er bandarískt fyrirtæki sem hannar, býr til og selur húsgögn. Ég varð svo hrifin af stílnum þarna inni, stór og gróf húsgögn og náttúruleg jarð-bundin litapalletta. Hér er smá sýnishorn af þeim línum sem eru í uppáhaldi hjá mér frá þeim.

 

 

 

Litadýrðin hefur nefnilega verið áberandi í sumar og inn í haustið góða sem er að byrja – ég elska það, en mér finnst gaman að sjá smá mótvægi  í einföldum litapallettum líka. Þyngslin í efnavali og áferð finnst mér mest heillandi við þennan stíl hér fyrir ofan, sérstaklega fyrir stofurými – sófa, stóla og sófaborð t.d. 

Bryndís Björt

0 athugasemdir

Skildu eftir athugasemd

Netfangið þitt mun ekki vera birt

 

Fylgdu okkur á


Follow