Bryndís Björt

Mér finnst alltaf svo gaman að sjá fallega lagt á borð, sérstaklega þegar það er ekki of mikið í gangi. Til að slútta janúar minimalismanum ætla ég að láta fylgja hér fallega, en einfaldlega, skreytt borð.

Eitt af því sem fylgir þegar maður ákveður að gifta sig er að fólk fer að spyrja hvernig stelli maður sér að safna. Við höfðum ekki beint skoðun á þessu enda ekki að safna neinu sérstöku, en, tókum þá ákvörðun að setja á óskalistann eitt slíkt. Það sem varð fyrir valinu var svart stell frá Bitz, en sbr. myndirnar hér að ofan þá finnast mér dökk stell vera að koma mjög vel út! 
Stellið er semsagt frá danska hönnuðinum Christian Bitz og kemur í svörtum, gráum og grænum litum. Einstaklega fallegt, og auðvelt að blanda saman litunum!

 

Nú eru hins vegar bara 5 dagar í brúðkaup svo ég verð aðeins off hér á síðunni á næstunni.
Sé ykkur bara næst, gift kona!!! 

Bryndís Björt

0 athugasemdir

Skildu eftir athugasemd

Netfangið þitt mun ekki vera birt

 

Fylgdu okkur á


Follow